Fréttablaðið - 27.05.2005, Side 55

Fréttablaðið - 27.05.2005, Side 55
42 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Fullorðið fólk Dags Kára GRAFFÍTÍLISTAMAÐURINN DANIEL Er með allt á hælunum en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist bakarastelpunni Franc. „He’s more machine now than man; twisted and evil.“ - Það vefst ekki fyrir Obi-Wan Kenobi að lýsa erki- fjanda sínum, Svarthöfða, í The Return of the Jedi enda er það hann sjálfur sem heggur hinn unga Anakin svo illa í spað í nýju Stjörnustríðsmyndinni að það er ekkert eftir annað en illur skrokkur í ógnvekjandi öndunarvél. bio@frettabladid.is Það eru komin fimmtán ár síðan Jane Fonda lék síðast í kvikmynd. Það var í kvikmyndinni Stanley & Iris þar sem hún lék á móti Robert DeNiro. Hún giftist í kjölfarið fjölmiðlakóngn- um Ted Turner og í sameiningu byggðu þau upp fjölmiðlaveldi hans og Fonda hvarf af sjónarsviðinu sem leikkona. Turner og Fonda skildu fyrir fjórum árum síðan en halda að hennar sögn góðu sambandi. Fonda hefur á undanförnum árum helgað krafta sína trúnni og baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum en snýr nú aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Monster in Law. Það má með sanni segja að kvikmyndirnar séu henni í blóð bornar enda er hún dóttir eins virtasta kvikmyndaleikara Hollywood fyrr og síðar, Henry Fonda. Hún ætlaði sér þó aldrei að leggja kvikmyndirnar fyrir sig en fékk bakteríuna eftir að hafa kynnst hinum goðsagnakennda Lee Strasberg. Eftir það leit hún aldrei um öxl og á þessum fyrra hluta ferils síns uppskar hún sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna og hlaut tvenn, þau fyrri árið 1972 fyrir leik sinn í myndinni Klute þar sem hún lék á móti Don- ald Sutherland í leikstjórn Alan J. Pakula og þau seinni sjö árum síðar fyrir leik sinn í Coming Home. Þar lék Fonda konu sem berst gegn veru Bandaríkjahers í Víetnam eft- ir að maðurinn hennar kemur heim lamaður. Efni myndarinnar var Fonda hugleikið enda var hún mjög hávær mótmælandi gegn Ví- etnamstríðinu. Jane Fonda var þó meira til lista lagt en bara að leika því hún varð hálfgert tákn níunda áratugsins eftir að hún gaf út bókina The Jane Fonda Workout Book. Hún segist í dag sjá mikið eftir þessu tímabili og kallar það sína mestu niðurlægingu. Fleiri úr Fonda-fjölskyldunni hafa lagt kvik- myndirnar fyrir sig með ágætis árangri og nægir þar að nefna bróður hennar Peter Fonda og frænkuna Bridget Fonda. EKKI MISSA AF... Sideways á DVD. Það er að segja ef þú hefur ekki þegar séð hana. Það er óvenjumikið í handrit myndar- innar spunnið og það eru fyrst og fremst kostuleg samtöl sem keyra myndina áfram en ekki spillir fyrir fanta- góð frammi- staða allra aðal- leikaranna. Það er einhver óræð snilld fólgin í því að geta gert bráð- skemmtilega gamanmynd um tvo einstaklega óaðlaðandi menn sem eiga varla skilinn snefil af samúð áhorfenda en Paul Giamatti og Thomas Haden Church fara hins vegar létt með að gæða leppalúð- ana sem myndin snýst um lífi. Sideways er gullmoli sem gleymist seint. Komin aftur eftir fimmtán ára hlé Náðu þínum hlut í ferðaveltu sumarsins Sérblað u m Norðurla nd 31. maí Þann 31. maí fylgir Fréttablaðinu blað um Norðurland og þá fjölbreyttu ferðamögu- leika sem þar bjóðast. Þeir sem vilja auglýsa í þessu blaði er bent á að hafa samband við Hinrik Fjeldsted í síma 515 7592 eða hinrik@frettabladid.is Kvikmynd Dags Kára, Voksne Mennesker, verður frumsýnd í kvöld. Myndin var sýnd í Un Certain Reg- ard-flokknum á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill heiður slíkt er fyrir ungan, íslenskan leikstjóra og myndin fékk