Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 77

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 77
Hljómsveitin Byltan heldur tónleika í kvöld ásamt hljómsveitunum Jeff Who og Jan Mayen. Byltan hét áður Blúsbyltan og spilaði aðal- lega blúsað rokk. „Við tókum blúsinn og færðum hann í rokk en smám saman fór blúsinn úr tónlistinni og nú spilum við melódískt rokk. Þetta eru fyrstu tónleikarnir okkar í langan tíma, við höfum verið að æfa nýtt efni og erum því að frumflytja fullt af nýjum lögum þarna á fimmtudaginn og ákváðum að fá með okkur tvö massív bönd,“ seg- ir Birgir Ísleifur Gunnarsson en hann syngur og spilar á píanó með Byltunni. Ásamt honum spila þeir Nonni Kjuði á trommur, Gismo á bassa, Tobbi á hljómborð og Smári Blumenstein á gítar. „Við höfum spilað saman í um tvö ár núna í sumar og spilum einungis frum- samið efni. Ég sem lögin og textana og við vinnum svo lögin í sam- einingu. Þetta byrjaði eiginlega allt þegar ég, Nonni og Smári unnum saman að tónlist sem ég samdi fyrir leikrit í MH. Við ákváðum svo að stofna bandið en nokkrar mannabreytingar hafa orðið síðan þá.“ Þeir hafa fengið eitt lag í spilun í útvarpinu og er það lagið Enginn lúxus. „Það er annað lag á leiðinni í útvarpið, vonandi í næstu viku. Við erum svo að vinna í upptökum og ætlum að reyna að gera eitt- hvað úr þeim, við skulum vona að það sé ekki of langt í fyrstu plötuna okkar því við erum löngu komnir með nóg efni.“ Tónleikarnir á fimmtudaginn eru haldnir á Gauk á Stöng, hefjast upp úr tíu og kostar einungis 500 krónur inn. > Plata vikunnar ... GORILLAZ: Demon Days „Damon Albarn reyn- ir að gera hina full- komnu poppplötu. Niðurstaðan er persónulegt meist- arastykki, það besta sem hann hefur skilað af sér á löngum og blómlegum ferli.“ BÖS 44 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR Weezer: Make Believe „Weezer reynir að gera hina fullkomnu poppplötu. Niðurstaðan er versta plata sveitarinnar frá upp- hafi. Nördarnir eru því miður að eldast illa.“ BÖS Nine Inch Nails: With Teeth „Trent Reznor snýr aftur með þriðja meistarastykki sitt í farteskinu. Skotheld plata sem ætti að festa hann í sessi sem einn merkasta tónlistarmann okkar tíma.“ BÖS Garbage: Bleed Like Me „Garbage skilar af sér sinni verstu plötu frá upp- hafi. Hér er ekkert spennandi á ferð, sándið ná- kvæmlega eins og áður og lögin alveg fáránlega pirrandi. Hvað gerðist eiginlega?“ BÖS Hildur Vala: Hildur Vala „Það á greinilega vel við Hildi Völu að syngja róleg lög þar sem gullfalleg rödd hennar nýtur sín svo vel. Þó að lögin á plötunni séu ekki öll jafngóð híf- ir Hildur Vala þau flest upp til skýjanna með söng sínum.“ FB Death From Above 1979: You're a Woman, I'm a Machine „Það var frábær rokkdúett frá Kanada sem bjó til þessa bráðskemmtilegu plötu, aðeins með tromm- um, bassa, smá hljóðgervlum og söng. Virkilega orkumikil og spennandi frumraun.“ BÖS Hot Hot Heat: Elevator „Önnur eiginleg breiðskífa Hot Hot Heat inniheld- ur svipað magn af glaðlegum tónum, en ekki sama magn af ferskleika og frumraun þeirra. Sæmilegasta plata samt, sem vex við hverja hlust- un.“ BÖS Fischerspooner: Odyssey „Týndu prinsarnir í bandarísku raftónlistarsenunni snúa aftur eftir þriggja ára útgáfuþögn. Biðin var þess virði, og platan það besta sem þeir hafa gert.“BÖS Athlete: Tourist „Breska sveitin Athlete tekur við kyndlinum þar sem Snow Patrol lagði hann frá sér. Sæmilegasta hljómsveitarpopp eftir bresku hefðinni, sem virkar svo auðvitað sérstaklega leiðingjarnt við ítrekaða hlustun.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR [ TOPP 20 ] X-IÐ 977 - VIKA 30 TRABANT Nasty Boy THE CORAL In the Morning BECK Girl U2 City of Blinding Lights COLDPLAY Speed of Sound 1 2 3 4 5 System of a Down er ein merkasta rokksveit heimsins í dag. Nýlega kom út platan Mezmer- ize, sú fyrri í tvíleik sveitarinnar. Freyr Bjarnason rifjaði upp feril harðjaxlanna í System of a Down. Rokkararnir í System of a Down ætla að taka tónlistarárið 2005 með trompi. Nýlega kom út þriðja hljóðversplata sveitarinnar, Mez- merize, og undir lok ársins er síð- an væntanleg seinni platan í tví- leik þeirra, Hypnotize, en báðar plöturnar voru teknar upp á sama tíma á síðasta ári. Neðanjarðarfylgi í L.A. System of a Down var stofnuð í suðurhluta Kaliforníu um miðjan tíunda áratuginn. Stofnmeðlim- irnir, sem eru af armenskum upp- runa, voru söngvarinn Serj Tank- ina, gítarleikarinn Daron Malaki- an, bassaleikarinn Shavo Odadji- an og John Dolmayen sem lemur húðir. Hljómsveitin fékk fljótt umfangsmikið fylgi í neðanjarð- arsenunni í Los Angeles og allir virtust