Fréttablaðið - 27.05.2005, Side 12

Fréttablaðið - 27.05.2005, Side 12
27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Umboðsmaður Alþingis: Rá›herra endursko›i gjaldskrá UMBOÐSMAÐUR Umboðsmaður Alþingis hefur í úrskurði sínum beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að endur- skoða gjaldskrá fyrir Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í máli sem umboðsmaður hefur tekið til meðferðar kvart- aði maður yfir úrskurði menntamálaráðherra þar sem staðfest var ákvörðun Sam- skiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskertra um að synja beiðni hans um túlkaþjón- ustu án endurgjalds fyrir hús- fund í fjöleignarhúsi þar sem hann á íbúð. Taldi maðurinn að hann ætti rétt til þessarar þjón- ustu án endurgjalds á grund- velli laga um sammskiptamið- stöðina. Umboðsmaður telur að við setningu gildandi laga hefði einungis verið ætlunin að gjald- taka tæki til hluta þeirrar þjón- ustu sem samskiptamiðstöðin veitti og að ekki yrði um gjald- töku að ræða vegna þjónustu sem veitt væri heyrnarlausum og heyrnarskertum. - jss BARÁTTA Heyrnarlausir hafa lengið barist fyrir réttindum sínum. fiurrkar koma í veg fyrir gró›ursetningu Ekki er hægt a› hefja gró›ursetningu í Hei›mörk vegna langvarandi flurrka. Fyrir- huga› er a› setja ni›ur á anna› hundra› flúsund trjáplöntur, en fla› verk getur ekki hafist fyrr en jör›in hefur fengi› gó›a vætu. Plöntur frá flví í fyrra eru í hættu. 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: KÍKTU Á WWW.BTNET.IS OPNUM KLUKKAN VIÐ MUNUM SKEMMTA ÞÉR! 00:00 SKÓGRÆKT Um 15 þúsund skógar-plöntur bíða nú rigningar í Heið-mörk, svo hægt verði að setja þærniður, að sögn Ólafs Erlings Ólafs- sonar skógarvarðar á svæðinu. Eftir helgina koma rúmlega 100 þúsund plöntur til viðbótar. Þá kem- ur líka fyrsti vinnuhópurinn, 20 manns, á mánudag. Ætlunin var að fara að setja niður plöntur af full- um krafti, en útilokað er að hefja gróðursetningu nú því jarðvegur- inn er orðinn svo þurr eftir langvarandi þurrkatíð, að sögn Ólafs. „Þrír hópar sjá um gróðursetn- inguna fyrir okkur í sumar, svo og göngustígagerð á svæðinu“ sagði hann. „Það eru veraldarvinir, ung- lingavinna Landsvirkjunar og Vinnuskóli Reykjavíkur, samtals 160 manns þegar flest verður. Yfirstandandi þurrkatíð veldur því að það er ekki hægt að hefja gróðursetningu. Ef sett er niður planta, þá þornar hún um leið þótt hún hafi verið rennandi blaut. Jarð- vegurinn er orðinn alveg skrauf- þurr niður á 10-15 sentímetra dýpt. Við verðum bara að vökva plönt- urnar og láta huga að göngustíga- gerð meðan tíðin er svona.“ Þær 15 þúsund plöntur sem bíða gróðursetningar nú eru birkiplönt- ur. Fyrirhugað er að setja einnig niður greni og furu í Heiðmörkinni í sumar. Ólafur sagði vel merkjanlegt hve slæm áhrif veðráttan hefði haft á gróðurinn í Heiðmörk í vor. Aspirnar væru „gular og ljótar“ og gróðurinn væri almennt mun seinni til heldur en venjulega. „Í svona þurri norðanátt er lítill hiti í loftinu á daginn og nánast frost á nóttunni,“ sagði Ólafur. „Það sést mikill munur á birkinu niðri við Elliðavatn og uppi í Heiðmörk- inni, hvað gróðurinn sem stendur lægra er kominn miklu betur áleið- is. Það gæti farið svo að smáplönt- urnar sem settar voru niður í Heið- mörkinni í fyrra drepist í svona þurrkum. Við gróðursettum um 115 þúsund plöntur á síðasta ári. Þær virðast sleppa enn sem komið er, en svona veðurfar þola þær ekki til lengdar.“ jss@frettabladid.is SKÓGARVÖRÐURINN Ólafur Erling Ólafsson, skógarvörður í Heiðmörk, við plöntubakkana. Ekki er hægt að setja plönturnar niður vegna þurrka. Um 15 þúsund bíða nú gróðursetn- ingar og eftir helgina bætast svo rúmlega 100 þúsund plöntur við.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.