Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 73

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 73
40 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Fimmtudagur MAÍ STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SV´ÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður ÞUMALÍNA Frá Sólheimaleikhúsinu Fi 2/6 kl 20 - 1.000,- TRANS DANSE EUROPE Tanec Praha, Tékklandi Su 29/5 kl 20 - 2.500,- Miðasala hjá Listahátíð DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 27/5 kl 20 Síðasta sýning HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 Síðasta sýning HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS., Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSÝNING The paper Mache og Stay with me Í kvöld kl 20, Fö 27/5 kl 20 TRANS DANSE EUROPE Nomadi Productions - Finnland Su 29/5 kl 17 Miðasala hjá Listahátíð Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Stóra svi›i› DÍNAMÍT - Birgir Sigur›sson KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen fiETTA ER ALLT A‹ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikger› Baltasar Kormákur M†RARLJÓS - Marina Carr Sun. 29/5. Allra sí›asta s‡ning Litla svi›i› kl. 20:00 Smí›averkstæ›i› kl. 20:00 Valaskjálf Egilsstö›um KODDAMA‹URINN - Martin McDonagh RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá Mið. 1/6 kl. 20:00, fim. 2/6 kl. 20:00. Mi›asala á Bókasafni Héra›sbúa. Opi› alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546 8. sýn. í kvöld fim. 26/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fös. 3/6, 10. sýn. lau. 11/6, 11. sýn. sun. 12/6. Fös. 27/5 nokkur sæti laus, lau. 28/5, lau. 4/6 örfá sæti laus, fim. 9/6, fös. 10/6. Aðeins örfáar sýningar vegna fjölda áskorana. Lau. 28/5 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Síðustu sýningar í vor. Fös. 27/5 örfá sæti laus – umræður eftir sýningu, lau. 28/5 örfá sæti laus, fös. 3/6. Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga Þjóðleikhúsið sími 551 1200 Fim. 26/5 örfá sæti laus. Síðasta sýning í vor. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið. Þri. 31/5. KODDAMAÐURINN SÍÐASTA SÝNING Í VOR! Classic Sportbar Ármúla 5 Við hliðina á gamla Hollywood Jóladartmót laugardag kl. 12 • Frítt inn • Stór á krana 500 kr. Classik Ármúla 5 Fimmtudaginn 26. maí kl. 21:00 Rollan og Hljómsveitin Truck load of Steel Leika á færi hljóða - Frítt inn ■ ■ TÓNLEIKAR  19.00 Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg og Mercenary hita upp í Hellinum úti á Granda fyrir Iron Maiden tónleikana ásamt Brothers Majere og Severed Crotch.  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Adagio fyrir strengi eftir Samu- el Barber og sjöundu sinfóníu Sjosta- kovitsj í Háskólabíói. Stjórnandi er Rumon Gamba.  21.00 Tríó Andrésar Þórs Gunn- laugssonar, gítar- og barítóngítar- leikara, spilar á Pravda Bar. Með honum spila Jóhann Ásmundsson á bassa og Erik Quick á trommur.  22.00 Hljómsveitirnar Númer núll, Viðurstyggð, Æla og Líkn spila á Grand Rokk.  22.00 Hljómsveitirnar Byltan, Jan Mayen og Jeff Who koma fram á tónleikum á Gauki á Stöng. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Unga fólkið og leikhússtörfin Það er engin nýlunda að Vestur- portsgengið sé kraftmikið, frjótt og hugmyndaríkt enda er nóg af öllu í sýningunni Rambó 7 á Smíðaverkstæðinu. Ég get þó ekki varist þeirri tilfinningu að unga leikhúslistafólkið vaði pínulítið í þeirri villu að það sé að finna upp hjólið. Það sem ég sá, heyrði og upp- lifði er mjög kunnuglegt. Þessi tegund leikhúss sem margir voru að gera tilraunir með fyrir 30 árum er byggð á nálgunaraðferð- um leiklistargúrúa frá sjöunda áratug síðustu aldar sem nýttust vel í menntun og þjálfun leikara þegar fram liðu stundir og eru sumar notaðar enn í dag í leiklist- arskólum víða