Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 2
2 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Kröfum Iceland Seafood um lögbann á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum hafnað: Fyrirtæki› virti sjálft ekki samninga DÓMSMÁL Fjórir menn voru í gær sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu fyrrver- andi vinnuveitanda þeirra, Iceland Seafood International, sem fór fram á að dómurinn staðfesti lögbann á að mennirnir hæfu störf hjá samkeppnisaðila í samræmi við upprunalegan ráðningarsamning þeirra. Var í þeim samningum kveðið á um að mönnunum væri óheim- ilt að hefja störf hjá samkeppnis- aðila Iceland Seafood innan ákveðins tímaramma eftir starfslok en þeir sögðu allir upp störfum í lok árs 2004. Hugðust þeir ásamt fleirum standa að stofnun nýs fyrirtækis, Seafood Union, og taka til starfa þar að uppsagnarfresti loknum. Með lögbanni vildu forsvars- menn ISI koma í veg fyrir að mikilvæg þekking og reynsla mannanna nýttist hinu nýja fyr- irtæki og samþykkti Sýslumað- urinn í Reykjavík beiðni ISI í janúar 2005. Héraðsdómur féllst ekki á sömu rök þar sem grund- völlur lögbannsins væri ráðn- ingasamningur við mennina fjóra. Þeim samningi var rift af hálfu Iceland Seafood þegar mennirnir fengu ekki greidd laun þann 15. janúar né heldur síðar eins og fyrirtækinu bar að gera og samkvæmt því bar starfsmönnunum ekki að upp- fylla sínar skyldur gagnvart þessum sama samningi. - aöe SKIPSSKAÐI Áhöfn íslenska togar- ans Péturs Jónssonar RE bjarg- aði öllum fimmtán í áhöfn lett- neska skipsins Gideon þegar það sökk á Flæmska hattinum um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Neyðarkall frá skipinu barst laust eftir klukkan fjögur og höfðu allir skipverjar bjargast rúmum þremur klukkustundum síðar. Skipstjóri Péturs RE, Eiríkur Sigurðsson, sagði björgunina hafa gengið vel í alla staði enda hefði áhöfnin haft tvo tíma til undirbúnings áður en þeir komu að slysstaðnum. „Menn voru björguninni fegnir en voru róleg- ir yfir þessu og líklegast að áfall- ið komi ekki fyrr en síðar.“ Áhöfnin var svo flutt frá Pétri yfir í kanadískan togara sem var á leið til St. Johns á Nýfundna- landi og átti skipið að koma til hafnar í morgun. Meðal skip- brotsmanna eru þrír Íslendingar. Útgerð skipsins var einnig ís- lensk þótt það sigldi undir lett- neskum fána. Ekki náðist í Magnús Sigurðsson, útgerðar- mann þess. - aöe Slasa›ir fri›argæslu- li›ar fá loks bætur Tryggingastofnun ríkisins hefur skipt um sko›un og segir nú a› fri›argæslu- li›ar sem slösu›ust í Kabúl eigi rétt á bótum. Forstjóri Tryggingastofnunar segir bá›ar ákvar›anir byggja á uppl‡singum frá utanríkisrá›uneytinu. FRIÐARGÆSLUSTÖRF Tryggingastofn- un ríkisins sem áður hafði synjað friðargæsluliðunum þremur sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl síðasta haust um bætur hefur nú breytt afstöðu sinni og samþykkir nú að um bótaskylt slys hafi verið að ræða. Að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Trygginga- stofnunar, er þessi ákvörðun byggð á nýjum upplýsingum sem stofnuninni bárust frá utanríkis- ráðuneytinu. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra gagnrýndi ákvörðun Trygg- ingastofnunar á Alþingi 29. apríl síðastliðinn þegar ljóst var að stofnunin ætlaði að synja friðar- gæsluliðunum um bætur og von- aðist hann þá til að áfrýjuninni yrði tekið af meiri sanngirni. Sagði hann meðal annars að frið- argæslumenn væru aldrei í fríi. Aðspurður hvort sinnaskiptin séu tilkomin vegna gagnrýni utan- ríkisráðherra segir Karl Steinar að fyrri ákvörðunin hafi verið byggð á upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu og það sem varð til þess að ákvörðuninni var breytt voru nýrri og betri upplýsingar frá sama ráðuneyti. Enn fremur segir hann að Tryggingastofnun leggi til að 3. kafla laga um almannatryggingar verði breytt þannig að tryggt verði í framtíðinni að friðar- gæsluliðar séu tryggðir allan sól- arhringinn. „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá það viðurkennt að við vorum að vinna en ekki bara að túristast þarna líkt og halda mætti af fyrri ákvörðun,“ segir Haukur Grönli, einn af friðargæsluliðun- um þremur sem slösuðust. „Ég átti alltaf von á þessu,“ segir Steinar Örn Magnússon, en hann slasaðist töluvert í spreng- ingunni. Hann sagði að það hefði aðeins verið misskilningur á milli stofnana sem olli því