Fréttablaðið - 27.05.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 27.05.2005, Síða 6
6 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Könnunarviðræður vegna Reykjavíkurlista: Flokksmenn s‡na vö›va og tennur REYKJAVÍKURLISTI Fulltrúar flokk- anna þriggja sem koma að Reykjavíkurlistanum funduðu í gær um framtíð samstarfsins. Sverrir Jakobsson, einn full- trúi Vinstri-grænna í viðræðun- um, segist vonast eftir niður- stöðu sem fyrst. „Við í Vinstri- grænum í Reykjavík höldum al- mennan félagsfund á sunnudag- inn og þá verður rætt hvort áhugi sé fyrir því að halda sam- starfinu áfram,“ segir Sverrir. Hann segir almenna samstöðu innan flokkanna þriggja um að óháðir geti ekki tekið þátt í slík- um viðræðum og þar með ekki á framboðslistanum ef af sam- starfi flokkanna verður. Ef sú verður niðurstaðan er ljóst að borgarfulltrúinn Dagur B. Egg- ertsson þarf að ganga í einhvern hinna þriggja flokka ætli hann sér að taka sæti á Reykjavíkur- listanum. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, segir góð- an gang í viðræðunum. „Sam- fylkingin er að sýna vöðvana og Vinstri-grænir hafa verið að sýna tennurnar í sínum málum. Þetta er einhvers konar sálfræði- legt spil,“ segir Þorlákur. - hb Tillögur fjármálaráðherra um endurskoðun vaxtabótakerfis: Samtök atvinnulífs vilja lækkun VAXTABÆTUR Skiptar skoðanir eru um tillögur Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra um að til greina komi að endurskoða vaxtabóta- kerfið hér á landi. Yfirlýsingar ráðherrans koma í kjölfarið á skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD um að draga beri úr útgjöldum hins op- inbera vegna vaxtabóta. Samtök atvinnulífsins fagna tillögunum í ályktun á heimasíðu sinni og telja að þensla á fast- eignamarkaði sé drifkraftur verðbólgunnar og lækkun vaxta- bóta sé mikilvæg aðgerð í við- námi gegn verðbólgu. Samtökin segja vaxtabótakerfið ýta undir skuldasöfnun og sé ómarkvisst. Jóhanna Sigurðardóttir, alþing- ismaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að vaxtabætur hafi á þessu og síðasta ári verið skertar um 900 milljónir króna. Hún segir að milli fimmtíu til sex- tíu þúsund einstaklingar hafi fjár- magnað kaup á íbúðahúsnæði með lánum sem byggja á greiðsluáætl- unum út frá vaxtabótum og verið sé að setja greiðsluáætlanir þeirra úr skorðum. - hb Eyjaborgin Reykjavík Sjálfstæ›ismenn vilja allt a› 350 hektara uppfyllingu vi› sundin, me›al annars frá Örfirisey út í Akurey. Einnig er gert rá› fyrir bygg› í Vi›ey og Engey. Hug- myndin gerir rá› fyrir n‡rri bygg› fyrir 30 flúsund íbúa á eyjunum vi› sundin. ÁRÉTTING EKKI GEGN ÁLVERI Vegna fréttar Fréttablaðsins í gær skal það áréttað að þar talaði Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi ekki gegn álveri heldur benti einvörðungu á þá staðreynd að margir mögu- leikar væru í stöðunni. Skilja mátti fyrirsögn fréttarinnar á þá leið að hann tæki að einhverju leyti undir málflutning Vinstri- grænna í málinu og væri andvíg- ur álveri í Helguvík. Svo er ekki. AUSTUR-KONGÓ 26 SAKNAÐ EFTIR FLUGSLYS Flugvél fórst í austurhluta Austur-Kongó í fyrradag en 26 manns voru innanborðs. Flest- ir farþeganna eru austur- kongóskir en fimm Rússar og Úkraínumenn voru auk þess um borð. Ekkert er vitað um afdrif farþeganna en slysstað- urinn er á frumskógasvæði þar sem uppreisnarmenn hafa hreiðrað um sig. REYKJAVÍK „Í dag er eitt ár til borg- arstjórnarkosninga. Þetta er fram- tíðarsýnin sem við ætlum að kynna höfuðborgarbúum, meðal annars á stóru íbúaþingi í næsta mánuði,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann segir að þannig gefist íbúum kostur á að koma með at- hugasemdir og tillögur. Meginhugmynd sjálfstæðis- manna