um heim. Leikstjórinn hefur valið verki Jóns Atla þetta lausa, óhefð- bundna form þar sem leikarar fá að leika lausum hala í hamslausri leit í gegnum líkamlegar athafnir að kjarna verksins. Inn í rýmið er hent fullt af alls konar drasli úr leikmunageymslu hússins sem hægt er að nota á ýmsan máta og með mikilli hugmyndaauðgi má láta hvern einasta leikmun lifa sjálfstæðu lífi á sviðinu eða fá ólíkar hlutbundnar eða óhlut- bundnar vísanir, merkingar eða láta hann lýsa tilfinningum, sálar- ástandi eða félagslegri ringulreið hins firrta samtíma okkar. Aðstandendum sýningarinnar hefur verið tíðrætt um samtím- ann og hvernig þeir nálgist það viðfangsefni sitt. Leikhús hefur á öllum tímum kallast á við sam- tímann á einhvern hátt og má í því sambandi nefna verk Shake- speares sem stöðugt kallast á við samtímann í ólíkri framsetningu leikhússins og ganga sífellt í end- urnýjun lífdaga. Samtímaleikrit- un er auðvitað mjög mikilvæg og Jón Atli hefur byrjað vel sem „samtíma höfundur“ en því miður fatast honum flugið hér. Rétturinn sem kokkarnir í þessari sýningu bjóða áhorfend- um upp á er pottréttur þar sem kjötið á beinunum er fremur rýrt og þess vegna öllu saman hent í pott ásamt því sem fyrirfinnst í skápum og kryddhillum eldhúss- ins og hrært í. Síðan er rétturinn tekinn og honum skvett yfir gest- ina sem mættu í boðið svo þeir bragði á einhverju sem á að heita framandi. Að minnsta kosti hefur verið látið í veðri vaka að um ein- hvers lags tímamótaverk sé að ræða. Leikararnir standa sig með stakri prýði í því að níðast á eigin menntun og færni til að þóknast leikstjóranum sem virðist vera mest í mun að svala eigin egói og hefur enga listræna sýn á verkið. Honum virðist meira í mun að sýna hvað hann getur troðið mörgum hugmyndum inn í hverja sitúasjón en að finna verkinu ein- hverja heildstæða hugsun og færa hana í einhvern brennipunkt svo áhorfendur geti almennilega skilið hvað hann er að fara. Fyrir mér var þetta eins og að horfa á alltof langan spuna með leikurum sem höfðu fyrst og síð- ast ánægju af því að æða um svið- ið með hávaða og látum og sullast í draslinu sem lá eins og hráviði um allt gólfið, hrækja, æla, prumpa eins og þykir orðið svo fínt og eðlilegt á opinberum vett- vangi; yrkisefnið klassískt: kyn- líf, ofbeldi, peningar. Oft er gaman að grótesku leik- húsi þar sem áhorfandinn kemst í snertingu við eitthvað hrátt, óheflað, af því lífið er þannig, einkum hjá slíkum persónum sem koma við sögu í leikritinu en fyr- ir mér var þetta bara einhver hrærigrautur úr engu gerður. Svo ég leyfi mér nú að vitna í konung leikbókmenntanna þegar Hamlet segir við leikarana sína: „Ó mig svíður í sálina að sjá fílefldan hárkollu-rum rífa tilfinningarnar í tötra, alveg í tætlur, til þess að sprengja hlustirnar á lághýsing- um sem fæstir skilja neitt annað en ráðlaust handapat og hávaða; ...“ (þýð. Helgi Hálfdanarson). RAMBÓ 7 Leikrit Jóns Atla Jónassonar er sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Fréttablaðið/Niðurstaða: „Leikararnir standa sig með stakri prýði í því að níðast á eigin menntun og færni til að þóknast leikstjóranum sem virðist vera mest í mun að svala eigin egói með engri listrænni sýn á verkið.“ LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Rambó 7 Þjóðleikhúsið / Smíðaverkstæði Höfundur: Jón Atli Jónasson / Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson / Leikmynd: Ólafur Jónsson / Búningar: Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir / Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson og Viðar Hákon Gíslason / Vídeó: Árni Sveinsson / Lýsing: Hörður Ágústsson / Leikarar: Ólafur Egill Egils- son, Nína Dögg Filipusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ólafur Darri Ólafsson o.fl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.