Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 10
Dómsmál: Leikfélagi› s‡kna› DÓMSMÁL Leikfélag Akureyrar hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi leikara félagsins um vangoldin laun vegna ólögmætrar uppsagnar. Leikaranum var sagt upp störfum eftir að hann neitaði að taka þátt í sýningunni „Uppi- stand um jafnréttismat“ sam- visku sinnar vegna. Vildi hann meina að ekki hefði verið staðið rétt að uppsögninni og gerði kröfu á hendur leikfélaginu um nær milljón krónur vegna van- goldinna launa. Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði leik- félagið af kröfunum, felldi niður allan málskostnað og mat upp- sögnina lögmæta. - oá Í SVEITA SÍNS ANDLITS Sakis Vasilopoulous, bóndi á Pelópsskag- anum í Grikklandi, hugði að tómataakri sínum af stakri kostgæfni í gær. 10 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Fuglaflensuveiran í vatnafuglum hér: Hverfandi líkur á a› fólk smitist HEILBRIGÐISMÁL Það þarf náið sam- neyti við fugla sem eru með veiruna í sér, mikla útsetningu og mikið magn af henni til að menn veikist. Fuglarnir bera hana í slími í öndunarvegi og skilja hana út með saur. Mjög litlar líkur eru tald- ar á því að hún geti borist í fólk, þótt hún sé til staðar í vatnafuglum hér. Þetta segir Þórólfur Guðnason læknir, sem starfar hjá embætti sóttvarnalæknis. Spurður um nýtt bóluefni gegn flensunni sem Kínverjar segjast hafa fundið upp segir Þórólfur að það eigi eftir að koma í ljós hvort þær fullyrðingar standist. Engin bóluefni séu 100 prósent virk. „Það er alveg eins viðbúið að komi upp nýr stofn veirunnar við stökkbreytingu, sem fari að smit- ast á milli manna, verði bóluefnið ekki eins virkt og menn vilja að það verði. En það gæti dregið úr sýkingum og mildað einkennin all- verulega. Það færi allt eftir því hversu ólíkur hinn stökkbreytti stofn yrði hinum, hvað hann breytti sér mikið og hvernig hann breytti sér. Þetta er einfaldlega ekki vitað enn sem komið er.“ - jss Herör skorin upp gegn uppreisnarmönnum: Fjörutíu flúsund hermenn umkringja Bagdad BAGDAD, AP Íraska ríkisstjórnin til- kynnti í gær að hún hygðist skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu. Að minnsta kosti fimmtán Írakar dóu í árásum gærdagsins. Síðastliðinn mánuð hafa yfir 620 manns fallið í árásum í Írak og því þarf ekki að koma á óvart að ríkis- stjórn al-Jaafari sé búin að fá nóg. Í gær tilkynntu Bayan Jabr innanrík- isráðherra og Saadoun al-Duleimi varnarmálaráðherra að 40.000 íraskir hermenn myndu umkringja Bagdad frá og með næstu viku og þjarma að uppreisnarmönnum. Á næstu mánuðum verður efnt til slíkra aðgerða víðar um landið. „Frá og með næstu viku verður mynduð sterk og þétt keðja um höf- uðborgina, svipað og armband á úlnlið. Enginn mun geta slitið þessa keðju,“ sagði al-Duleimi við frétta- menn í gær. Hann bætti við að 675 varðstöðvar yrðu settar upp um- hverfis borgina. Þetta er stærsta aðgerð íraska hersins síðan ráðist var inn í landið í mars 2003. Í það minnsta 15 Írakar týndu lífi í árásum víða um landið í gær. Þar á meðal var lítil telpa sem varð fyrir skothríð í átökum uppreisnar- manna við bandaríska hermenn í bænum Tal Afar í norðurhluta landsins. ■ Ver›i ekki brug›ist strax vi› er vo›inn vís Í sta› fless a› breg›ast vi› fuglaflensuvánni hafa rá›amenn í heiminum sofi› á ver›inum. Áætlanir um útbrei›slu veikinnar eru í besta falli bjarts‡nar. fietta er mat vísindaritsins Nature sem kom út í gær. FUGLAFLENSA Að mati leiðandi vís- indamanna er fuglaflensan komin á fremsta hlunn með að verða að heimsfaraldri og verði ekki gripið til markvissra aðgerða er voðinn vís. Kínverjar segjast hafa þróað nýtt bóluefni fyrir fugla og menn en Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin WHO tekur þeim tíðindum varlega. Nýjasta hefti vísindaritsins Nature sem út kom í gær er helg- að fuglaflensunni. Þar vara grein- arhöfundar við að H5N1-veiran sé smám saman að taka breytingum og verða skæðari. Dæmi um það sé fundur 519 sýktra gæsahræja í Kína um síðustu helgi. Vísinda- menn óttast helst að bráðum geti veiran smitast á milli manna og þá er voðinn vís. WHO gerir ráð fyrir að aðeins muni taka veiruna nokkra mánuði að breiðast út um heiminn og á þeim tíma verði að leggja þrjátíu milljónir manna á sjúkrahús. Af þeim muni 7,5 m i l l j ó n i r deyja. Albert O s t e r h a u s , prófessor við E r a s m u s - stofnunina í læknavísind- um í Rotter- dam, segir í grein sinni í Nature að mat WHO „sé á meðal bjartsýnustu spáa um hver þróun faraldursins verður.