Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 51
27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Það að ég sé að eldast er ekki mikið áhyggju- efni. Að venju verður talan bara hærri með ári hverju. Ég er ekki kominn með skalla en meiri skeggvöxt, nokk- ur aukakíló og svo er ég orðinn „ör- uggari“ ökumaður samkvæmt stöðlum tryggingafélaganna. Þrátt fyrir hækkandi aldur hafa áhugamál mín ekki mikið breyst frá því að ég var yngri. Mér finnst ennþá skemmtilegt að leika mér í tölvuleikjum. Spennan hefur ekki farið en í staðinn fyrir gulu PacMan-vélina sem ég fékk frá ömmu minni í Bandaríkjunum er komin öflug PC-tölva með netteng- ingu. Finnst líka gaman að dunda mér í Playstation-tölvu litla bróður míns og get gleymt mér yfir alls kyns íþróttaleikjum. Best finnst mér þó að fara á fætur, eldsnemma á morgana, reima á mig golfskóna og arka um grænar grundir spilandi golf. Mér finnst gaman að leika mér og viðurkenni það fús- lega. Vinkona mín var hins vegar ekki jafn hress yfir þessum „barnaskap“ og réðst að mér þar sem ég sat í mínum mestu makind- um og horfði á íþróttaleik. Spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að festa ráð mitt, eignast börn og hætta þessum sífellda leikaraskap. „Aukin hæfni með rakvél, fælni við sælgæti og lýtalaus ökuferill eru ekki merki um þroska,“ hreytti hún í mig. Á örskotsstundu helltust yfir mig allskyns áhyggjur. Var ég að verða gamall? Hafði vinkona mín rétt fyrir sér? Var ég að missa af lestinni og myndi ég enda sem gamall karl, einn en ótrúlega góður í tölvuleikjum og dyggur stuðn- ingsmaður Liverpool? Fljótlega náði ég þó áttum, slökkti á leiknum og kastaði fram svari sem gerði hana orðlausa: „Mér finnst gott að rækta barnið í sjálfum mér og þar að auki líður lífið ekki það hratt að ekki sé hægt að gefa sér tíma til þess að njóta þess.“ STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR GÍGJA GUNNARSSON VELTIR FYRIR SÉR SÍNUM EIGIN ÞROSKA. Að rækta barnið í sjálfum sér M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Stærsti fjölmiðillinn Mest lesna Fasteignablaðið 0 10 20 30 40 50 43% 29% Íslendingar 25-54 ára Samkvæmt nýjustu könnun Gallup lesa mun fleiri íslendingar Fasteignablað Fréttablaðsins en Morgun- blaðsins. Sem dæmi í verðmætasta hópi fasteignakaupenda, 25-54 ára lesa 48% fleiri fasteignauglýsingar Fréttablaðsins. Tölurnar tala sínu máli, Fasteignablað Fréttablaðsins er vinsælasta fasteignablaðið, sem kemur kaupen- dum og seljendum saman án fyrirhafnar. Vertu séður og auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er *Lestur fasteignablaða. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 * Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli TA DA Mamma! Af hverju er mað- urinn með svona stór og útstæð eyru? Ssh! Ekki segja svona Lalli. Maðurinn getur ekkert að því gert. Nei, en þegar hann brosir standa tenn- urnar út eins og á hesti. Lalli, hættu nú. Sittu kyrr! Já, en tenn- urnar eru gular og með brúna flekki! LALLI! Mamma! Sjáðu nefið á bílstjór- anum. Hann lítur út eins og teiknimynda- fígúra. Já! Ég veit. Þú hefur alveg rétt fyrir þér Lalli. Ég hata þennan árs- tíma.. Stanislaw er í fríi með fjölskyldunni... ...Sara er hjá pabba sínum. ...ættingjar okkar eru í heimsókn. Ég vildi að það myndi allavega eitthvað gerast í þessu ömurlega fríi. Hæ! Finnst þú ert byrjaður ertu þá ekki til í að gefa mér eins og eina milljón. Fyrirgefðu hvað ég kem seint... uh... hvað er að? Við vorum að ljúka við heima- verkefni Sollu. Tvo og hálfan tíma?? Jebb!Hvað?! Þrjátíu mínútur í heimaverkefnið og tvo tíma í að reyna fá hana til að sitja kyrr. Á ég að sýna ykkur hvernig sól- arupprásin er? Tók tvo og hálfan tíma...Ahh!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.