Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 27.05.2005, Qupperneq 41
Það mátti vel greina spennu hjá þeim sem komnir voru saman við flugaðstöðu landgræðslu- flugsins í gær, þegar flugvélin Páll Sveinsson af gerðinni DC-3 var að lenda úr sínu síðasta áburðarflugi. „Þetta er stór dagur hjá öllu áhugafólki um flugsögu og kannski sérstaklega hjá þeim fjölmörgu sem tengj- ast þessari tegund flugvél beint,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavina- félagsins, sem er sérstakur fé- lagsskapur áhugamanna um þessa tegund flugvéla. „Merki- legast við sögu Páls Sveinssonar er þó að hún hefur verið notuð í mikilli vinnu alla sína tíð, sem er sjaldgæft með þetta gamlar vélar, sem sýnir vel hversu magnaðar þessar DC-3 vélar eru,“ bætir Tómas Dagur við. Bræðurnir Jóhannes og Snorri Snorrasynir tengjast vélinni tryggum böndum, en báðir flugu þeir vélinni um árabil. „Í áætlun- arflugi milli Reykjavíkur og Keflavíkur árið 1948 var ég í þjálfun hjá Flugfélagi Íslands og var ekki kominn með full réttindi ennþá, þá vantaði aðstoðarflug- mann í skyndi, ég var bara kall- aður til og hef alla tíð síðan tengst þessari vél mikið,“ segir Snorri. Félag atvinnuflugmanna hefur gefið vinnu sína við áburðarflug- ið í þau 32 ár sem það hefur verið í gangi, og segja félagsmenn það alls ekki íþyngjandi verk. „Það er einfaldlega slegist um að fá að fljúga þessari vél,“ segir Snorri og undrast það ekki að vélin skuli enn þann dag í dag njóta mikilla vinsælda. Þristavinafélög eru starfandi víða um heim. „Við höldum tengsl- um við félögin í Skandinavíu en ég veit til þess að þessi tegund flug- véla á sér stóra aðdáendahópa um allan heim,“ segir Tómas Dagur. Flugvélin, sem er orðin 62 ára gömul, verður ennþá notuð til flugs í einhvern tíma þó hún muni ekki sinna áburðarfluginu. Landgræðslan, sem á flugvél- ina, mun færa Þristavinafélaginu vélina til umsjónar. „Vélin verður áfram í eigu Landgræðslunnar en Þristavinafélagið mun hafa um- sjón með henni,“ segir Björn Bjarnarson, umsjónarmaður áburðarflugsins. Vélin verður máluð og snyrt fyrir sýningu sem haldin verður í Duxford í Bretlandi 9. til 10. júlí, en þangað verður henni flogið nokkrum dögum fyrr. ■ 28 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR HENRY ADAMS (1838-1918) lést þennan dag. Flugmenn slást um að fljúga Þristinum TÍMAMÓT: SÍÐASTA FLUG ÁBURÐARFLUGVÉLARINNAR PÁLS SVEINSSONAR „Óreiða elur oft af sér líf, á meðan regla skapar einungis vana.“ Henry Adams var bandarískur sagnfræðingur sem fékkst við bóka- skrif og kennslu. Hann var prófessor við Harvard-háskóla og var virtur fyrir greinargóð skrif sín um evrópska og bandaríska sögu. timamot@frettabladid.is VELUNNARAR ÞRISTSINS HEIÐRAÐIR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri heiðruðu hóp fólks fyrir stuðning við landgræðsluflugið. Umfangsmikil leit hófst þennan dag árið 1981 þegar flugvélin TF- ROM með fjórum ungum mönn- um innanborðs skilaði sér ekki á áfangastað á Akureyri en þeir höfðu lagt af stað frá Reykjavík um kvöldmatarleytið. Fjöldi flug- véla, þyrlur og björgunarsveitir tóku þátt í leitinni en mikil þoka olli erfiðleikum fyrstu dagana, sem og snjóalög um mest allt leitarsvæðið milli Reykjavíkur og Akureyrar. Flugvélarinnar varð hvergi vart og að lokum teygði leitarsvæðið sig yfir næstum allt landið. Ráðgátan var síðan leyst hinn 10. júní, um tveimur vikum eftir hvarf vélarinnar. Flak vélarinnar fannst í mörgum hlutum við Þverárvötn í Borgarfirði, austur af Fornahvammi. Voru nokkrir hlut- ar vélarinnar úti á ísilögðu vatni. Svo virtist sem flugvélin hefði flogið af fullum krafti á jörðina og sundrast þar með þeim af- leiðingum að mennirnir fjórir lét- ust samstundis. Síðar á árinu spruttu aftur upp miklar umræður um flugöryggis- mál þegar Flugráð gaf út skýrslu þar sem fram kom að af tólf þyrl- um sem keyptar hefðu verið til landsins frá upphafi hefðu hvorki meira né minna en níu farist. Var slæmum flugskilyrðum á Íslandi kennt um en þó ekki talið ólík- legt að þjálfun flugmanna væri ábótavant. 27. MAÍ 1981 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1703 St. Pétursborg er nefnd höfuðborg Rússlands. 1857 Danskir embættismenn þurfa frá og með þessum degi að þreyta íslenskupróf áður en þeir taka við emb- ættum á Íslandi. 1923 Fyrsti La Mans-kappakstur- inn fer fram. Renee Leon- ard fer með sigur af hólmi. 