Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 16
16 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Völlurinn skalf í fagna›arlátunum Þing- og forsetakosningar í Póllandi í haust: Eineggja tvíburar til valda Íslendingar sem voru á vellinum í Istanbúl segj- ast aldrei hafa upplifað aðra eins stemmningu og þá sem myndaðist þegar Liverpool og AC Milan áttust við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Íslenskir Liverpool-aðdáendur upplifðu ótrúlega stemmningu á Atatürk-vellinum í Istanbul í fyrrakvöld, þegar úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram, en þar lagði Liverpool AC Milan eftir vítaspyrnukeppni. Torfi Jóhannsson, 28 ára gam- all Ísfirðingur, sagði erfitt að lýsa því sem fyrir augu bar. „Það var ólýsanleg stemning á vellin- um, sérstaklega þegar Xabi Alonso jafnaði leikinn, þá skalf allur völlurinn vegna fagnaðar- látanna. Menn sem þekktust ekk- ert föðmuðust og hoppuðu eins og brjálæðingar,“ sagði Torfi, sem var ennþá að ná sér eftir fagnaðarlæti gærkvöldsins. Ritari Liverpool-klúbbsins á Íslandi, Jón Óli Ólafsson, var einnig á leiknum og sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. „Í hálfleik var ég nú ekkert glaður, enda AC Milan 3-0 yfir, en sem betur fer breyttist það nú. Það sem gerðist þegar Dudek varði frá Shevchenko var algjörlega ólýsanlegt,“ sagði Jón Óli og vitnaði þar til markvörslunnar sem tryggði Liverpool sigurinn. Tugir Íslendinga voru á leikn- um og mátti sjá íslenska fánann á áhorfendapöllunum í gær. Þannig fögnuðu Liverpool-aðdá- endur á Players innilega þegar sást glitta í fánann á sjónvarps- skjánum. Liverpool á sér stóran hóp að- dáenda á Íslandi, en meðlimir í íslenskum aðdáendaklúbbi fé- lagsins eru um 1500 talsins. Hall- grímur Indriðason, varaformað- ur klúbbsins, segir starfsemi klúbbsins blómlega. „Það eru þrjár stoðir í starfsemi klúbbs- ins. Við gefum út stórt tímarit, Rauða herinn, fjórum sinnum á ári, síðan höldum við úti vefnum Liverpool.is og skipuleggjum ferðir á Anfield Road fyrir klúbbsmeðlimi yfir keppnistíma- bilið. Ferðunum á örugglega eftir að fjölga í kjölfar þeirrar ótrúlegu stemmningar sem myndaðist á úrslitaleiknum,“ sagði Hallgrímur. magnush@frettabladid.is Í Póllandi fara fram þingkosning- ar í september og forsetakosning- ar í október. Og nú þegar bendir allt til að tvíburarnir Jaroslaw og Lech Kaczynski muni sem fulltrú- ar stjórnmálaflokksins „Réttur og réttlæti“ verða meðal sigurveg- ara beggja kosninga, að því er þýska vikuritið Der Spiegel grein- ir frá. Lech, sem er nú borgarstjóri Varsjár, er um þessar mundir sá þeirra sem vitað er að verði í framboði í forsetakosningunum sem langmests fylgis nýtur í skoð- anakönnunum. Bróðir hans, Jaroslaw, hefur sem þingmaður einnig aflað sér mikils persónufylgis, ekki síst með harðri gagnrýni á ráðamenn í Rússlandi sem um þessar mundir er mjög til vinsælda fallið meðal pólskra kjósenda. Fari svo að þær vinsældir sem bræðurnir njóta nú skili sér í kjör- fylgi í haust er vel hugsanlegt að Lech verði forseti en Jaroslaw forsætisráðherra. Út á við kynni það að valda nokkrum ruglingi – tvíburarnir eru eineggja og því nær ógerlegt að þekkja þá í sund- ur. - aa UM ÞRJÚ PRÓSENT GRUNNSKÓLA- NEMENDA HAFA ANNAÐ MÓÐUR- MÁL EN ÍSLENSKU. PÓLSKA ER AL- GENGASTA ERLENDA MÓÐURMÁLIÐ Í GRUNNSKÓLUM. