Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 56
Kvikmyndin House of Wax verður frumsýnd um helgina. Hún segir frá hópi ungmenna sem neyðast til þess að leita skjóls í yfirgefnu vaxmyndasafni. Eina vandamálið er að vaxmyndirnar eru ekkert venjulegar því þær eru vöxuð lík fórnarlamba geðsjúks sadista. Hópurinn verður því að leita allra leiða til þess að bjarga sér til að enda ekki í hópi vaxmyndanna. House of Wax er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá ár- inu 1953 þar sem sjálfur hryll- ingskóngurinn Vincent Price fór með aðalhlutverkið. Það eru hins vegar sjónvarpsstjörnurnar El- isha Cuthbert úr sjónvarpsþátt- unum 24, Chad Micheal Murray úr One Tree Hill og sjálf Paris Hilton sem leika aðalhlutverkin í þessari mynd. Hilton er sennilega eitt þekktasta andlit 21. aldarinnar. Hún stökk fram á sjónarsviðið sem fyrirsæta og varð fljótlega þekkt fyrir hrátt og hratt líferni. Hún fetaði óvænt í fótspor Pamelu Anderson þegar kynlífs- myndband hennar og Rick Solomon komst í hendur almenn- ings. Það varð enn fremur uppi fótur og fit meðal fræga fólksins þegar GSM-símanum hennar var stolið og númerin láku út til al- múgans. Þó svo að Hilton spili sig frek- ar einfalda verður ekki hjá því komist að henni hefur tekist að markaðssetja nafnið sitt ansi vel. Hún er bæði með vinsælt ilmvatn á markaðinum sem og fatalínu. Þá má ekki gleyma því að hún fékk framleiðendur myndarinnar til þess að samþykkja bol sem hún gerði þar sem á stóð „Þann sjötta maí getur þú séð París deyja“. ■ PARIS SKÖMMU FYRIR DAUÐA SINN Paris Hilton leikur eitt aðalhlutverkið í kvik- myndinni House of Wax og sýnir á sér „nýja“ hlið. FÖSTUDAGUR 27. maí 2005 43 Sjá›u Paris deyja CARPE DIEM Meðal mynda sem verða frumsýndar er Carpe Diem eftir Dögg Mósesdóttur. Leikstjórar sitja fyrir svörum Reykjavik Shorts & Docs ætlar að standa fyrir spurt og svarað- sýningu með leikstjórum sex nýrra stuttmynda í kvöld klukk- an sex. Fer atburðurinn fram í Tjarnarbíói en myndirnar sem eru frumsýndar eru Jón Bóndi eftir Unu Lorenzen, Töframað- urinn eftir Reyni Lyngdal, Granny Kickers eftir Lost, Carpe Diem eftir Dögg Móses- dóttur, Ég missti næstum vitið eftir Bjargeyju Ólafsdóttur og Slavek the Shit eftir Grím Há- konarson. Munu þau öll mæta og sitja fyrir svörum. ■ House of Wax Internet Movie Database 4,7 / 10 Rottentomatoes.com 22% / rotin Metacritic.com 4,5 / 10 Monster in Law Internet Movie Database 5,1 / 10 Rottentomatoes.com 16% / rotin Metacritic.com 5,3 / 10 Layer Cake Internet Movie Database 7,1 / 10 Rottentomatoes.com 79 % / fresh Metacritic.com 8,3 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) ■ FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.