Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 18
18 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Gefa Frakkar Evrópu spark? Hafni Frakkar stjórnar- skrársáttmála Evrópusam- bandsins í þjóðaratkvæða- greiðslunni á sunnudag verður það áfall fyrir samrunaþróunina í álf- unni. Chirac mun sitja áfram en forsætisráðherr- ann fær að fjúka. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, gerði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld lokaáhlaup að því að telja landa sína á að samþykkja stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann á sunnudaginn. Chirac, sem ákvað að eigin frumkvæði að skjóta málinu í þjóðaratkvæði „í þeim tilgangi að láta ljós sitt sem evr- ópskur leiðtogi skína skærar“ eins og það er orðað í umfjöllun þýzka tímaritsins Der Spiegel, óttast nú hið versta. Fyrst eftir að Chirac boðaði at- kvæðagreiðsluna mældust fylgj- endur sáttmálans meðal franskra kjósenda mun fleiri en andstæð- ingar, en eftir því sem nær dró festist meirihluti andstæðing- anna í sessi í skoðanakönnunum. Og „já“-hreyfingin, með alla rík- isstjórnina og forystu stærstu stjórnmálaflokkanna í broddi fylkingar, tók að örvænta. Hinir ýmsu leiðtogar ESB lögðust á árar með Chirac að vara Frakka við því að segja „nei“. „Höfnun (sáttmálans) jafn- gilti sjálfseyðingarhvöt,“ sagði Jean Asselborn, utanríkisráð- herra Lúxemborgar, sem gegnir ESB-formennskunni þetta miss- erið. Og Josep Borrell, spænskur forseti Evrópuþingsins, beindi orðum sínum beint til franskra kjósenda: „Veitið ekki eigin ríkis- stjórn ráðningu með því að gefa Evrópusambandinu spark í rass- inn.“ Franskt „nei“ við sáttmála- verkinu yrði Evrópusambandinu mikið áfall, en því var ætlað að vera næsti stóri áfangi í hálfrar aldar sögu Evrópusamrunans og yfirumsjón með smíði þess hafði fyrrverandi Frakklandsforseti, Valery Giscard d’Estaing. Höfn- un sáttmálans í Frakklandi myndi að minnsta kosti tíma- bundið hindra að sáttmálinn gæti gengið í gildi. Öll aðildarríkin 25 verða að fullgilda hann til að hann verði að lögum. Í nýjustu skoðanakönnuninni sögðust 54 prósent aðspurðra myndu greiða atkvæði á móti sáttmálanum en 46 prósent með. En fimmti hver kjósandi hafði enn ekki gert upp hug sinn og það gaf „já“-hreyfingunni veika von um að fylgjendur sáttmálans myndu merja sigur, þvert á spár. Uppstokkun spáð í stjórninni Sjónvarpsávarpið sem Chirac flutti í gærkvöld var síðasta opin- bera framlag hans til baráttunn- ar fyrir samþykkt sáttmálans. Hann hefur sagt að hann muni ekki segja af sér, jafnvel þótt hans málstaður verði undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í frönskum fjölmiðlum gengur hins vegar fjöllunum hærra sú saga að Jean-Pierre Raffarin, hinn óvinsæli forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, verði látinn fjúka. Dagblaðið Le Figaro leiddi líkur að því að annað hvort innan- ríkisráðherrann Dominique de Villepin eða varnarmálaráðherr- ann Michele Aillot-Marie taki stöðu hans. Einn vinsælasti stjórnmála- maðurinn á hægrivængnum, Nicolas Sarcozy, sem er formað- ur stjórnarflokksins UMP, er ekki talinn líklegur til að verða eftirmaður Raffarins í bili, enda grunnt á því góða milli hans og Chiracs. Málið hefur valdið djúpstæð- um klofningi í Frakklandi, þvert á flokkspólitískar línur. Flokks- forysta bæði íhaldsflokks Chiracs, UMP, og Sósíalista- flokksins hefur barizt fyrir sam- þykkt sáttmálans, en ófáir áhrifa- menn í báðum flokkum hafa lagt „nei“-hreyfingunni lið. Hvernig sem fer er ljóst að erfitt mun reynast fyrir sósí- alista að græða þau sár sem bræðravíg síðustu vikna hafa valdið. Laurent Fabius, fyrrver- andi forsætisráðherra, hefur ver- ið leiknasti málsvari sósíalista sem hafna sáttmálanum. Hann varaði í gær andstæðinga sátt- málans til að vera of vissir um að þeir hefðu betur á sunnudaginn. „Það segja allir núna að þetta sé afgreitt mál,“ tjáði Fabius út- varpsstöðinni France-Info, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég trúi því ekki. Skoðanakannanir hafa ekkert að segja, aðeins atkvæða- greiðslan.