glimr- andi viðtökur áhorfenda á frum- sýningunni í Cannes. Voksne mennesker hefur fengið mis- jafna dóma gagnrýnenda en Berl- ingske Tidende segir að annað hvort elski fólk hana eða hati. Voksne Mennesker er önnur mynd Dags Kára en hann gerði hina rómuðu mynd Nóa albínóa sem fór sigurför um Evrópu. Dagur Kári segist ekki kunna við það að hafa einhvern einn söguþráð. Hann reynir að fá sem mest af hugmyndum og setja þær síðan saman. Þetta kemur heim og saman við Voksne Mennesker þar sem úir og grúir af skraut- legum persónum. Engu að síður er ein aðalper- sóna sem leiðir myndina áfram. Líkt og Nói er Daniel heldur óvenjulegur drengur. Hann er graffítílistamaður með allt á hælunum. Öll yfirvöld eru á eftir honum en svo virðist sem Daniel lifi í einhverjum öðrum heimi, sé á annarri bylgjulengd. Þetta breytist þó allt þegar hann kynnist bakarastelpunni Franc, sem nýlega hefur verið rekin úr vinnunni. Saman hitta þau margvíslegar persónur sem á einn eða annan hátt gera Daniel það ljóst að hann þarf að taka ákvörðun um lífið sitt. Undir- tónninn í myndinni eru mann- eskjurnar sem passa ekki inn í fjöldann Það er Jakob Cedergren sem leikur graffítílistamanninn Daniel. Cedergren ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur leikið í Erninum, sem sýndur var við miklar vin- sældir hérlendis, og Nikolaj og Julie. Nicolas Bro, sem leikur besta vin Daniels, Morfar, lék í Krónikunni. Þá leikur Nikolaj Kopernikus einnig í myndinni en hann lék í einni vinsælustu mynd Dana fyrr og síðar, Kongekabale. ■ JANE FONDA SEM BARBARELLA Á sjöunda og áttunda áratugnum varð Jane Fonda kyntákn sinnar kynslóðar og var á dögunum valin ein af 100 kynþokkafyllstu konum kvikmyndanna. Breskar glæpamyndir hafa lengi átt upp á pallborðið hjá ís- lenskum kvikmyndahúsagestum. Vinsældir Lock, Stock & Two Smoking Barrels, Snatch og Sexy Beast eru ágætis sönnun þess. Það má því búast við því að kvikmynd- in Layer Cake komi til með að njóta mikillar hylli enda er henni leikstýrt af Matthew Vaughn, sem framleiddi einmitt Lock, Stock... og Snatch. Reyndar er þetta fyrsta myndin sem hann leikstýr- ir en hún hefur engu að síður verið að fá fína dóma erlendis. Myndin segir frá nafnlausri hetju sem lítur út eins og hver annar sölumaður í heiðarlegum rekstri. Hann klæðist fínum jakkafötum og gengur um með skjalatösku. Það sem aðskilur hann frá hinum venjulega skrif- stofumanni er að hann verslar með kókaín og alsælutöflur. Við- skiptin hafa blómstrað að undan- förnu og hetjan sér fyrir sér að eitt verk í viðbót komi til með að sjá honum farborða það sem eftir er. Það verkefni á að vera einfalt og byggist á því að finna útúrdóp- aða dóttur glæpaforingjans Eddie Temple. Þar að auki þarf hann að finna milligöngumann sem gæti keypt fíkniefni af heldur brjáluð- um innflytjenda sem kallar sig The Duke. Þetta ætti að vera ein- falt ef ekki væri fyrir serbneskan herstjóra og fullt af aumingjum sem gera í því að þvælast fyrir honum. Það er Daniel Craig sem leikur hetjuna en hann kom lengi vel til greina sem næsti James Bond en Craig lék meðal annars Alex West í Lauru Croft-myndinni Tomb Raider. Kenneth Graham leikur The Duke en hann er um þessar mundir að leika í Oliver Twist sem Roman Polanski er að gera. Þokkagyðjan Sienna Miller leikur dótturina en hún er ein allra heitasta leikkona Breta um þessar mundir. Þess má svo til gamans geta að Hafdís Huld syngur aðal- lag myndarinnar ásamt hljóm- sveit sinni, FC / Kahuna. Glæpasaga af breskri ger› DANIEL CRAIG Var lengi vel talinn mjög líklegur til þess að hreppa hlutverk James Bond.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.