Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 26
Herraþjóðin smáa Útflutningsráð Íslands situr ekki auðum höndum. Ráðið stóð fyrir ferðinni miklu til Kína með 150 manna viðskiptanefnd. Menn þar á bæ eru varla búnir með tollinn sinn þegar lagt verður af stað í næstu ferð. Sú verður reyndar ekkert í líkingu við Kínaferðina og bara 20 sendir í þetta sinn. Hætt er við að eftir að hafa heimsótt hið ógnar- stóra Kína þyki mönnum Danmörk smá og lítil- fjörleg. Hins vegar hafa íslensk fyrirtæki náð ágætum árangri í landinu og hagsmunir Ís- lendinga í landinu eru töluverðir. Innkoma KB banka á danska markaðinn gerir það lík- legra að Íslendingar eigi eftir að fjárfesta frekar í Danmörku. Innrásin útskýrð Á viðskiptaráðstefnu sem haldin verður í ferðinni verður margt góðra gesta. Fyrr- verandi utanríkisráðherra Dana, Uffe Ellemann-Jensen, mun ávarpa samkomuna. Þá munu Hreiðar Már Sigurðsson og Jón Ásgeir Jóhannesson væntanlega reyna að útskýra fyrir Dönum hvaðan afl Íslendinga til stórra fjárfestinga í Danmörku er sprottið. Danskir fjölmiðlar hafa velt því mikið fyrir sér og haft á köflum býsna sérkennilegar hugmyndir um íslenskt fjármálakerfi í ætt við þær sem Jónína Benediktsdóttir hefur varpað fram. Þorsteinn Páls- son sendiherra hefur talið sumar þeirra hug- mynda komnar héðan til danskra fjölmiðla. Til að tryggja aukinn skilning danskra blaða- manna á frumkvöðlakrafti og styrk íslensks viðskiptalífs er brugðið á það ráð að hafa tvo blaðamenn leiðandi fjölmiðla í Danmörku á háborði í umræðum eftir fyrirlestr- anna. Hvort það verður til að breyta umræðum um Molbúana í norðri sem eru að kaupa djásn Dana verður svo tíminn að leiða í ljós. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.010* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 93 Velta: 390 milljónir +0.36% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Framboð til stjórnar SH var til- kynnt í gær og sjálfkjörið verður í stjórn. Nýir inn koma Hreggviður Jónsson, Jón Kristjánsson og Þór Kristjánsson. Úr stjórn SH hverfa Gunnlaug- ur Sævar Gunnlaugsson, Eiríkur S. Jóhannsson og Guðmundur Kristjánsson. Á hluthafafundi SH 30. maí næstkomandi verður einnig ósk- að eftir heimild til að kjósa fimm menn í varastjórn. Þeir sem skipa þá stjórn verða Finnbogi Jóns- son, Egill Tryggvason, Páll Þór Magnússon, Sigurður Ágústsson og Skúli Valberg Ólafsson. Í dag greiðir Bakkavör fyrir breska matvælafyrirtækið Geest og lýkur þá yfirtökuferlinu. 26 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR HB Grandi hagnaðist um 763 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins. Uppgjörið er yfir væntingum og framlegðarhlutfall hækkar. HB Grandi hagnaðist um 763 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi sem er mikil aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagn- aðurinn var aðeins 52 milljónir króna. Þetta er besti ársfjórðung- ur félagsins í langan tíma en fyrstu mánuðir ársins eru að jafn- aði bestir í rekstrinum. Hagnað- urinn er tæplega helmingi meiri en meðaltalsspá bankanna. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir er 852 milljónir króna eða 25,5 prósent af tekjum og hækkar hlutfallið úr 24,1 prósentum frá fyrra ári. Er það vel yfir spám greiningardeildanna. Rekstrar- tekjur vaxa úr 2.531 milljónum króna í 3.343 milljónir og skýrast auknar tekjur og meiri rekstrar- hagnaður aðallega af „samruna HB Granda hf. við Tanga hf. og Svan RE-45 ehf., betri árangri af loðnuvertíð og meiri karfaveiði en árið áður,“ eins og segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Fjármagnsliðir batna mikið milli þessara tveggja árshluta- uppgjöra. Í uppgjörinu eru þeir hagstæðir um 355 milljónir króna en voru neikvæðir um 286 millj- ónir á síðasta ári. Styrking á gengi krónunnar skilar HB Granda miklum gengishagnaði af erlend- um skuldum. