Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða fótboltalið vann MeistaradeildEvrópu? 2Hver er stjórnarformaður OrkuveituReykjavíkur? 3Verk hvaða listamanns prýðir forsíðuSímaskrárinnar? SVÖRIN ERU Á BLS. 50 VEISTU SVARIÐ? 8 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR HLEYPUR Á SNÆRIÐ Það hljóp heldur betur á snærið hjá Tim Pruitt, frá Alton í Illinois, á sunnudaginn þegar 124 punda leirgedda beit á öngulinn hjá honum í Mississippi-fljótinu. Þetta er að líkindum stærsta gedda sem sögur fara af enda tók það Pruitt tæpa klukku- stund að draga fiskinn inn. Getnaðarvarnarpillan: Dregur úr kynhvötinni VÍSINDI Ný rannsókn vísindamanna við Boston-háskóla í Bandaríkjun- um bendir til þess að getnaðar- varnarpillan geti dregið varanlega úr kynhvöt kvenna. Sagt var frá rannsókninni í breska blaðinu Daily Mail í gær en í henni voru 125 konur athugaðar. Kom í ljós að í lík- ama þeirra kvenna sem voru á pill- unni var mun hærra hlutfall af sér- stöku prótíni sem dregur úr virkni testósteróns í líkamanum en þeirra sem ekki nota þessa tegund getnað- arvarna en testósterón stjórnar kynhvöt bæði karla og kvenna. Töldu formælendur rannsóknarinn- ar líklegt að binding hormónsins væri óafturkræf. ■ ... gOÐur MeÐ GrIlLmAtnum E N N E M M / S ÍA / N M 16 4 3 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P PILLAN Actavis undir væntingum Uppgjöri› í takt vi› væntingar forstjórans sem sér fram á mikinn vöxt á flessu ári. Hagna›urinn var 11,1 milljón evra e›a 900 milljónir króna. VIÐSKIPTI Actavis Group skilaði 11,1 milljón evra í hagnað á fyrsta ársfjórðungi sem gerir 900 millj- ónir króna. Það er verri afkoma en spáð hafði verið. Rekstrartekj- ur voru um 101 milljón evra en greiningaraðilar spáðu því að þær yrðu um 110 milljónir evra. Af- koman er einnig slakari en á sama tímabili í fyrra þegar félagið hagnaðist um 21,8 milljónir evra. Þess ber þó að geta að fyrsti árs- fjórðungurinn í fyrra var óvenju góður þegar lyfið Ramipril var sett á markað. Gengi hlutabréfa í Actavis lækkaði um 4,5 prósent eftir birt- ingu uppgjörsins. Gerðist það á síðustu tuttugu mínútunum fyrir lokun markaðarins. Félagið hefur lækkað um níu prósent í vikunni eftir að hafa hækkað mikið í kjöl- far kaupanna á bandaríska lyfja- fyrirtækinu Amide í síðustu viku. „Uppgjörið er í takt við okkar væntingar, sem er jákvætt, en klárlega undir væntingum mark- aðarins,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Árið hefur far- ið vel af stað. Við erum að sjá gríðarlegan vöxt í okkar vöru- merkjum og innri vöxtur er um fjórtán prósent. Við höfum sett okkur markmið að vera með 26 prósenta framlegð og ég er nokk- uð klár og sannfærður um að það náist,“ segir Róbert. Hann segir að fyrsti árshlutinn verði lakast- ur, strax á þessum ársfjórðungi verði reksturinn betri og styrkist frekar þegar á árið líður. Stærsta viðskiptalandið er Tyrkland þar sem fimmtungur sölunnar á sér stað. Þýskaland kemur svo næst en vægi þess hef- ur farið nokkuð minnkandi. Acta- vis stefnir á að setja 60 lyf á markað á þessu ári en um 140 lyf eru í þróunar- og skráningarferli. - eþa Bobby Fischer í opinberu slembiskákeinvígi: Heimsvi›bur›ur í undirbúningi SKÁKEINVÍGI Unnið er að því að koma á skákeinvígi á Íslandi