Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 30
3FÖSTUDAGUR 27. maí 2005 Fá›u ástarþökk í sumarbústaðnum ÍSLEN SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 28 36 3 0 5/ 20 05 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Kjöthleifur steiktur eins og villibráð (svikinn héri) Lengi vel var fínasta matargerðin á Íslandi ættuð frá Danmörku. Svik- inn héri er dæmigerður sunnudagsmatur sem börnum finnst sérstak- lega góður. Fimmtíu ár eru síðan Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona lærði frá fyrstu hendi í Kaupmannahöfn þá list að matreiða þennan rétt upp á danskan máta. Af sínu alkunna örlæti deilir hún hér með okkur matargerðarlist sinni. Í hálfa öld hefur þessi uppskrift þróast hjá Vilborgu um leið og hún hefur glatt bæði og satt ótal munna. Blandið hakki, eggjum, kryddi, og 100 g af raspi saman í skál. Þegar hakkblandan er orðin vel þétt, mótið þá hleif úr deiginu og veltið honum upp úr afganginum af raspinu. Skerið beikonið í litla strimla og stingið þeim í röðum inn í hleifinn, ekki djúpt, en rétt svo að þeir séu fastir. Setjið örlítið af olíu í botninn á ofnpotti og steikið hleifinn í lokuðum pottinum við 200 gráður í 50 til 60 mínútur. Útbúið uppbakaða sósu: Hitið olíuna í potti og hrærið svo hveitinu útí. Hellið næst mjólkinni og vatninu varlega út í og hrærið jafnt og þétt í pottinum á meðan svo ekki komi kekkir í sósuna. Lækkið hitann þegar sósan hefur jafnast, blandið sósulit útí og kryddið sósuna með salti og rifsberjasaft. Smakkið til. Þegar 20 mínútur eru eftir af steik- ingartímanum, hellið þá sósunni yfir kjöthleifinn og klárið steiking- una við 175 gráður. Berið fram með soðnum kartöflum, grænmeti, hvítkálsjafningi og sultu. Kostnaður um 700 kr. 500 g kjöthakk 460 kr. 120 g brauðrasp 2 egg 6-7 sneiðar beikon 100 kr. 1 tsk. salt 1/4 tsk. pipar Sósan 3 msk. olía 3 msk. hveiti 3 dl mjólk 1-2 msk. vatn 1 tsk. salt 1/2 tsk. sósulitur 2 msk. rifsberjasaft hollráð } Tímaþröng í eldhúsinu Oft má beita ýmsum brögðum við eldamennskuna til að flýta fyrir sér. Þurfi maður til dæmis að sjóða kartöflur í einum hvelli má nota eðlisfræðina og stinga stálnagla í gegnum kartöflurnar áður en þær eru settar í pottinn. Málmurinn leið- ir hitann inn í kartöflurnar og þær verða tilbúnar fyrr. Vanti mann egg í uppskrift má setja einn dropa af ediki í glas af mjólk. Það jafngildir einu eggi og dugar vel í eldamennskuna ef ekki gefst tími til að hlaupa út í búð. Nizza með nýju lagi STÆRRA EN ÞYNNRA. Gamla góða Nizzað frá Nóa Síríusi er komið í nýjan búning. Nýja Nizzað er þynnra og stærra en áður, hvert stykki er nú 55 g í stað 40 g. Súkkulaðið fæst í fimm mismunandi útfærslum; Nizza með lakkrískurli sem er nýjung, Nizza með hnetum og rúsínum, Nizza með Nóa kroppi, Nizza með rúsínum og hreint Nizza. Framleiðsla Nizza hófst snemma á 7. áratugnum þannig að segja má að fjórða kynslóð Íslend- inga sé nú að kynnast þessu sí- gilda súkkulaði, með nýju lagi. Áströlsku vínin Deakin Estate sem nýlega komu á markaðinn hérlendis hafa vakið mikla athygli og þykja öflug vín á hag- stæðu verði. Deakin Estate leggur mikið upp úr því að rækta gæðaþrúgur og framleiða úr þeim vín með ólgandi bragði og af- gerandi karakter. Deakin Estate er framleitt í Victoria, einu frjósamasta og gjöfulasta svæði Ástralíu. Nafnið Deakin er til heiðurs Alfred Deakin, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu og frumkvöðli í landbúnaði og víngerð. Hér á landi fást fimm tegundir vína frá Deakin Estate í öllum helstu Vínbúðum. Eitt þeirra er Deakin Estae Shiraz sem þykir ein bestu kaup í áströlskum vínum í dag. Áströlsk blöð hafa verið óspör á lofsyrði, The Courier Mail gaf víninu 90 stig og telur það „bestu kaup“ og Herald Sun telur það með bestu vínum í sínum verðflokki. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. DEAKIN ESTATE SHIRAZ: Lofað af Áströlum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.