Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 23
Einn af forsetum Alþingis krafði á sínum tíma þjóðina um mikla hækk- un launa fyrir þingstörf. Hann taldi að þá fengist hæfara fólk. Það fékkst í gegn og dæmi hver fyrir sig hvernig til tókst. En var tillögu for- setans ætlað að ganga í gegnum allt samfélagið? Aldeilis ekki og virðist þingheimur láta sér á sama standa um mikinn launamun á alþýðu og aðli. Það er því ástæðulaus kostnað- ur að hækka kaup þeirra sem ann- ast þá er minnst mega sín. Gagnvart slíku fólki þarf greinilega ekki að bæta þjónustuna. Betra að stofna til nýrrar láglaunastéttar til höfuðs sjúkraliðum og skjólstæðingum þeirra, eins og verið er að gera. Með öðrum orðum, þetta fólk hefur ekki kraft til að mótmæla og á ekki betra skilið. Þannig er það og ekkert við því að gera. Eftir þessu að dæma er þingmeirihluti fyrir því að viðhalda misrétti og auka ef hægt er. Þarna virðist R-listinn hafa séð sér leik á borði. Félagsþjónustan varð aðal- skotmarkið, enda þrýstihópar víðs- fjarri. Þar er gamalt fólk, sjúkt og lamað og ekki hvað síst, lægst laun- aðasta kvennastéttin. Síðasti borg- arstjóri R-listans, og sá sem von- andi verður sá síðasti, stórhækkaði gjöld með ferðaþjónustu fatlaðra um leið og keyptir voru verri og ódýrari bílar. Versta tilræðið við fatlaða, sem á ölmusugreiðslum reyna af veikum mætti að búa heima, var sérlega ógeðfelld og óviðunandi stórhækkun þjónustu- gjalda. Gjöld þessi eiga engan rétt á sér og stuðla með öðrum lögvernd- uðum fjárdrætti að einangrun og sárri fátækt. Ekki má gleyma skött- unum sem eru enn stærri hluti. Vegna okurs á óniðurgreiddum meðulum hefur fólk með sérþarfir á öllum aldri varla efni á klósettferð- um. Ekkert er spáð í að samræma gjöld og greiðslur til þessa fólks. Kona nokkur sagði að ekki skipti lengur máli hvaða flokkur væri kos- inn, þeir væru allir eins. Það má til sanns vegar færa, en fagurgalinn er þó varasamastur. Óvænt bros og loforð foringja tækifærissinnaðasta og eins fámennasta stjórnmála- flokksins rétt fyrir kosningar fleytti honum í stól forsætisráðherra. Það gerðist þvert á úrslit kosninga. Þjóðin veit að Sjálfstæðisflokkurinn telur hæfilegt misrétti, atvinnuleysi og fátækt viðunandi. Hann hefur ranghugmyndir um heilbrigt og manneskjulegt samfélag. Hann leggur meira upp úr auði fyrirtækja og einstaklinga en auðlegð þjóð- arsálar og umhyggjusams þjóðfé- lags. Þetta veit fólk, því flokkurinn hreykir sér af því. Öndvert slíkum boðskap lofaði hrærigrautur ólíkra flokka undir nafninu R-listi borgar- búum jafnrétti og hugulsemi gagn- vart sjúkum, öldnum, öryrkjum og umönnunarfólki. Með Framsóknar- flokkinn innanborðs var slíkt óhugs- andi. Það sem hefur verið að gerast í félags- og heilbrigðismálum undir langvarandi stjórn hans er ekki uppörvandi. Andlit R-listans út á við var því ekki hið rétta. Þetta með Sjálfstæðisflokkinn, en ómark- tækur munur er á stefnu hans og Framsóknar, er að heiðarlegur óvinur er betri en falskur vinur. Samfylkingin verður að bjóða sér fram að vori og hætta að halda lífinu í Framsóknarflokknum. Þetta á líka við um hina flokkana. ■ Félagsfljónusta R-listans 23FÖSTUDAGUR 27. maí 2005 Davíð eina vonin Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að reyna allar leiðir [til að endurheimta meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur] án árangurs, allt frá því að skipta um borgarstjóra fyrir kosningarnar 1994, þegar stefndi í ósigur, til þess að kalla einn af ráðherrum flokksins til þess að leiða listann fyrir síðustu kosningar, árið 2002. Nú eru þeir í þeim sporum að enginn af borgar- fulltrúum þeirra er líklegur til þess að fella núverandi meirihluta. Frjálslyndir eru spræk- ir undir forystu Ólafs F. Magnússonar og lík- legir til þess að fá mann kjörinn á nýjan leik og meðan svo er eiga sjálfstæðismenn eng- an möguleika á sigri gegn