“ Öfl lengst til hægri og vinstri hörðust á móti Margir kjósendur bæði í Frakklandi og í Hollandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin á miðvikudaginn, hafa margt við sáttmálann að athuga. Vinstrisinnaðir andstæðingar hans halda því fram að hann grafi undan félagslegum réttind- um og starfsöryggi og gefi mark- aðsöflunum lausan tauminn. Hægrisinnaðir andstæðingar hans hafna honum aðallega á þeim forsendum að hann veiki stöðu þjóðríkjanna og færi yfir- þjóðlegum stofnunum Evrópu- sambandsins of mikil völd. Marg- ir Frakkar, hvar í flokki sem þeir standa, tortryggja hið 448 greina plagg vegna þeirrar tilfinningar að stækkun sambandsins í 25 og síðar jafnvel 30 aðildarríki dragi úr vægi Frakklands innan þess og opni fyrir straum ódýrs vinnu- afls frá fyrrverandi kommúnista- ríkjunum í austri. Ófáir þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn sáttmálan- um í Frakklandi munu þó gera það ekki sízt til að veita ríkis- stjórninni ráðningu, en engin rík- isstjórn í 47 ára sögu Fimmta lýð- veldisins hefur notið eins lítillar lýðhylli. Þessar óvinsældir er að- allega að rekja til þess að henni hefur ekki tekizt að koma efna- hagslífinu upp úr niðursveiflu síðustu missera, atvinnuleysi er enn yfir tíu prósentustigum, kaupmáttur hefur rýrnað og hag- vöxtur staðið í stað. Valery Giscard d’Estaing, sem stýrði Framtíðarráðstefnunni svonefndu, stjórnlagaþinginu sem eyddi 17 mánuðum í að und- irbúa stjórnarskrársáttmálann, lét hafa eftir sér að andstæðing- um sáttmálans hefði orðið svo vel ágengt í að hafa áhrif á almenn- ingsálitið í Frakklandi vegna þess að þeir háðu „skilvirka og fláráða baráttu þar sem þeir ræddu allt annað en stjórnar- skrána“. Í viðtali á RTL-sjón- varpsstöðinni greip Giscard til orðtaks knattspyrnunnar: „Ég trúi á heilbrigða skynsemi Frakka, svo að ég segi þeim: ekki skora sjálfsmark!“ Stjórnarskrársáttmáli ESB: Tíu ríki hafa samþykkt Til að stjórnarskrársáttmáli Evr- ópusambandsins geti tekið gildi verða öll aðildarríkin 25 að hafa fullgilt hann. Þau sem fullgilt hafa sáttmálann eru: - Lettland, með atkvæðagreiðslu á þingi í nóvember 2004 - Ungverjaland, með atkvæðagreiðslu á þingi í desember 2004 - Slóvenía, með atkvæðagreiðslu á þingi í febrúar 2005 - Ítalía, með atkvæðagreiðslu á þingi í apríl - Grikkland, með atkvæðagreiðslu á þingi í apríl - Austurríki, með atkvæðagreiðslu á þingi í maí - Spánn, með þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar, atkvæðagreiðslu í neðri deild þingsins í apríl og í öldungadeild í maí - Belgía, með atkvæðagreiðslu á þingi í maí, en alls fimm þing héraða og tungumálahópa landsins eiga eftir að afgreiða málið fyrir sitt leyti - Þýskaland, með atkvæðagreiðslu í neðri deild þings í byrjun maí og í efri deildinni í dag, föstudag. Heimild: AP Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák og núverandi Íslendingur, hefur verið ófáanlegur til að setjast að taflborðinu síðan hann vann heimsmeistaratilinn í Laugardalshöllinni 1972. Undantekning frá þessu er þó einvígið sem hann tefldi við Boris Spassky í Júgóslavíu 1992. Allar tilraunir til að fá Fischer að skákborðinu síðan hafa reynst árangurslausar og hann hefur reyndar lýst því yfir að hann sé hættur að tefla hefðbundna skák; segir hana allt of fyrirsjáanlega og fasta í gömlum viðjum. Hins vegar hefur hann látið í veðri vaka að hann sé tilbúinn að tefla skák með því skilyrði að um svokallaða Fischer- slembiskák verði að ræða. Slembiskák, eða Random Chess eins og hún kallast á ensku, er alls ekki ný hugmynd og Bobby Fischer er fjarri því fyrsti skákmeistarinn sem veltir fyrir sér nýjum afbrigðum af skák. Sjálfur Jose Raúl Capablanca, sem var heimsmeistari á árunum 1921-1927, var með bollaleggingar um að breyta skákinni en varð ekkert ágengt í þeim efnum. Slembiskák Fischers byggir á gamalli útgáfu af skák þar sem taflmönnunum var raðað upp á annan hátt en venjulega. Heitir sú skák Shuffle Chess á ensku eða Prechess. Fischer endurbætti þetta skákafbrigði og útkoman er Fischer-slembiskák. Reglur Fischers ganga eftir sem áður út á að taflmönnum á fyrstu reitaröð er raðað með óhefðbundnum hætti en það er þó gert eftir ákveðnum reglum og tölva látin ráða ef því verður við komið. Kóngurinn verður til dæmis að vera einhvers staðar á milli hrókanna og biskuparnir verða áfram að vera á mislitum reitum. Peðin eru áfram á annarri reitatöð. Þegar búið er að ákvarða uppröðun hvítu mannanna skal þeim svörtu raðað upp hinum megin á skákborðinu á sama hátt og þeim hvítu. Fischer segir að skák af þessu tagi krefjist mun meiri útsjónarsemi og frumleika af hálfu skákmannsins en hefðbundin skák. GREINING: FISCHER SLEMBISKÁK Sérviska e›a endurn‡jun skákarinnar? AUÐUNN ARNÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN Í FRAKKLANDI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HARÐUR ÁRÓÐURSSLAGUR Kona gengur hjá áróðursveggspjöldum gegn samþykkt stjórnarskrársáttmála ESB í Aix-en-Provence í gær. Áróðursslagurinn með og á móti hefur verið geysiharður og valdið miklum klofningi meðal Frakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.