Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 24
Þótt enginn viti nákvæmlega hve margir hafa látist í átökun- um í Darfur í vesturhluta Súd- ans er vitað að 2,6 milljónir eiga um sárt að binda og þurfa nauð- synlega aðstoð. Þorp hafa verið brennd, upp- skera eyðilögð, karlar myrtir, konum nauðgað og börn numin á brott. 1,9 milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum inn- an landamæra Súdans. Aðrir eru enn á heimaslóðum en eru hindraðir í að yrkja jarðir sínar og missa því lífsviðurværi sitt. Ef matarsendingar berast ekki innan skamms mun þetta folk flosna upp og leita í flótta- mannabúðir sem nú þegar eru troðfullar. Um skeið voru glæpir gegn almenningi í Darfur ekki á for- síðum blaða. En nú hafa glæp- irnir verið forsíðuefni í heilt ár. Það er ekki aðeins við Súdan að sakast heldur allan heiminn, að það þurfti umfangsmikla fjöl- miðlaumfjöllun til að gripið yrði til aðgerða. Enn þann dag í dag fá þeir sem eru að reyna að leysa kreppuna í Darfur ekki þann stuðning sem þeir þurfa. Samtök okkar beggja hafa tekið höndum saman til að hindra frekari þjáningar. Sam- einuðu Þjóðirnar eru í farar- broddi í að koma fórnarlömbum til hjálpar og binda enda á að viðbjóðslegir glæpir séu framdir refsingarlaust. Afríku- sambandið hefur tekið foryst- una í að tryggja öryggi íbúanna og í að reyna að blása nýju lífi í samningaviðræður sem eru for- senda varanlegs friðar. Þær eiga að hefjast tíunda júní í Abuja í Nígeríu. Undanfarna mánuði hefur komist á jafnvægi og spurst hefur um færri meiri háttar glæpi en áður. Umfangsmikil neyðaraðstoð á vegum Samein- uðu Þjóðanna er á leiðinni en tíu þúsund hjálparstarfsmenn (aðallega Súdanbúar) munu sjá 1,8 milljónum manna fyrir mat, vatni, húsaskjóli og öðrum lífs- nauðsynjum. Á þeim svæðum þar sem þeirra nýtur við hafa hermenn Afríkusambandsins drýgt hetjudáðir og hreinlega skipt sköpum. Íbúarnir eru ekki jafn berskjaldaðir og áður fyrir ránárásum, margir hafa snúið heim í þorpin sín og dregið hefur úr árásum. Ástandið er því án efa betra á sumum svæðum en fyrir ári síðan en aðgangur er takmark- aður. Árásir á hjálparstarfs- menn færast í aukana og óöryggi er óviðunandi. Hundruð þúsunda stríðshrjáðra fá enn ekki nauðsynlega hjálp og sveit- ir Afríkusambandsins eru of fá- liðaðar til að geta beitt sér á öllu þessu stóra landsvæði. Hjálpar- starfsmenn þurfa oft að sæta harðræði af hálfu héraðshöfð- ingja, á þá hefur verið ráðist, þeim rænt eða hótað með ofbeldi. Starfsfólk óháðra hjálp- arsamtaka hefur átt í vaxandi erfiðleikum með að fá vega- bréfsáritanir. Flutningabifreið- um hefur verið rænt, oft af upp- reisnarmönnum. Fyrr í þessum mánuði voru tveir bifreiðastjór- ar Matvælastofnunarinnar myrtir í tveimur árásum. Af þessum sökum berst aðstoð oft ekki þeim sem mest þurfa á henni að halda. Enn skortir á viðbrögð al- þjóðasamfélagsins með alvar- legum afleiðingum: enn vantar 350 milljóna dala neyðaraðstoð (um 23 milljarða króna) til að þrjár milljónir manna lifi út árið og fleiri hermenn, lögreglu- menn, flugvélar og fleiri flutn- ingatæki, þjálfun og birgðir þarf til að Afríkusambandið geti verndað íbúa stórs hluta Darfur. Í mörgum auðugustu ríkjum heims hafa verið háværar radd- ir jafnt í fjölmiðlum sem af hálfu almennings um að grípa verði í taumana og stöðva ofbeldisverkin í Darfur. Við höfum í sameiningu kallað sam- an ráðstefnu ríkja sem veita að- stoð í Addis Ababa. Með því fær heimurinn tækifæri til þess að fylkja liði með þeim Afríku- búum sem eru á staðnum og vilja skakka leikinn og veita þeim raunhæfa aðstoð. Á þessari ráðstefnu verður haldið áfram starfi ráðstefnu sem haldin var í Osló í síðasta mánuði en þar voru gefin fyrirheit um 4.5 millj- arða dala aðstoð (nærri 300 milljarðar íslenskra króna) við Súdan, aðallega til að styrkja friðarsamninga sem loks náðust á milli norðurs og suðurs eftir tuttugu og eins árs borgarastríð. Raunar er það svo að Darfur verður einungis komið til bjarg- ar ef friður ríkir í öðrum hlutum Súdan og nýja þjóðarsáttar- stjórnin, sem tekur við völdum í júlí, beinir Súdan inn á braut þar sem öllum þegnum er gert