1933 Teiknimyndin Grísirnir þrír er fyrst gefin út þennan dag. 1983 Hús verslunarinnar í Reykjavík er tekið í notkun. Húsið átti að efla verslun og auka samtakamátt þeirra sem að henni koma. 1991 Landsbankinn tekur yfir síðasta útibú Samvinnu- bankans. Flugvél ferst me› fjórum mönnum Elskulegur eiginmaður og faðir, Vu Van Phong er látinn. Minningarathöfn hefur farið fram, jarðaförin fer fram í Víetnam. Þökkum ykkur öllum auðsýnda samúð og stuðning. Viet Thanh Mac Kristín Trang Linh Vu Ættingjar og vinir. Loi cam Ta Toi xin chan Thanh cam on ba con cong dong nguoi viet nam dang song tai bang dao da nhiet tinh den chia buon phung vieng dam le tang chong loi trong khi tang gia boi roi co diei gi so suat mong ba con rong long luong thu goa phu Mac Thanh Viet Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Björgvinsson fyrrum bóndi á Neistastöðum, sem lést að hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstudaginn 20. maí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 30. maí kl. 13:30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum að Hraungerði. Margrét Björnsdóttir Björn Sigurðsson Sigríður Júlía Bjarnadóttir Soffía Sigurðardóttir Sigurður Ingi Andrésson Stefanía Sigurðardóttir Björn Jónsson Guðbjörg Sigurðardóttir Stefán Hrafn Jónsson, Sigurður B. Sigurðsson Þorbjörg Erla Sigurðardóttir og barnabörn. JAR‹ARFARIR 10.30 Steingerður Hólmgeirsdóttir, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarð- sungin frá Glerárkirkju. 13.00 María Ágústa Benedikz, Sóltúni 2, áður Hrefnugötu 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. 13.00 Halldóra Árnadóttir, Kvistagerði 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.00 Erla Kristjánsdóttir, til heimilis á Bakkastöðum 5a, áður Hjallalandi 22, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju. 14.00 Hjálmar Rúnar Hjálmarsson, vél- stjóri, Lóulandi 2, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju. 14.00 Gísli Torfason, Lágmóa 11, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Ottó Níelsson, Hrafnistu, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. FÆDDUST fiENNAN DAG 1794 Cornelius Vanderbilt, auðjöfur 1882 Josef Joachim Raff, tónskáld 1923 Henry A. Kissinger, fyrrverandi ráðherra í Bandaríkjunum 1975 Jamie Oliver, kokkur án klæða ANDLÁT Þórarinn Pálsson bóndi, Seljalandi, Fljótshverfi, lést þriðjudaginn 24. maí. Guðmundur Sæmundsson tæknifræð- ingur, Álftamýri 25, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 23. maí. Kristín Laufey Guðjónsdóttir andaðist mánudaginn 23. maí. Sesselja Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 6, Hvammstanga, lést á sjúkrahúsi Hvammstanga þriðjudaginn 24. maí. Anna Clara Sigurðardóttir, Lindargötu 57, Reykjavík, lést þriðjudaginn 24. maí. Sigríður Ingibjörg Claessen kennslu- meinatæknir, Sæviðarsundi 82, Reykja- vík, lést á krabbameinsdeild Landspítala- Háskólasjúkrahúss mánudaginn 23. maí. Margrét H. Randversdóttir, Lindarsíðu 3, Akureyri, lést á gjörgæsludeild FSA föstudaginn 20. maí. Steinunn Þ. O. Nielsen, Seljahlíð, Reykjavík, lést miðvikudaginn 25. maí. AFMÆLI Guðný Skaptadóttir Fisher verður 60 ára þann 30. maí. Hún er stödd á Íslandi og býður vinum og vandamönnum til kaffisamsætis að Funafold 79 á milli kl. 15 og 18, sunnudaginn 29. maí. Þórey Aðalsteinsdóttir leikkona er 67 ára. Karl Steinar Guðnason, fyrrverandi al- þingismaður, er 66 ára. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir fréttakona er 30 ára. Næstkomandi sunnudag er flug- messa í Grafarvogskirkju og verður hún fyrsta guðsþjónusta sinnar tegundar hér á landi. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnason- ar sóknarprests átti Björn Þver- dal, flugvirki og gæðastjóri hjá Flugfélagi Íslands, frumkvæðið að messunni. „Björn var í alfa- námskeiði hjá okkur og kom að máli við mig og nefndi þessa hug- mynd. Við ákváðum að taka slag- inn og nú er fyrsta flugmessan að verða að veruleika.“ Fjölmargir sem tengjast flugi koma að messugjörðinni; Benóný Ásgrímsson flugstjóri flytur hug- leiðingu og flugfreyjukórinn syngur ásamt félögum úr kvartett flugstjóra. Þá leikur fjöldi flug- manna og flugfreyja á hljóðfæri. Signý Pétursdóttir flugumferðar- stjóri flytur ritningarlestur og Hertvig Ingólfsson flugvirki og Rafn Jónsson flugstjóri lesa bæn- ir. Þá les Björn Þverdal lokabæn. Fyrir messu lendir þyrla við kirkjuna, sem og fallhlífar- stökkvarar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og kirkjugestir geta notið listflugs á meðan. Flugfólk sem á og notar einkennisbúninga í starfi sínu er beðið um að mæta í þeim. Flug- messan hefst klukkan 11.00 en fallhlífarstökkvararnir lenda upp úr klukkan 10. ■ Fyrsta flugmessan á Íslandi SÉRA VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON Fólk úr fluggeiranum sér um allan tón- listarflutning og bænalestur í mess- unni. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og listflugssýningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.