Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 4
Fíkniefnabrot: Ætla›i a› selja efnin DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem tekinn var með 300 grömm af amfetamíni á heimili sínu í ársbyrjun 2004. Maðurinn hafði í héraði verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að flytja efnin sjálfur inn frá Kaupmannahöfn, blanda þau og búa til sölu. Í Hæstarétti þótti ekki sannað að maðurinn hefði sjálfur smyglað efnunum til landsins en dómur héraðsdóms engu að síður staðfestur þar sem sannað þótti að hann hefði átt efnin sjálfur og ætlað sér að selja. - oá KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,54 64,84 117,86 118,44 80,94 81,40 10,87 10,94 10,09 10,15 8,80 8,85 0,60 0,60 95,81 96,39 GENGI GJALDMIÐLA 26.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,51 -0,11% 4 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Abbas sækir Bandaríkjaforseta heim í fyrsta sinn: Tíminn a› ver›a stærsti óvinurinn WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, fund- uðu í gær í Hvíta húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Abbas sækir Bandaríkjaforseta heim. Bush fagnaði þeim skrefum sem Abbas hefur stigið í lýðræð- isátt heima fyrir. „Þú hefur markað nýtt upphaf á erfiðri vegferð sem krefst hugrekkis og forystu á hverjum degi,“ sagði Bush við Palestínuleiðtogann. Abbas hét því að fylgja friðar- ferlinu en sagði jafnframt: „Tím- inn er að verða okkar stærsti óvinur. Við verðum að ljúka átök- unum áður en það er of seint.“ Ríkisstjórn Bush mun styrkja Palestínumenn beint um rúma þrjá milljarða króna og á féð að renna í húsnæðisaðstoð á Gaza- svæðinu. Talið er að fjárveiting- in muni styrkja stöðu Abbas talsvert fyrir komandi kosning- ar í Palestínu sem verða að lík- indum haldnar með haustinu. Bandaríkjaþing hefur nú þeg- ar samþykkt tæplega átján milljarða króna fjárveitingu til Palestínumanna á þessu ári og er að íhuga að styrkja þá um tæpa tíu milljarða króna til við- bótar á því næsta. Þessi nýja styrkveiting er hluti af þeirri að- stoð. ■ firjú ár fyrir tæp flrjú kíló af amfetamíni Fjórir sakborningar í Dettifossmálinu voru í gær dæmdir í Héra›sdómi Reykja- víkur. Sá sem hlaut flyngsta dóminn var dæmdur í flriggja ára fangelsi fyrir inn- flutning á rúmlega 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. DETTIFOSSMÁL Dómur féll í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær yfir fjór- um sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svo- kallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arn- ari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðr- um óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru graf- in í jörðu nærri sjómannaheimil- inu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, ann- ar skipverji á Dettifossi, aðstoð- aði Jón Arnar við að koma efnun- um fyrir í gámi í skipinu og útveg- aði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði ver- ið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af am- fetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa af- hent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyr- ir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lög- regla lagði hald á í húsleit hjá hon- um. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af am- fetamíni og tæplega 600 grömm- um af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa að- stoðað Jón Arnar við innflutning- inn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. oddur@frettabladid.is Forföll al-Zarqawi: Valdabarátta innan al-Kaída BAGDAD, AP Á vefsíðu sem al- Kaída í Írak notar gjarnan birt- ust í gærmorgun fregnir um að nýr yfirmaður samtakanna hefði verið skipaður til bráðabirgða í forföllum Abu Musab al- Zarqawi. Önn- ur tilkynning var sett á vef- inn skömmu síðar af óopin- berum blaða- fulltrúa hóps- ins þar sem fyrri fréttinni var vísað á bug. Fregnir herma að al-Zarqawi hafi særst í átökum á dögunum og staðfesti Bayan Jabar, innan- ríkisráðherra Íraks, það í gær. Því má vera að þessar mis- vísandi fréttir endurspegli valdabaráttu eða rugling innan samtakanna. ■ VEÐRIÐ Í DAG ABU MUSAB AL- ZARQAWI Sumir segja að nýr maður hafi verið skipaður í hans stað, aðrir ekki. FRÉTTAB LAÐ IÐ /AP SAMKOMULAGIÐ HANDSALAÐ Mahmoud Abbas og George W. Bush virtust ná ágætlega saman í Hvíta húsinu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Egyptar kjósa: Í skugga ofbeldis KAÍRÓ, AP Atkvæðagreiðsla fór fram í fyrradag um endurbætur á kosningalöggjöf Egyptalands og lágu úrslit þeirra fyrir í gær. Ríflega 80 prósent þeirra sem tóku þátt greiddu breytingunum atkvæði sitt. Stjórnarandstæðing- ar segja kosningarnar grín en stuðningsmenn Mubaraks forseta segja þær mikilvægt skref í lýð- ræðisátt. Ofbeldi gegn mótmæl- endum varpaði skugga á atkvæða- greiðsluna en lögreglan hefur bæði verið sökuð um þátttöku í of- beldinu og að hafa látið það sér í léttu rúmi liggja. ■ LSH: Fjölmi›lar s‡ni vir›ingu FJÖLMIÐLAR Forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss segir í tilkynn- ingu á heimasíðu Landspítalans að DV hafi sýnt sjúklingi, sem dvel- ur á sjúkrahúsinu, og fjölskyldu hans gróft virðingarleysi með myndbirtingu og nafngreiningu á honum. Maðurinn sem hefur greinst með hermannaveiki ligg- ur á gjörgæslu sjúkrahússins og birti DV mynd af honum á forsíðu blaðsins í gær. Spítalinn segist gera þá kröfu að fjölmiðlar sýni sjúklingum nærgætni og virð- ingu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P MÓTMÆLI Í EGYPTALANDI Stuðningsmenn Egyptalandsforseta ganga í skrokk á einum mótmælanda. VIÐ AÐALMEÐFERÐ Sakborningar koma sér fyrir í dómssal við aðalmeðferð eins anga Dettifossmálsins. Dæmt var í málinu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.