að þeim var fyrst synjað um bætur. Steinar hefur ekki jafnað sig eftir sprenginguna á Kjúklinga- stræti í Kabúl og er ennþá með átta sprengjubrot í sér. „Málmleit- artækin flauta alltaf á mig þegar ég fer í gegnum vopnaleit á flug- völlum,“ segir hann kankvís. Hann á enn eftir að gangast undir rannsóknir vegna áverkanna sem hann hlaut í sprengingunni. jse@frettabladid.is VIÐSKIPTASTOFNUN NÝR YFIRMAÐUR VALINN Frakk- inn Pascal Lamy hefur verið val- inn næsti framkvæmdastjóri Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lamy, sem var áður yfir- maður viðskiptamála í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, tekur við embættinu 31. ágúst næstkomandi en þá lætur Supachai Panitchpakdi, fráfar- andi framkvæmdastjóri WTO, af embætti. Kjörstjórn: Kosningar lögmætar SAMFYLKINGIN Kjörstjórn lands- fundar Samfylkingarinnar segir að kosningar í öll embætti á lands- fundinum hafi verið lögmætar og í samræmi við reglur flokksins. Í yfirlýsingu frá kjörstjórninni í gær segir meðal annars að fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar hafi staðfest að afhending kjör- gagna og kosningaeftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Kjör Ágústs Ólafs Ágústssonar í varaformannsembætti hefur vakið deilur og báru ýmsir Sam- fylkingarmenn honum á brýn að hann hefði stundað óeðlilega smölun. - jh HÆSTIRÉTTUR ÁR FYRIR MÖK VIÐ 12 ÁRA STÚLKU Rúmlega tvítugur maður var í Hæstarétti dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við tólf ára gamla stúlku á heimili sínu á Akureyri árið 2002. Maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki átt kynmök við stúlkuna sem aftur á móti sagði að hann hefði nauðgað sér. Saga stúlkunnar var studdur fram- burðum vitna en þó þótti ekki sannað að kynmökin hefðu verið þvinguð. Engu að síður er ólög- legt að hafa kynmök við börn yngri en 14 ára og skiptir engum sköpum hvort samþykki hafi verið fyrir hendi. HERMANNAVEIKI ÓBREYTT LÍÐAN Líðan mannsins sem greindist með hermanna- veiki eftir heimkomu frá Ítalíu fyrir nokkru er óbreytt, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu- deild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn er enn þungt haldinn og er haldið sofandi í öndunarvél. Góð sala mjólkurvara: Vilja meiri mjólk MJÓLK Mjólkursamlögin hafa ákveðið að hækka greiðslumark næsta verðlagsárs verulega vegna góðrar sölu mjólkurvara síðustu mánuði. Þórólfur Sveins- son, formaður Landssambands kúabænda, tel- ur skyrdrykki vega lang- þyngst í sölu- a u k n i n g u mjólkurvara. Ekki hefur verið ákveðið um hve marga lítra greiðslu- markið verð- ur aukið en það var 106 milljónir lítra á síð- asta verðlagsári. „Ég held að þetta snúist um það að ná eins mikilli mjólk og hægt er úr hverri ein- ustu kú“, segir Þórólfur, sem telur vöruþróunina í mjólkuriðnaðinum hafa heppnast geysilega vel. - sgi SPURNING DAGSINS Gu›mundur, ætli› fli› a› bíta á jaxlinn? „Okkur vefst allavega ekki tunga um tönn.“ Guðmundur Guðlaugsson er bæjar- og hafnar- stjóri í Vesturbyggð, sem hefur ákveðið að hætta að þjónusta strandflutningaskipið Jaxlinn vegna vangoldinna hafnargjalda. ÞÓRÓLFUR SVEINS- SON Skyrdrykkir vega langþyngst. UNDIR LETTNESKUM FÁNA Gideon sem sökk í fyrradag var af svipaðri stærðargráðu og Arnar- borg, sem hér sést í Reykjavíkurhöfn, en það skip var einnig gert út undir fána Lettlands. Lettneska skipið Gideon sökk á Flæmska hattinum: Skipi› gert út af Íslendingum SÍF Forsvarsmenn Iceland Seafood geta kennt sjálfum sér um að hafa tapað lögsókn sinni á hendur fjórum lykilstarfsmönnum sem sögðu upp störfum í lok síðasta árs. Þeir greiddu mönnunum engin laun frá og með miðjum janúar og er litið svo á að með því hafi ráðn- ingarsamningur við mennina fjóra verið brotinn. LEMSTRAÐUR HEIM FRÁ KABÚL Steinar Örn Magnússon sést hér við komuna á Keflavíkur- flugvöll 29. október síðastliðinn. Steinar segir að öll málmleitartæki flauti á hann á flug- völlum enda er hann ennþá með átta sprengjubrot í sér. HÆSTIRÉTTUR KYNFERÐISBROTADÓMUR STAÐ- FESTUR Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur frá því í desember yfir karl- manni á fertugsaldri sem dæmd- ur var í eins árs fangelsi fyrir að hafa áreitt þrettán ára strák kyn- ferðislega í strætóskýli og fyrir að hafa nýtt sér andlegt ástand átján ára misþroska drengs til að fá hann til kynmaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.