Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 28
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 27. maí, 147. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.36 13.25 23.16 AKUREYRI 2.52 13.10 23.30 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Atli Heimir Sveinsson tónskáld elskar allar tegundir af fiski þótt hann borði stundum kjöt til hátíðabrigða. „Þú mátt alveg skrifa að ég sé lítið fyrir uppskriftir, en þú mátt alls ekki skrifa að ég sé góður kokkur,“ segir Atli Heimir, og þvertekur fyrir að upplýsingar um snilld hans í eldhúsinu séu á rökum reistar. „Ég er harðánægður ef einhver fær hjá mér góðan mat, en það er þá fisksalanum að þakka.“ Atli Heimir segist helst ekkert vilja nema fisk og grænmeti og ef hann eldar, sem hann gerir þó sjaldan, gufusýður hann fisk. „Ég vil hafa þetta allt einfaldara með aldrinum og bý í mesta lagi til grískt salat og sýð hrísgrjón með. Það verða þó að vera hýðishrísgrjón, það er ekkert varið í þessi amerísku hvítu.“ Tónskáldið er mjög meðvitað um matar- æði og segir það hafa breyst með árunum. „Mér verður bara betra af léttum mat, líkaminn er greinilega að segja mér eitt- hvað. Offitan er líka að verða meiriháttar heilbrigðisvandamál, miklu meira en hermannaveikin sem allir eru að skrifa um núna. Við borðum allt of mikið og hreyfum okkur of lítið. Það er ekkert flóknara.“ Atli Heimir, sem ólst upp á miðstéttar- heimili í Vesturbænum, fékk eins og aðrir af hans kynslóð fisk oft í viku. „Það var helst eitthvert kjöt á sunnudögum. Þetta var ágætlega hollur matur nema hvað grænmetið var heldur fábreytt. En krakkar voru ekki keyrðir í skólann og svo var auð- vitað ekkert sjónvarp. Sjónvarp er svolítið mannskemmandi, en aðallega leiðinlegt. Ég horfi lítið á það.“ Hvað gerirðu í staðinn? „Hvernig spyrðu, kona? Það er hægt að gera svo margt annað. Ég les og finnst í 99% tilfella betra að sitja með bók en að horfa á sjónvarpið. Svo fer ég í gönguferð- ir og okkur hjónunum finnst gaman að skreppa í bíó annað slagið.“ Atli Heimir gerir ekki upp á milli fisk- tegunda og segist ekki eyða allt of miklu púðri í eldamennskuna. „Ég á þessa líka fínu bambuspotta svo ég get slegið tvær flugur í einu höggi og soðið fiskinn í efri pottinum og grænmetið í þeim neðri. Í gríska salatið? Jú, það eru bara agúrkur, tómatar og fetaostur og einhver olía kannski. Allt eftir hendinni og þetta er komið.“ edda@frettabladid.is Við borðum of mikið – það er ekkert flóknara tilbod@frettabladid.is BT við Reykjavíkurveg í Hafn- arfirði er með góð tilboð á tækum á borð við sjónvörp, tölvur og prentara, svo og fylgi- hlutum með þeim. 20% afslátt- ur er af DVD-myndum og hið sama gildir um alla tölvuleiki. Samsung-sjónvarpstæki lækkar úr 99.999 í 69.999 og Toshiba- ferðatölva um sléttan hundrað þúsund kall, úr 269.000 í 169.000. Til- boðin gilda einungis í BT á Reykjavíkurvegi í nokkra daga því þann 4. júní flyst búðin í Fjörð. Gönguskór fyrir konur í flokki B, sem henta fyrir lengri göng- ur og bakpokaferðalög eru á tilboði í versluninni Útilífi. Þeir eru úr svokölluðu Nubuk-leðri, með vönduðum sóla og goritex-vatnsvörn. Skórnir fást núna á 14.990 en fyrir lækkun kostuðu þeir 17.990. Útilíf er til húsa í Glæsibæ, Smáralind og Kringlunni. Tilboðið gildir til 10. júní. Bakki, rúlla og pensill eru saman á 990 krónur í versluninni Harðviðarval á Krókhálsi 4. Áður kostaði þessi heilaga þrenning 1.990 krónur þannig að um rúmlega helmingsaf- slátt er að ræða og hlýtur það að koma sér vel fyrir margan því nú er málningartíminn. Til- boðið gildir til 6. júní. Rósir eru á 30% af- slætti í blómabúð- inni Holtablóminu á Langholtsvegi 126. Sem dæmi má nefna að 70 cm rósir kosta nú 390 en voru áður á 560 krónur og nú er upplagt að koma elskunni á óvart. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég fæddist til þess að einhver myndi passa í gömlu fötin hans stóra bróður! Gaman hjá kylfingum BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is Bambuspottar Atla Heimis gera soðninguna einfalda og fljótlega. Just-eat.is er tiltölulega ný vefsíða en hún gengur út á að viðskiptavinur getur pantað sér máltíð og fengið hana senda heim – eða sótt án þess að lyfta símtólinu. Þröstur Már Sveinsson, annar um- sjónarmanna vefsíðunnar, segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að þegar hafi um 2.500 máltíðir verið pant- aðar í gegnum vefsíðuna. „Íslendingar eru greini- lega að átta sig á þægindun- um sem fylgja því að versla á netinu. Fleiri og fleiri nýta sér einnig þann möguleika að greiða með kreditkorti beint í gegnum netið og sleppa þannig við að þurfa að hafa peninga við hendina þegar maturinn er sendur heim,“ segir Þröstur og bætir við að þægindin við just.eat.is felist einkum í því að fólk getur skoðað matseðla mismunandi veitingahúsa í rólegheitun- um og valið sér máltíð. „Þetta er mjög auðveld og þægileg leið til að panta mat.“ Vefsíðan www.just-eat.is er eina matartorgið af þessu tagi hérlendis en vefsíðan er byggð á danskri fyrirmynd. Vefsíðan er í samstarfi við Coca-Cola og í sumar geta notendur síðunnar tekið þátt í leik og unnið meðal annars Sony heimabíó. Allar nánari upplýsingar um síðuna er að finna á just-eat.is. Á þriðja þúsund máltíðir pantaðar Just-eat.is slær í gegn á Íslandi eins og hjá frænd- um okkar Dönum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Þröstur Már Sveinsson er annar umsjónarmanna vefsíðunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.