“ Hann hvetur til að sett verði á fót sér- stök aðgerðasveit færustu vís- indamanna heims sem fái það verkefni að stilla saman strengi stjórnvalda víða um heim. Leiðarahöfundur Nature tekur í svipaðan streng og bendir á að ef faraldur hefst innan skamms verði ekki til nægt bóluefni í heiminum fyrr en eftir hálft ár eins og staðan er í dag. Þá er hins vegar orðið of seint að bólusetja. Því sé forgangs- atriði að koma í veg fyrir að veikin nái að breiðast út með því að upp- ræta hana á meðan hún er enn að mestu bundin við fugla. Í gær lýstu Kínverjar því yfir að enginn hefði smitast af far- fuglunum 519 sem fundust dauðir í Qinghai-héraði um helg- ina. Þá hermir Xinhua-frétta- stofan að kínverskir vísinda- menn hafi þróað bóluefni sem á að geta komið algjörlega í veg fyrir fuglaflensusmit í fuglum og spendýrum. Embættismenn hjá WHO taka fréttunum hins vegar með varúð og segja að efnið hafi að líkindum aðeins verið prófað á fuglum, ekki spendýrum. Því sé of snemmt að segja til um gagnsemi þess fyrir mannfólkið sveinng@frettabladid.is Úrhellisrigning: Gáttir himins galopnu›ust SAO PAOLO, AP Gríðarleg úrkoma var í suðurhluta Brasilíu í vikunni og myndaðist mikill vatnselgur af þeim sökum. Í Sao Paolo-héraði týndu fimm manns lífi í flóðum og aurskrið- um, þar á meðal tvö börn sem dóu þegar skriða féll á heimili þeirra. Í sjálfri Sao Paolo borg fór allt úr skorðum vegna flóðanna enda voru göturnar líkastar síkjum. Svo miklar rigningar hafa ekki verið á þessu svæði í 22 ár en sól- arhringsúrkoman var 114 milli- metrar. Til samanburðar þá er meðalársúrkoma í Reykjavík um 800 millimetrar. ■ Evrópuþingið: Vantrausts- tillaga felld EVRÓPUSAMBANDIÐ Vantrauststil- laga hægrisinnaðra Evrópuþing- manna á Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var felld með yfirgnæfandi meirihluta í at- kvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í gær. Tillagan var lögð fram aðeins fjórum dögum áður en Frakkar greiða atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Tilefni vantraustsins var ferðalag sem Barroso fór í síðast- liðið sumar á lystisnekkju gríska skipakóngsins Spiros Latsis en þingmönnunum þóttu tengsl for- setans við auðkýfinginn orka tví- mælis. ■ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 3 2 ALLT Á FLOTI Íbúar Sao Paolo beittu ýms- um brögðum til að komast leiðar sinnar. M YN D /A P M YN D /A P ALBERT OSTERHAUS Segir áætlanir WHO um mannfall af völd- um fuglaflensunnar afar varfærnar. FUGLAR SÓTTHREINSAÐIR Kínverjar hafa lýst því yfir að ekkert bendi til að smit hafi borist í menn úr farfuglahræjunum sem fundust í Qinghai-héraði um helgina. Þá kveðast þeir hafa uppgötvað nýtt bóluefni en WHO tekur þeim fregnum með varúð. M YN D /A P INDÓNESÍA FRIÐARVIÐRÆÐUR Í FINNLANDI Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn frá Aceh-hér- aði tóku upp viðræður á nýjan leik í Helsinki í gær en Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, boðaði til þeirra. Aceh-hérað varð illa úti í flóð- bylgjunni miklu á annan dag jóla en margir íbúar þess vilja að héraðið verði sjálfstætt ríki. VATNAFUGLAR Ekki eru taldar miklar líkur á að fuglaflensuveiran berist í mannfólk hér þótt hún sé í vatnafuglum. VÍGREIFIR RÁÐHERRAR Bayan Jabr og Saadoun al-Duleimi eru sannfærðir um að aðgerðir þeirra muni skila árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.