Fréttablaðið - 27.05.2005, Page 47

Fréttablaðið - 27.05.2005, Page 47
27. maí 2005 FÖSTUDAGUR34 Valsmenn ger›u gó›a fer› í Árbæinn í gær og unnu sannfærandi útisigur á Fylki, 1-2. fietta er í fyrsta sinn sí›an 1993 a› n‡li›ar vinna flrjá fyrstu leiki sína í efstu deild. Vörn Valsmanna vinnur leiki FÓTBOLTI „Þetta var ekkert bylm- ingsskot,“ sagði Andri Júlíusson, hetja Skagamanna í leiknum gegn Grindavík uppi á Skipaskaga í gær. Hann skoraði sigurmark leiksins með lokaspyrnu leiksins. „Ég fékk boltann á vinstri kantin- um og gaf inn á Jón Vilhelm sem spólar sig nánast í gegnum vörn- ina og ég er heppinn, fæ boltann og næ að skjóta í markið. Það var ótrúlegt að sjá boltann í netinu,“ sagði Andri. „Við klikkuðum. Við gáfum þeim leikinn eftir að hafa haft hann í hendi okkar,“ sagði varnar- maðurinn Óðinn Árnason, súr í broti eftir leik eins og aðrir Grindvíkingar. „Þetta var engu að síður besti leikur okkar í sumar og hefur verið góður stígandi í leik okkar. Við áttum aldrei að tapa þessum leik en við verðum að halda í þá trú að við getum gert betur.“ Leikurinn á Akranesvelli var fremur kaflaskiptur. Grindvíking- ar komust réttilega yfir í fyrri hálfleik en greinilegt var að Ólaf- ur Þórðarson hafði lagt sínum mönnum vel línurnar í hálfleik sem Skagamenn eiga ef frá eru talin nokkur góð færi Grindvík- inga strax eftir hlé. Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Hjörtur Hjartar- son komu sínum mönnum yfir og var mark Hjartar einstaklega glæsilegt. Þrumufleygur í slána og inn. En gestirnir hættu ekki og jöfnuðu metin sem dugði þó ekki til því að Andri skoraði sigur- markið í blálokin. Grindvíkingar mega vel við una þrátt fyrir að hafa enn ekki fengið stig í hús. Þeir leika sífellt betri knattspyrnu og eru til alls líklegir í næstu umferðum. Skaga- menn virkuðu ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en tóku til sinna mála í þeim síðari. Það er reyndar áhyggjuefni hversu berskjaldaðir þeir virðast vera á svæðinu fyrir framan vörnina og betur má ef duga skal. eirikurst@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Föstudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Fram og Þróttur mætast á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta..  20.00 Fjölnir og Víðir mætast á Fjölnisvelli í 2. deild karla í fótbolta.. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  16.25 Þú ert í beinni! á Sýn. Endursýndur þáttur.  16.45 Fótboltakvöld á Rúv. Endursýndur þáttur.  17.25 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  18.40 Gillette Sportpakkinn á Sýn.  19.10 Motorworld á Sýn. Hjól og hestöfl.  19.40 Lansbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Fram og Þróttar í Landsbankadeildinni.  21.55 HM í póker á Sýn. *MAÐUR LEIKSINS ÍA 4–3–3 Páll Gísli 7 Finnbogi 7 *Reynir 7 Gunnlaugur 7 Guðjón 6 Pesic 6 (58. Helgi Pétur 6) Pálmi 6 Jón Vilhelm 6 Kári Steinn 5 Hjörtur 7 (88. Andrés –) Hafþór 6 (74. Andri –) GRINDAVÍK 4–4–2 Savic 7 Óðinn 6 Kekic 7 Óli Stefán 6 Eyþór Atli 6 Niestroj 7 Eysteinn 7 McShane 6 (75. Jack –) Óskar Örn 6 Magnús 6 (90. Andri –) Ahandour 6 3-2 Akranesv., áhorf: 682 Erlendur Eiríksson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–7 (10–6) Varin skot Páll Gísli 3 – Savic 7 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 8–13 Rangstöður 1–1 0–1 Magnús Þorsteinsson (34.) 1–1 Hafþór Vilhjálmsson (53.) 2–1 Hjörtur Hjartarson (71.) 2–2 Mounir Ahandouer (76.) 