hafa nafn sveitarinnar á vörum sér. Sveitir á borð við Korn og Deftones minntust á System of a Down í viðtölum og eftir að þriggja laga demó-plata með sveitinni var tekin upp fóru vin- sældir hennar smám saman að aukast víða í Bandaríkjunum, Evrópu og á Nýja-Sjálandi. Eitthvað nýtt Sumarið 1998 kom út fyrsta plata System of a Down, samnefnd henni, sem hlaut mjög góðar við- tökur. Strax var ljóst að þarna var eitthvað nýtt á ferðinni og lögin Sugar og Spiders voru góður vitn- isburður um það. Þremur árum síðar var komið að næstu plötu, Toxicity, sem átti heldur betur eftir að slá í gegn. Með lög á borð við titillagið Aerials og að sjálf- sögðu Chop Suey! að vopni varð Toxicity að metsöluplötu um allan heim og hefur hún nú selst í tæp- lega sex milljónum eintaka. Í nóvember 2002 gaf System of a Down síðan út plötuna Steal This Album sem hafði að geyma óút- gefin og sjaldheyrð lög með sveit- inni. Þótti hún ekki síður kröftug en fyrri plöturnar. Þrjátíu lög í sarpinum Á síðasta ári fór System of a Down í hljóðver á nýjan leik með sama upptökustjóra og áður, hinn þekkta Rick Rubin. Honum til að- stoðar var gítarleikarinn Malaki- an. Upptökurnar gengu svo vel fyrir sig að þeir félagar höfðu úr þrjátíu lögum að velja. Í stað þess að gefa út tvöfalda plötu var ákveðið að skipta útkomunni í tvennt og gefa út tvær plötur með um það bil hálfs árs millibili und- ir nöfnunum Mezmerize og Hypnotize. Pólitískir textar Með Mezmerize er ljóst að Syst- em of a Down hefur fest sig ræki- lega í sessi sem ein fremsta og jafnframt framsæknasta rokk- sveit heimsins í dag. Eins og áður er þar í aðalhlutverki hratt en kaflaskipt rokkið, sem hægist á með jöfnu millibili svo hlustendur fái tíma til að andai. Einnig býr sveitin enn yfir þeim hæfileika að geta komið á óvart, sem er eitt- hvað sem fáar rokksveitir geta státað af. Textarnir eru pólitískir og fjalla m.a. um misrétti gagnvart minnihlutahópum í Bandaríkjun- um og stríðsrekstur. Í B.Y.O.B. (Bring Your Own Bombs) spyrja þeir til að mynda hvers vegna þeir fátæku séu ávallt sendir í stríð og í Lost in Hollywood gagnrýna þeir kvikmyndaborgina harðlega fyrir að svíkja fólk hvað eftir annað og gera lítið úr því. Tónleikaferð System of a Down um Evrópu hefst annað kvöld í Lissabon í Portúgal og í byrjun ágúst fer sveitin síðan í tónleikaferð um Norður-Ameríku, þar sem liðsmenn The Mars Volta verða sérstakir gestir hljómsveit- arinnar. ■ Andfélagslegur kraftur SYSTEM OF A DOWN Platan Mezmerize kom nýverið út og hefur hlotið góðar viðtökur. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Lokbrá: Army of Soundwaves, Hot Damn!: The Big'n Nasty Groove O'Mutha, System of a Down: Mezmerize, Gorillaz: Demon Days, Antony and the Johnsons: I am a bird Now, Queens of the Stone Age: Lullabies to Paralyze, Oasis: Don't Believe the Truth og Eels: Blinking Lights and Other Revelations. > Lo kb rá > H ot D am n! Byltan rokkar á n‡ > Popptextinn ... „Everybody's going to the party, have a real good time. Dancing in the desert blowing up the sunshine.“ Liðsmenn System of a Down láta andúð sína á Íraksstríðinu í ljós á kaldhæðinn hátt í lag- inu B.Y.O.B af plötunni Mezmerize. Tónleikar bandaríska rapparans Snoop Dogg verða haldnir í Egilshöll þann 17. júlí, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir rúmum tveimur mánuðum. Sögu- sagnir hafa verið um að ekkert myndi verða af tónleikunum. Töluverð óvissa hefur verið um hverjir muni standa að tón- leikunum og nú virðast allar lík- ur vera á að Þorsteinn Stephen- sen og félagar hjá Hr. Örlygi verði ekki með í dæminu. Aftur á móti er öruggt að tónleikarnir verða haldnir og aðeins á eftir að ganga frá nokkrum lausum end- um, m.a. hvort einhverjir fleiri listamenn komi með Snoop til Ís- lands, en fyrr verður opinber til- kynning um tónleikana ekki gef- in út. Tónleikar Snoop á Íslandi eru liður í tónleikaferð hans um Evr- ópu til að fylgja eftir nýjustu plötu hans, R&G: The Masterpi- ece, sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Snoop hefur gert garð- inn frægan með lögum á borð við Gin & Juice, What's name, Drop it like its hot, Beautiful og Murder Was The Case. Íslenskir tónlistaráhugamenn eiga vafalít- ið eftir að flykkjast á tónleika hans í Egilshöllinni í sumar. ■ BYLTAN Strákarnir í Byltunni spila á Gauk á Stöng í kvöld ásamt hljómsveit- unum Jeff Who og Jan Mayen. SNOOP DOGG Rapparinn heimsfrægi heldur tónleika í Egilshöll 17. júlí. TRABANT Hljómsveitin Trabant heldur efsta sæti X-listans með lag sitt Nasty Boy. Baráttunni um Snoop a› ljúka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.