jafn hátt undir höfði. Af þessum sökum mun tíu þúsund manna friðargæsluliðið sem Samein- uðu þjóðirnar senda nú til suðurhéraðanna stuðla að friði í öllu landinu, þar á meðal Darfur. Samt er aðgerða þörf í Darfur á þrennum vígstöðvum: Fjármagna verður mannúðar- aðstoð að fullu og tryggja ör- uggan aðgang hjálparstarfs- manna, jafnt þeirra sem vinna hjá alþjóðlegum stofnunum og þeirra sem vinna hjá frjálsum félagasamtökum. Fjölga verður í sveitum Afríkusambandsins án tafar og auka skipulags- og fjárhags- aðstoð til þess að þær geti tryggt öryggi um allt Darfur-hérað, þannig að íbúar geti snúið aftur til síns heima og hafið að yrkja land sitt að nýju. Afríkuríki sem lofað hafa hersveitum verða að standa við heit sín nú þegar og veitendur aðstoðar að útvega flutningatæki til að koma henni á staðinn. Bæði ríkisstjórn og uppreisnarmönnum ber að hafa fulla stjórn bæði á hersveitum sínum og hliðhollum vígasveit- um og tryggja að allir virði vopnahlé og mannúðarlög. Deilendur verða svo að komast að pólitísku samkomulagi með traustum tryggingum fyrir var- anlegum friði. Afríkusambandið og alþjóðasamfélagið í heild bæði geta og verða að koma til hjálpar. En um síðir munu ein- göngu Súdanbúar sjálfir geta tryggt að friður ríki. Höfundar eru annars vegar fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna og hins vegar talsmaður Afríkusambandsins. 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR24 Fri›artækifæri í Darfur Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 ALLT Á GRILLIÐ!! Grillspjót-Grillspjót-Grillspjót Smjörkrydduð lúðusteik...................1.690,- Hlýrasteik með hvítlauk og piparblöndu ........................................................ 1.290,- Túnfisksteik fersk og flott.............. 1.990,- Blálanga picante............................ 1.290,- Risarækjurnar vinsælu með skel HUMAR eigum allar stærðir. Málefni eldri borgara hafa all- mikið í umræðunni verið að undanförnu og er það vel. Eins og hjá öðrum þjóðfélagsþegnum skipta kjör sem og aðstæður aðrar eðlilega höfuðmáli. Eins og hjá öðrum hópum samfélagsins er umtalsverður kjaramunur hjá eldri borgurum og því er það að vonum að samtök eldri borgara hafi beitt sér fyrir úrbótum á kjörum þeirra er lakasta hafa af- komuna. Því miður er þar um all- stóran hóp að ræða sem býr við slík lágmarkskjör að ekki er unandi í þessu okkar annars auð- uga samfélagi, þessu því miður auðdýrkandi samfélagi í æ ríkari mæli. Auðdýrkun einstakra leið- ir af sér sinnuleysi um hag þeirra bágast settu. Því er opin- skárri umræðu um málefni eldri borgara fagnað, því þar hafa ein- faldar staðreyndir verið fram í dagsljós dregnar. Landsþing eldri borgara sem haldið var fyrir skömmu ályktaði um kjara- málin og opnaði þar ýmsar leiðir fyrir ríkisvaldið til að mæta sem bezt einmitt þeim sem við erfið- asta afkomu búa. Í ágætri grein Karls Gústafs Ásgrímssonar form. FEB Kópavogi var sam- þykktin birt í heild sinni og skal ekki endurtekið hér. Þeim mun betur mun stjórnvöldum gjörð grein fyrir þessum tillögum og engu öðru trúað en þau sjái sinn sóma helztan í því að mæta þeim með fyllstu sanngirni. Ríkisvald- ið hefur enda nú á síðustu mán- uðum gjört samninga við sitt starfsfólk og þar hefur verið vel að verki staðið, enda sú gjörð annars ekki hlotið slíkt samþykki launþega sem raun varð á. Þar var aðalsmerkið það að hækka mest hin lægstu laun og er það fagnaðarefni þeim sem vilja aukinn jöfnuð í launakjörum öllum. Við höfum af því staðfest- ar fregnir að lægstu laun hafi nú þegar verið hækkuð um rúm 11% og er svo sem áreiðanlega engin ofrausn þar fólgin. Við höfum einnig sannfrétt að frá og með 1. maí 2006 skuli enginn launþegi innan BHM vera undir 200 þús. kr. á mánuði og er held- ur engin ofrausn, enda trúum við því að vel sé fyrir unnið þó samanburður við svimháar launatölur forstjóranna svo víða séu þarna í ljósárafjarlægð og raunar hvergi nærri sama sann- færing um að fyrir sé starfsleg innistæða. En aðalatriðið nú er að þetta sama ríkisvald komi nú að samninga-borði við eldri borg- ara með sama góða hugarfarinu að bæta mest hag þeirra lakast settu. Það