3–2 Andri Júlíusson (90.) ÍA Grindavík FYRSTA MARK HAFÞÓRS Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR Skagamenn tóku á móti Grindvíkingum: Stálheppnir Skagamenn FÓTBOLTI „Við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við reynum að byggja okkar leikaðferð á honum. Við erum sterkir varnarlega og svo erum við fljótir upp völlinn og auðvitað reynum við að nýta okkur það,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsmanna, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Vel valin orð þar hjá Willum því þeirra taktík í leiknum í gær gekk full- komlega upp og náðu Fylkismenn aldrei að ógna marki Vals að neinu viti. Mark þeirra kom úr horn- spyrnu, einni af ellefu slíkum í leiknum sem allar voru Fylkis- manna, og var það nánast aðeins í þeim sem einhver hætta skapaðist upp við mark gestanna. Willum stillti upp sama liði og hann hefur gert í fyrstu tveimur leikjunum að undanskildum Garð- ari Gunnlaugssyni, sem á við meiðsli að stríða. Í fjarveru hans ákvað Willum að setja Matthías Guðmundsson í fremstu víglínu og kom Baldur Aðalsteinsson inn í lið- ið í stað Matthíasar á hægri kantin- um. Matthías reyndist betri en enginn í framlínunni og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum. „Mér er svo sem alveg sama hvar ég spila og mér líður alveg jafn vel frammi og á kantinum. Mér líður bara vel í þessu liði núna,“ sagði Matthías í sigurvímu í leikslok. „Það skiptir engu máli hver skorar mörkin. Ég náði að setja tvö sem er auðvitað ánægju- legt en bestur er samt sigurinn,“ bætti markaskorarinn við en hann var mjög sprækur í framlínunni framan af leik og olli varnarmönn- um Fylkis miklum vandræðum með hraða sínum. Ekki er hægt að segja að leikur- inn í gær hafi verið vel leikinn. Heimamenn voru ívið meira með boltann nánast allan leiktímann en Valsmenn vörðust gríðarlega skpulega og beittu einstaklega vel útfærðum skyndisóknum. Það var einmitt úr einni slíkri sem Matthí- as skoraði sigurmarkið en arki- tektinn að því var vinstri bakvörð- urinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann, ásamt hinum þremur í varn- arlínu Vals, myndaði múr upp við vítateig Vals sem heimamenn voru aldrei nálægt að brjóta og var á köflum vandræðalegt að fylgjast með sóknartilburðum Fylkis. Og jafnvel þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri síðustu 20 mínúturnar héldu Fylkismenn áfram að beita löngum sendingum fram völlinn, þar sem smávaxnir sóknarmenn máttu síns lítils gegn turnunum í vörn Vals. „Við spiluðum langt undir getu og vorum ekki að skapa okkur sömu færin og í fyrstu tveimur leikjunum. Það er erfitt að segja af hverju en Valur spilar mjög öfluga vörn og það hefur aldrei gengið hjá okkur að dæla háum bolta fram. Ég veit ekki af hverju við gerðum þetta svoleiðis en við þurf- um að rífa okkur upp, það er ljóst,“ sagði Guðni Rúnar Helgason. „Við erum með markmiðin á hreinu og það fyrsta er að tryggja tilverurétt okkar í deildinni. Þessi sigur var skref í áttina að því,“ sagði Willum enn fremur og er með fæturna á jörðinni þrátt fyrir óskabyrjun Vals á Íslandsmótinu. vignir@frettabladid.is 1-2 Fylkisvöllur, áhorf: 1285 Gísli H. Jóhannsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–4 (1–2) Varin skot Bjarni Þórður 0 – Kjartan 0 Horn 11–0 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 0–0 0–1 Matthías Guðmundsson (17.) 1–1 Helgi Valur Daníelsson (25.) 1–2 Matthías Guðmundsson (50.) Fylkir Valur FULLT HÚS HJÁ VALSMÖNNUM Valsmaðurinn Guðmundur Benediktsson sést hér brjótast framhjá Fylkismann- inum Ragnari Sigurðssyni í leik liðanna á Fylkisvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI *BESTUR Á VELLINUM FYLKIR 4–3–3 Bjarni Þórður 5 Helgi Valur 6 Ragnar 5 Valur Fannar 5 Gunnar Þór 5 Finnur 6 Guðni Rúnar 5 Viktor Bjarki 5 Eyjólfur 4 (56. Jón Björgvin 4) Sævar Þór – (18. Albert 5) Björgólfur 4 (70. Björn Viðar –) VALUR 4–4–2 Kjartan 5 Steinþór 6 Atli Sveinn 7 Grétar 7 Bjarni Ólafur 7 Baldur 6 (77. Sigurður S. –) Sigurbjörn 6 Stefán Helgi 5 Sigþór 5 *Matthías 7 Guðmundur 5 (63. Kristinn 5)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.