síðar á árinu þar sem Bobby Fischer myndi tefla opinberlega í fyrsta sinn síðan 1992. Bandarískur auð- kýfingur, Alex Títomírov, er reiðubúinn að leggja fram stórar fjárhæðir í verðlaunafé. Títomírov kom til Íslands í fyrradag í fylgd með Boris Spasskí og franska stórmeistaran- um Joel Lautier til viðræðna við Fischer og stuðningsmenn hans. Hittust þeir á fundi í fyrrakvöld og aftur í gær áður en Títomírov og Spasskí héldu af landi brott. Að sögn Einars S. Einarssonar, eins stuðningsmanna Fischers, er hugmyndin sú að reyna að koma á einvígi milli Fischers og einhvers öflugs skákmeistara, hér á Íslandi síðar á árinu. Tefld yrði slembi- skák að kröfu Fischers en óvíst er hver andstæðingur hans yrði en ekki útilokað að það verði Spasskí. Fishers var ekki reiðubúinn að skrifa undir neina yfirlýsingu að þessu sinni en ætlar að hugsa mál- ið. Þeir Títomírov og Spasskí koma aftur til Íslands eftir tvær til þrjár vikur. - ssal BOBBY FISCHER Unnið er að því að fá Fischer aftur að skákborðinu í haust. RÓBERT WESSMAN FORSTJÓRI ACTAVIS Forstjóri Actavis segir uppgjörið vera í takt við sín- ar væntingar en bankarnir eru ekki á sama máli. SPÁR OG AFKOMA ACTAVIS GROUP (Í MILLJÓNUM EVRA) Hagnaður 11,1 Spá Íslandsbanka 15,2 Spá KB banka 13,8 Spá Landsbanka 16,9 Meðaltalsspá 1 5,3 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Deilur ættingja nóbelskáldsins við Hannes Hólmstein: Berlingske Tidende gerir málinu skil FJÖLMIÐLAR Danska dagblaðið Berl- ingske Tidende birti í gær alllanga frétt um málaferli ættingja Hall- dórs Laxness gegn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni og þeim deilum sem ævisaga Hannesar um skáldið hefur vakið. Berlingske segir deilurnar vera um það bil að ná hámarki með dómsmálinu sem ættingjar Lax- ness hafi höfðað gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir rit- stuld. Blaðið segir deilurnar snúast um það hvort „hinn þekkti íslenski prófessor“ hafi gerst sekur um rit- stuld, en jafnframt sé þetta deila um eftirmæli hins þekkta rithöf- undar. „Hafði sósíalistinn Laxness skítlegt eðli, líkt og hinn borgara- lega þenkjandi Hannes Hólmsteinn heldur fram? Eða eru neikvæðu sögurnar sem hann hefur grafið upp liður í nornaveiðum frá hægri?“ Í greininni er jafnframt spurt: „Er íslenski nóbelsverðlaunahaf- inn og sósíalistinn Halldór Kiljan Laxness orðinn fórnarlamb norna- veiða sjö árum eftir dauða sinn? Eða eru það hægri- sinnaðir gagn- rýnendur hans sem eru fórnar- lömbin?“ Greinina má finnaá www.berl- ingske.dk -grs HALLDÓR LAXNESS Sameinuðu þjóðirnar: Svíar brjóta mannréttindi SVÍÞJÓÐ Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum hefur úrskurðað að Svíum sé óheimilt að vísa manni frá Azerbadjan og fjölskyldu hans úr landi eins og sænsk stjórnvöld hafa ákveðið. Ástæðan er sú að víst þykir að öryggi mannsins og fjöl- skyldu hans verði ekki tryggt, verði þau send heim aftur. Þykir þessi úrskurður nefndar- innar nokkuð áfall fyrir Svía, sér- staklega í ljósi þess að ekki er langt síðan nefndin komst að þeirri niður- stöðu að Svíar hefðu brotið gegn mannréttindum tveggja Egypta árið 2001 sem vísað var úr landi á grund- velli grunsemda um hryðjuverka- starfsemi. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.