er að í stað þess að brjóta land undir byggð í nágrenni Reykjavíkur verði áhersla lögð á nýja byggð í Geldinganesi og í vest- urhluta borgarinnar. Þar verði ráð- ist í allt að 350 hektara uppfyllingar milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í átt að Engey. Með þessu yrði skapað landrými og lóð- ir fyrir 30 þúsund íbúa, einkum á eyjunum við sundin. „Við teljum að þessar landfyllingar séu sam- keppnishæfar við hið nýja upp- sprengda lóðaverð og gott betur,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ekki að uppbygging á austanverðri Við- ey fari gegn umhverfissjónarmið- um. „Okkar hugmyndir um vist- væna byggð í Viðey eru varkárar. Við teljum að vel megi koma þar fyrir fjölskylduvænni og lágreistri byggð. Íbúar í Viðey voru eitt sinn um tvö hundruð og við erum aðeins að tala um austasta hluta eyjunnar.“ Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins vill ráðast í fyrsta áfanga Sundabrautar strax, en heildarkostnaður er vart talinn vera undir 17 milljörðum króna. Rík áhersla er lögð á greiða leið frá austri til vesturs um Miklubraut, meðal annars með mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson seg- ist vilja bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. „En áður verðum við að fara vel yfir valkost- ina til þess að unnt sé að taka upp- lýsta og stefnumarkandi ákvörðun. Forsendur þurfa að vera skýrar sem og spurningarnar. Ég held að allir geri sér ljóst að flugvöllurinn fer á endanum úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki séð að það verði gert með því að leggja niður eina braut og aðra síðar. En fari völlurinn er mikilvægt að nýr völlur verði á Reykjavíkursvæðinu,“ segir Vilhjálmur. johannh@frettabladid.is Eigum vi› a› byggja fleiri álver á Íslandi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Notfærir flú flér yfirdráttarlán? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 63,32% 36,68% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN SVERRIR JAKOBSSON Vinstri-grænir munu taka ákvörðun um framhald Reykjavíkurlistans á sunnudag. Nýr dagur: Slapp vi› sekt DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra ógilti fjárnám Bíla- stæðasjóðs Akureyrar í bíl fyrir- tækisins Nýr dagur sem gert var vegna þess að fyrirtækið neitaði að borga stöðumælasekt fyrir að hafa lagt ólöglega. Í dómnum kemur fram að stöðumælasektin hafi ekki verið fyllt rétt út og var þar skírskotað til vitlausra laga á innheimtu- seðlinum sem Nýr dagur fékk afhentan. Einnig tókst verjanda bílastæðasjóðsins ekki að sýna fram á að bílnum hefði í raun verið lagt ólöglega. Fjárnámið var því ógilt og Bílastæðasjóði Akureyrar gert að borga Nýjum degi 100 þúsund krónur í málskostnað. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Telur greiðsluáætlanir fimmtíu til sextíu þúsund einstaklinga settar úr skorðum. SJÁLFSTÆÐISMENN GERA RÁÐ FYRIR UMFANGSMIKILLI LANDFYLLINGU Í FRAMTÍÐAR- HUGMYNDUM SÍNUM „Þegar hefur landrými Reykjavíkurborgar verið aukið um 240 hekt- ara með landfyllingu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ÞETTA VILJA SJÁLFSTÆÐIMENN: Byggð fyrir 30 þúsund manns á eyjun- um við sundin. Uppbyggingu í 101, hjarta borgarinnar. Sundabraut strax með sérstakri fjár- mögnun. Hverfatorg sem miðpunkt viðburða og samvista. Byggð á austurhluta Viðeyjar. Græna leið í gegnum borgina. Bindandi atkvæðagreiðslu um flugvöll- inn. Greiða leið um Miklubraut frá austri til vesturs. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON „Við viljum auka lífsgæðin í borginni og hugsum stórt með því að setja fram hugmyndir um verulega fjölgun íbúa í vesturhluta borgarinnar.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.