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er um 31 prósent. Eigið fé Granda er komið upp í 10,5 milljarða króna og heildar- eignir eru komnar yfir 29 millj- arða króna. Eiginfjárhlutfall er því rétt um 36 prósent. HB Grandi er með mestan kvóta allra útgerðarfélaga en hlutdeild fyrirtækisins er um 11 prósent af heildarkvótanum. Fé- lagið gerir út fimm frystitogara, fjóra ísfisktogara og fimm upp- sjávarskip auk nýja uppsjávar- frystiskipsins Engeyjar. - eþa Peningaskápurinn… Actavis 42,50 +0,24% ... Atorka 5,96 – ... Bakkavör 33,80 +0,60% ... Burðarás 14,00 – ... FL Group 14,35 - 0,35% ... Flaga 5,00 – ... Íslandsbanki 13,15 – ... KB banki 524,00 +0,77% ... Kögun 61,80 +0,16% ... Landsbankinn 16,00 – ... Marel 56,50 – ... Og fjarskipti 4,12 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 – ... Össur 79,00 - Mikill rekstrarbati hjá HB Granda Grandi 1,86% SÍF 0,82% KB banki 0,77% FL Group -0,35% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur var tæpir tveir milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi, miðað við 340 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður Orkuveitunn- ar, fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað, var hins vegar 1,8 millj- arður króna. Mismunur hagnaðar og rekstr- arhagnaðar helgast af gengishagn- aði af erlendum skuldum. Tekjur félagsins námu fjórum milljörðum króna og jukust um 400 milljónir milli ára. Eignir Orkuveitunnar eru metn- ar á 77,8 milljarða króna. - jsk Mun Baugur selja hlut sinn í LXB? Bresk fasteignafélög hafa sýnt breska fasteignaþróunarfélaginu LXB Group, sem er í eigu Baugs Group, Halifax Bank of Scotland og Skotans Tom Hunters, áhuga samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Baugur eignaðist tíu prósenta hlut í LXB fyrir einn milljarð árið 2003. Breska fasteignafélagið Land Securities hefur verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur kaup- andi. Eignir LXB eru meðal annars verslunarmiðstöðvar fyrir utan borgirnar, sem gætu verið mjög eftirsóttar þar sem treglega gengur að fá leyfi fyrir byggingu nýrra verslunarmiðstöðva. Land Securities er skráð í bresku kauphöllina og hefur stað- ið í yfirtökum á öðrum fasteigna- félögum. Nýlega keypti það Tops Estates til að styrkja stöðu sína í verslunarmiðstöðvum. - eþa VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR EFTIRSÓTTAR Talið er líklegt að bresk fasteignafélög renni hýru auga til LXB, sem er að hluta í eigu Baugs Group. Land Securities er nefnt til sögunnar. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam tveimur milljörðum króna. ENGEY, SKIP HB GRANDA Rekstur HB Granda batnaði verulega á milli ára en félagið hagnaðist um 763 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Margt skýrir þennan bata, til dæmis sam- runi við útgerðirnar Tanga og Svan sem hefur aukið rekstrartekjur umtalsvert. Verksmi›ja Samherja seld Samherji hefur selt fiskimjölsverk- smiðju sína í Grindavík til Síldar- vinnslunnar á Neskaupstað. Rekstur verksmiðjunnar hefur legið niðri síðan í febrúar þegar mikill bruni kom þar upp. Samherji á tæpan fjórðungshlut í Síldarvinnslunni og verður því áfram aðili að rekstrin- um í Grindavík. Mikil hrognavinnsla hefur farið fram í verksmiðjunni. Samherji áætlar að hagnaður af sölunni verði um 400 milljónir en óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á rekstur félagsins, það er rekstrar- tekjur og framlegð, til frambúðar. - eþa 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Tveggja milljar›a gró›i ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON, FORSTJÓRI SAMHERJA Samherji hefur selt fiskimjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar. SPÁR OG AFKOMA HB GRANDA HAGNAÐUR 763 Spá Íslandsbanka 96 Spá KB banka 794 Spá Landsbanka 662 Meðaltalsspá 517 * Tölur frá 15,40 í gær. Nýjustu tölur á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.