er sannfæring okkar og fyrir henni vissa, að þjóðin í heild vill að vel sé við það fólk gjört sem lokið hefir löngum og erfiðum vinnudegi og hefir átt svo ríkan þátt í að byggja upp það auðuga þjóðfélag sem er staðreynd í dag. Þar vantar að- eins að jafna kjörin þannig að enginn þurfi að búa við skort eins og alltof margir búa við í dag af eldra fólki. Því skal ekki öðru trúað en nú hristi menn af sér slenið, því viljaleysi getur það ekki verið og gjöri ekki síður við eldri borgara í hækkun lægstu launa, en sjálfsagt þótti hjá starfsfólki þessara sömu stjórnvalda. Verður er verkamaður laun- anna var eitt sinn réttilega sagt, ætti það ekki einnig að gilda um eftirlaun þeirra sem stóðu svo vel sína lífsvakt með sönnum sóma? Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík. KOFI A. ANNAN ALPHA OUMAR KONARE UMRÆÐAN DARFUR Í SÚDAN fijó›in vill bætt kjör eldri borgara Ver›ur er verkama›ur laun- anna var eitt sinn réttilega sagt, ætti fla› ekki einnig a› gilda um eftirlaun fleirra sem stó›u svo vel sína lífsvakt me› sönnum sóma? HELGI SELJAN UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA Fram að 18 ára aldri fara foreldrar að jafnaði með forsjá hvers einstaklings og ráða því mjög miklu um hagi barnsins. Misjafnt er hvernig forsjá er háttað, stundum hefur móðir ein forsjá, yfirleitt er hún sameiginleg og einstöku sinn- um hefur faðir forsjána. Þegar að- staðan er sú að foreldrar búa ekki saman þarf að ákvarða hvar barn skal búa að jafnaði. Þetta þýðir að það foreldri sem barn býr ekki að jafnaði hjá öðlast rétt og skyldu til að umgangast barnið sitt, óháð því hvernig forsjá er annars háttað. Al- mennt er talið að það sé mikilvægt fyrir þroska barns að kynnast báðum foreldrum. Í undantekning- artilvikum getur það hins vegar verið andstætt þörfum og högum barnsins. Um þetta er oft deilt í um- gengnismálum en sýslumannsemb- ættin og dómsmálaráðuneytið hafa þau aðallega á sinni könnu. Við skoðun á þeim málum sem þessi embætti hafa þurft að glíma við er ljóst að þau eru oft óskemmtileg. Sárindi og illdeilur foreldra í garð hvors annars bitna á þeim sem síst skyldi; börnunum. Þannig hefur það komið fyrir að foreldri, venjulega faðir, hefur ekki séð barnið sitt í mörg ár. Hvernig stendur á þessu? Við hvaða aðstæður getur það verið réttlætanlegt að útiloka annað for- eldrið úr lífi barnsins? Hvert á hlut- verk ríkisins að vera í þessum mál- um? Að einhverju marki er reynt að svara spurningum af þessum toga í nýlegri lokaskýrslu forsjárnefndar sem dómsmálaráðherra skipaði árið 1997. Það er kannski dæmigert fyrir hraða stjórnsýslunnar í þess- um málum að það tók nefndina sam- tals átta ár að taka saman þetta 32 blaðsíðna kver. Skýrslan er um sumt prýðileg og geta allir verið sammála um að meginreglan við skilnað skuli vera sú að foreldrar hafi sameiginlega forsjá. Hins veg- ar þegar kemur að umgengnismál- um fatast skýrsluhöfundum flugið. Það er t.d. klifað á því að umgengni- stálmun sé óásættanleg og að við því skuli bregðast með því að frysta meðlagsgreiðslur til rétthafa og fella niður barnabætur. Hugmyndin er sem sagt að auka við þvingunar- úrræðin í málaflokknum en hvergi í skýrslunni er það þó skilgreint hvað sé umgengnistálmun. Mikilvægt hefði verið að taka þetta skýrlega fram ef tengja á við það mörg rétt- aráhrif. Reyndin er nefnilega sú að samkvæmt gildandi lögum getur það orkað tvímælis hvenær foreldri tálmar umgengni. Einnig verður að gæta varúðar að bæta við nýjum þvingunarúrræðum í jafn við- kvæmum málum og þessum. Ólík- legt er að það sé best fyrir börnin. Aukin harka af hálfu ríkisins gæti sett deilur foreldra í enn harðari hnút en áður. Að mínu mati er það lykilatriði að einfalda málsmeðferð- ina, stytta kærufresti, að rannsókn mála sé ekki tvístrað milli tveggja eða fleiri opinberra embætta og að stjórnvöld leggi sig í framkróka við að foreldrar talist við og nái sátt um barnið. Í yfirgnæfandi meirihluta tilvika myndi það verða barninu fyrir bestu. ■ Er rétt a› flvinga fram umgengni? HELGI ÁSS GRÉTARSSON LAGANEMI UMRÆÐAN FORSJÁRMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.