Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 29
Engifer Engifer er best að geyma eins og kartöflur, eða við stofuhita. Engiferrótin myglar í ísskáp og ekki er ráðlagt að frysta hana þar sem það breytir bragðinu. [ ] S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s Stá lpottasett á góðu verði Brúðhjónal istar og gjafakort Alþjóðlegur veitingastaður með spænsku ívafi Á El Raco er frábær matur á góðu verði, spænskur söngur gleður gesti og stemningin er sér- lega fjölskylduvæn. Nýlega var opnaður nýr veitinga- staður í Tryggvagötu 8. Veitinga- staðurinn hefur hlotið nafnið El Raco sem útleggst horn á íslensku, en El Raco er katalónska. Eigand- inn, Jose Garcia, er spænskur, ætt- aður frá listaborginni Althea í Alicante. „Við opnuðum hér 20. apríl síð- astliðinn,“ segir Jose, sem hefur ýmislegt á prjónunum varðandi staðinn. „Aðaláherslan verður á góðan mat á góðu verði, en mér finnst að fólk eigi að geta veitt sér að fara út að borða án þess að það kosti of mikið. Við erum með fjölbreyttan alþjóðlegan matseðil með spænsku ívafi og meðalverð er um 1.200 krónur á mann. Dýrasti rétturinn á matseðlinum er steik og hún kostar um 2.000 krónur. Svo er ég með sérstakan barnamatseðil, en súp- urnar kosta frá 500 krónum og að sjálfsögðu erum við líka með ham- borgara og samlokur fyrir yngra fólkið.“ Jose ætlar í náinni framtíð að vera með tapasbar á staðnum og bjóða upp á salsabar á kvöldin. „Við erum með opið frá 11 á morgnana til 11.30 á kvöldin og þrjú um helgar. Eldhúsið er opið til 22 á virkum dögum og 23 um helg- ar. Á hverju kvöldi er hér spænski gítarleikarinn Don Felix sem er Ís- lendingum að góðu kunnur, en hann spilaði lengi með Los Para- guayos og hefur samið tónlist fyrir ýmsa þekkta listamenn. Þá hefur Spánardrottning afhent honum verðlaun úr sjóði prinsins af Astura fyrir framlag sitt til menn- ingar og lista. Felix spilar fyrir gesti en leggur líka áherslu á að virkja þá í söng og gleði þegar það á við.“ Jose hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár, en hann er kvæntur ís- lenskri konu og þau eiga þrjú börn. „Ég byrjaði að vinna á Hard Rock þegar ég kom til Íslands og hef verið kokkur bæði á Vegamótum og Kaffibrennslunni. Nú langar mig að reka stað sjálfur þar sem ungir og aldnir geta komið og átt skemmtilegar stundir og notið góðra veitinga eins og þekkist svo vel á Spáni. Aðstaða til að taka á móti hópum er líka sérlega góð.“ Jose lætur vel af landi og þjóð en grettir sig þegar minnst er á kuldann. „Það eina sem ég sakna er sólin,“ segir hann og gnístir tönn- um í maísnjókomunni. „En mér finnst landið og fólkið yndislegt og hér er frábært að vera með börn.“ Jose gefur lesendum Frétta- blaðsins uppskriftir að tveimur réttum. edda@frettabladid.is Jose Garcia veitingamaður vill bjóða Íslendingum upp á sannkallaða Spánarstemningu. Don Felix er á staðnum á hverju kvöldi og spilar fyrir gesti. Humar í forrétt. 6 kjúklingabringur Salt og pipar Salatblanda í poka að eigin vali Sósa 1 dós kókosmjólk 1 bolli salthnetur 1/2 ferskt chili 2 msk. sítrónugras, fínt saxað 5 hvítlauksgeirar salt eftir smekk 2 msk sojasósa 1 bolli púðursykur 1/2 búnt kóriander 3 lauf kaffilime (fæst í austurlenskum búð- um) kanilduft á hnífsoddi 1/2 paprika, smátt skorin fennelduft á hnífsoddi 1/2 rauðlaukur. smátt skorinn cayenne pipar á hnífsoddi AÐFERÐ Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla, kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu. Því næst er allt hráefnið í sósuna sett í pott ásamt 2 dl af vatni og soðið í hálfa klukku- stund. Í lok suðutímans er maukað eilítið með töfrasprota, sem er með hnífi á endanum og saxar niður hnet- urnar og laukinn. Salatblöndunni er síðan skipt á sex diska og kjúklingastrimlunum raðað ofan á. Að síðustu er sósunni hellt yfir. Kjúklingasalatið er borið fram með brauði. SÍTRÓNUOSTAKAKA Deig 400 g smjör 200 g sykur 4 eggjarauður 500 g hveiti 2-3 msk. vanilludropar Blandið og hrærið saman. Setja því næst í form. FYLLING 9 stór egg 375 g sykur 300 ml rjómi 4 sítrónur / raspaðar AÐFERÐ: Egg og sykur hrært saman í ca. 5 mín. Þá er rjóma og sítrónum bætt í og allt hrært saman í 10 mín. Hella fyllingu í form og baka í ca. 90 mín. við 150˚ C. Kjúklingasalat að hætti El Raco FYRIR 6 MANNS Heimalöguð súkkulaðimús í eftirrétt. CYPRESS og MONISTROL: Ódýr og fersk sumarvín Freyðivín eru ómissandi þáttur í brúðkaupum og öðrum veislum en það er ekki alltaf auðvelt að finna góð freyðivín á hagstæðu verði. Spánverjar eru mjög framarlega í gerð freyðivíns og bestu vín þeirra etja kappi við gæðakampavín á alþjóðamarkaði þótt ekki megi kalla þau kampavín, ein- ungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera það heiti. Um 95% af allri freyðivínsframleiðslu Spánar fer fram í héraðinu Penedes og þaðan kemur vínið Marques De Monistrol Semi Seco Cava. Öll framleiðsla fyrirtækis- ins á cava-vínum fer fram eftir „método champanés“ eða að kampavínshætti. Vínið lækkaði um 200 kr. í verði um síðustu mánaðamót. Verð í Vínbúðum 890 kr. Blush eða roðavín hafa lengi notið mikilla vinsælda, sérstaklega sem samkvæmisvín. Cypress White Zin- fandel er úr zinfandel-þrúgunni, sem er óvenjulegt fyrir ljóst vín en vínið hefur ferskleika hvítvíns, karakter rauðvíns og lífleika rósavíns. Fallega laxa- bleikt að lit með ilm af jarðarberjum og rifsberjum. Aðeins freyðandi með vott af sætu. Í eftirbragði er skemmtileg sýra sem gerir það að verkum að vínið er ekki bara gott til drykkjar eitt og sér heldur fer ljóm- andi vel með grilluðum fiski og þá sérstaklega laxi. Einnig koma ýmiss konar salöt vel til greina, þá gjarn- an með furuhnetum, sólþurrkuðum tómötum og grill- uðum laxi. Verð í Vínbúðum 990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.