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis- ráðherra fær lítið frí í sumar. Unnið er að mörgum stórum verkefnum í um- hverfisráðuneytinu, sérstaklega þeim sem snúa að náttúruvernd, en áform- að er að stofna stóran Vatnajökuls- þjóðgarð sem nær norður fyrir jökul- inn til sjávar. Einnig er unnið að skýrslu vegna Kyoto-bókunarinnar sem skilað verður fyrir áramót og sér Sig- ríður ekki fram á annað en að Íslend- ingum takist að standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við erum einnig að fara yfir stefnuna um sjálfbæra þróun,“ segir Sigríður en hún fjallar um það að landinu sé skil- að til afkomenda í ekki verra ástandi en tekið var við því og helst betra. Í haust verður haldið umhverfisþing þar sem þessi mál verða til umfjöll- unar. Lífið er þó ekki eintóm vinna hjá Sigríði. Síðla í ágúst ætla hún og maður hennar að gifta yngstu dóttur sína og af því tilefni koma eldri dætur þeirra tvær í heim- sókn með fjölskyldur sínar frá Noregi og Þýskalandi. Sigríður hlakkar mikið til þess en einnig mun hún reyna að heimsækja móður sína norður á Siglufjörð í sumar. „Eflaust reyni ég að skjót- ast um helgar í sumarbústaðinn okkar á Snæfellsnesi,“ segir Sigríður sem verður með annan fótinn á erlendri grund í sumar á ýmsum fundum á vegum um- hverfisráðuneytisins. Giftir dóttur sína í sumar HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Mikið er skeggrætt þessa dagana um hvort Reykjavíkurlistinn eigi að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum á næsta ári, eða hvort flokkarnir sem standa að kosningabandalaginu eigi að bjóða sig fram undir eigin merkjum. „Þar sem ég bý í Hafnarfirði hef ég ekki sterka skoðun á þessu, en almennt séð er ég á því að flokkarnir eigi að bjóða fram hver fyrir sig,“ segir Valdimar Hall- dórsson viðskiptafræðingur. Valdimar finnst vera farið að örla á þreytu í sam- starfinu og telur að Reykjavíkurlistinn hafi ekki staðið sig nógu vel í að tryggja framboð á lóðum. „Ég held að það sé líka kominn tími á nýjan meirihluta. Eng- um er hollt að sitja of lengi við völd og breytingar á meirihlutanum gætu verið kærkomið tækifæri fyrir alla til að stokka upp spilin og endurmeta stöðuna.“ Valdimar telur þó að sjálfstæðismenn eigi við ramman reip að draga ætli þeir að komast í meirihluta. „Ég hugsa að þeir verði að gera breytingar á listanum og hver veit nema Gísli Marteinn sé von- arstjarnan sem þeir þurfa á að halda.“ VALDIMAR HALLDÓRSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Komin flreyta í samstarfi› Á R-LISTINN AÐ HALDA ÁFRAM? SJÓNARHÓLL Fegurðardrottningin Margrét Elíza borin út af sýslumanni: Sögð vera leigjendur frá helvíti – hefur þú séð DV í dag? Hundaskítur og hland um alla íbúð Vestfjarðavíkingurinn: Aftur til upprunans Vestfjarðavíkingurinn snýr aftur til upprunans í ár þegar þessi árlega aflraunakeppni verður haldin á sunnanverðum Vestfjörðum, í B a r ð a s t r a n d a r - sýslu þar sem hún var haldin fyrstu árin. Þar sem sjón- varpað var frá leik- unum var ákveðið að hrókera stað- setningum hverju sinni til tilbreyt- ingar. Upphafsmaður keppninnar og skipuleggjandi hennar, Guðmundur Otri Sigurðsson, er fæddur og upp- alinn á suðurhluta Vestfjarða- kjálkans. Hann fékk hugmyndina að keppninni sem leið til að auka ferða- mannastraum á þetta svæði. Það hefur tekist vel að hans sögn enda hafa þættirnir verið sýndir víða um heim. „Það héldu allir að ég væri geðveikur,“ segir hann um það þeg- ar hann kynnti hugmyndina að Vest- fjarðavíkingnum fyrst, en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1993. Magnús Ver Magnússon hefur hreppt titil Vestfjarðavíkingsins síðustu fimm árin. Hann verður einnig með þegar keppnin hefst á Reykhólum 23. júní. Guðmundur vill ekki vera með yfirlýsingar um hvort Magnús verði sigraður í ár en allt geti þó gerst, enda níu aðrir öfl- ugir karlmenn með. - sgi VINSÆLIR BRÆÐUR Lech Kaczynski, borgarstjóri Varsjár og hugsanlega næsti forseti Póllands, við skyldustörf í borginni. Eineggja tvíburabróðir hans Jaroslaw gæti orðið for- sætisráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STEMNING Í ISTANBUL Torfi Jóhannsson skemmti sér konunglega á áhorfendapöllun- um í Istanbúl, en tugir Íslendinga fóru til Tyrklands til þess að sjá leikinn. GUÐMUNDUR OTRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.