Reykjavíkurlistan- um. Eini maðurinn sem gæti snúið taflinu við er Davíð Oddsson. Ég sé engan annan sigurmöguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn að óbreyttu samstarfi meirihlutaflokkanna. Svo það er spurningin hvort formaður Sjálfstæð- isflokksins snýr aftur til upphafsins með það í huga að ljúka stjórnmálaferlinum þar sem hann hófst. Kristinn H. Gunnarsson á kristinn.is Félagslegur markaður Hægrimenn líkja markaðinum oft við frum- skóg og segja að þar ríki lögmálið um að hinir hæfustu lifi af. Einstaklingshyggjumenn eins og hagfræðingurinn Ludwig von Mises eru ósammála og segja markaðinn vera félagslegs eðlis og að hann einkennist miklu frekar af samvinnu. Hinn frjálsi markaður myndaðist vegna samvinnu fólks þegar það uppgötvaði að það framleiðir meira með því að skipta með sér verkum og að það þarf síðan að skipta framleiðslu sinni í vörur sem það óskar eftir. Fljótlega var farið að nota gjaldmiðla, eins og gull, til að auðvelda vöruskipti. Hugmyndir um vöruskipti, mark- að og gjaldmiðla samræmast hugmyndum félagshyggjufólks í alla staði. Lúðvík Júlíusson á politik.is Ráðhúsklíkan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, er meiri húmoristi en margir hafa talið. Þetta með klíkurnar, það að hlut- verk Samfylkingarinnar og hennar sérstak- lega sé að ráðast gegn klíkunum í íslenskum stjórnmálum, það var aldeilis bráðfyndið. Alveg er ég viss um að Ráðhúsklíkan henn- ar Ingibjargar Sólrúnar fann ekki upp þenn- an brandara, hann hefur orðið til hjá sjálfri drottningu Ráðhúsklíkunnar. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is Einkavæðing Símans Það ætlar ekki að ganga átakalaust fyrir ríkis- stjórnina að þrengja eignarhaldið á Síman- um; koma honum úr almennri eign þjóðar- innar og í hendur á hluthöfum á markaði. Pólitískir skraddarar ríkisstjórnarinnar í hinni margrómuðu einkavæðingarnefnd – sitja nú við að sauma mynstrið sem nota á við söluna. Þetta virðist ætla að verða búta- saumur því ekki er annað að sjá en eitt mynstur taki við af öðru. Fyrst var látið í veðri vaka að í einu og öllu yrði farið að ráðlegg- ingum ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley um söluaðferðirnar. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt – í besta falli hálfsannleik- ur. Síðan var okkur sagt að enginn fengi að bjóða ef hann tengdist samkeppnisaðilum Símans. Í samræmi við þetta var frá því skýrt að Kögun hf. hefði verið hafnað sem hugs- anlegum bjóðanda, vegna slíkra eigna- tengsla. En viti menn, í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag er svo að skilja að þetta hafi ekki átt við um alla því nú er okkur sagt að fyrri bjóðendur muni eiga þess kost að breyta eigin skipulagi hafi þeir ekki stað- ist skilyrðin. Það á með öðrum orðum að breyta reglunum eftir á fyrir þá. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR UMRÆÐAN MISRÉTTIÐ OG R- LISTINN AF NETINU Sumar & Sony www.sonycenter.is Kauptu Sony hjá Sony 32”100Hz sjónvarp og 600W heimabíó eða 20 GB MP3 spilari! KV-32FQ86 Sony 32” sjónvarp · 32" breiðtjald · 100hz PicturePower · Mynd við mynd · 3 Scart 2 RGB tengd. Fullt verð 139.950 krónur Þú sp arar 27.00 0,- NW-HD3 Sony MP3 spilari · Smart mp3 spilari með 20GB minni og 30 klukkutíma rafhlöðuendingu, 60 prósent lengri tími en iPod! Fullt verð 46.950 krónur DAV-SR2 Sony heimabíó · 600W RMS Stafrænn S-Master magnari · Spilar DVD, Super Audio CD, CD-R/RW, MP3, DVD-R/RW, DVD+R/RW, JPEG · Útvarp með 30 stöðva minni · Nýtt bassabox með tveimur bassakeilum Fullt verð 69.950 krónur Sjónvarp o g heimabíó. 17.200,- á mánuði m iðað við 12 mánaða gr eiðsludreif ingu 185.900,- s taðgreitt Sjónvarp ogMP3 spilari.13.325,- á mánuði miðað við 12 mánaða greiðsludreifingu159.900,- staðgreitt Þú sparar 24.000,- MYND VIÐ MYND Borð fylgirsjónvarpi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.