Alþýðublaðið - 08.07.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1922, Blaðsíða 2
a ALI»f Ð0BL AÐÍÐ Efohverjum kann að hafa kom ið það til hugar, að þar sem úfc gerðarmenn utðu fyrir þessum eftirsótfcu vildarkjörum á ko tnað fjöldans, þá mundí almenningur, verkaiýðurinn, sem vinnur að því að gera fiskinn að iramleiðsluvöru, njóta góðs af. Nei, — það var ekki meining in. Þegar gróðinn er ekki nógu viss fyrir þá fáu menn, sem hafa framieiðslutækin undir höndum, þá eru þau stoppuð. En framleið endurnir, vinnulýðurinn gengur tómhentur f landi og horfir á vald þeirra er hirt hafa arðinn zf vinnu ainni. Engum réttfýnuun manni getur dulist að hér þarf umbóta við öil þjóðin á f sameiningu að hafa arðinn af starfi sfnu En allir er það vilja, skipa sér undir Iista jafnaðarmanna við Iands kjörið f dag. Og þá er unnið um leið sð því, að Island verði fyrir alla Islendinga. M. G. D. funðnr i íangarnesi. Sjúklingar og starfsfólk á Lauga nesspitala höiðu óskað þess, að frambjóðendur til landskjörsins kæmu þangað og létu þeirn f Ijósi stefsaur sfnar í Iandsmálum. Voru þar mættir frá A listsnum Þorv. Þorvarðsson og Ó1 Friðriks- son. Frá B-lista þcir Jóuas írá Hriflu og Tryggvi Þórhallsson rit atjóri, F/á C lista þær Xaga Lára Lárusdótíir, Ingibjörg Bjarnason og frú Kristín Símonarson, og Jón Magnússon frá Dlista; frá E Hsta var enginn. Fundarstjóri var, fyrir tilmæli, Sig. Kr. Pétursson, og óskaði hann þess, að umræður yrðu hóglegar — og að eins um stefnur frambjóðenda —. Ræður fóru eftir stafrófsröð listanna, og fékk hver 15 mfnútur til umráða. Fyrst mælti Ólafur Friðriksson og lýsti höfuðatriðum jatnaðaratefn unnar f fáum en skýrum dráttum; datt mér þá f hug, hvað mikið góður ræðumaður getur sagt á skömmum tfma, þegar þekking og styrkur vilji eru samfara. Þorvarð ur lýsti fylgi sfnu við bannmálið og jafnaðarstefnuna með ákveðnum og skýrum dráttum. Jónas og Tryggvi töluðu um samvinnu- stefnu, sem þeir ætluðu að fleiga upp á milli harð-andstæðinganna — jafnaðarmanna og Moígunbl - liðsina. Konur höfðu fátt nýtt, aðallega útdrátt úr stefnuskrá A1 þýðuðokksins, og hepni var þeim að stefnuskráin er mjög útbreidd og létt að finna sér þar ifosninga beytu Benti ein ræðukona á, að allar væru þær ógiftar og ættu létt og þægileg heimili óg mjög heimangengt tii sfjórnmála-anna, þær ættu sig sjálfar og fengjust ekki keyptar (en geflns?). Enn fremur væru þær alveg ópólitfskar. Ræða Jóns Magnússonar fanst mér afarlöng, þó talaði hann. ekki lengur en aðrir, fjarri því, Aðal þráðurinn voru orðin: .Vant geri þér mér nú." Þannig komst hinn aldni stjórnmálagarpur að orði, þegar um stefnuskrá var að ræða, Meginatriði hennar hefði verið innifaiið f sambandsmálinu við Dani, það væri nú búið, nú væri hann íhaldssinni — eða haiiaðist að þeirri stefau Að loknum um ræðum þakkaði fundarstjóri mönn um komu sína þaugað. Má óhætt fullyrða, að kngt sé síðan að stjórnmálafundur hafi verið haldinn á Laugarnesi. Fundarmaður. Samsæri gep aljifðisi. Alþýðan er það, sem hcfir rétt inn til að stjórna landinu. Hún er það, sem sendir þingmennina inn í þingið sem fulltrúa sína, af þvf að þaö er hún, sem stjórnin hvflir á að iögum. Þess vegna eiga þing menn Ifka að láta hagnmuni hennar og áhugamál sitja í fyrirrúmí fyrir hagsmunum sínum og áhugamál- um, og alþýðan á að ganga rfkt eftlr þvf, að þingmenn geri skyldu sfna ( þessu efni. Og alþýðan má aldrei kjósa neinn mann á þing, sém hefir brugðist henui, — sem hefir látið sfna eigin hagsmuni sitja f fyrirrúmi fyrir hagsmunum alþýðunnar f heild sinni. Og nú er tækifæri (yrir alþýðu til að sýna, að hún .vilji fram- fylgja þessffl, og nú er jafnframt gild ástæða til að sýna það, þvf að aldrei hafa þingmenn jafn gcypilega svikið alþýðu Islands sem nú á þinginu í vetur, er þeir gerðu undanþáguna á bannlögun- um, vitandi það, að samkvæcnt. allri lagavenju mátti ekki afnema þau að neinu leyti án undangengis þjóðarítkvæðis. Og tii þess að kóróna svikin gera þeir samsæri sfc á miUi til þess *ð engum einstökum yrði utn kent, — til þess að kjósend- ur gætu ekki haft hendur f hári upphafsmannanna, og í þessu sam» særi tóku þátt allir þingmentiirair neoia einn, þingmaður Alþýðu ■ flokksins, Jón Baldvinsson. Sá, sem fyrir þessu samsærf. gekst, var séra Magnús Jónsson, kennari í. guðfiæðadeild háskólans og alþingismaður, höfundur við- skiítamálanefndarálitslns fræga — Hann var koiinn hér i fyrra aem stjórnarandstæðingur og bann- maður, en þcgar á þing kona,, gleymdi hann öliu nemá þvf, að hann er útgerðarmaður. Ogafþvf að hann óttaðist refsing alþýð* unnar, vann hann það til að geta skotið sér f skáikaskjói bak við hina þingmennina, að lýsa yfir þvi fyrir fylgísmenn Jóas Magnússonar, að af hans hálfu hefði ait verið gert, sem unt var, til þess að af- stýra vandræðunum í Spánarmál- inu, og upp á þá yftrlýsiagu íeng- ust þeir til að hylma yfir svik hans við kjósendurna, og þannig er hún til komin. Það er ekki að furða, þótt íylgis- menn D listans séu hreyknir, og þá niega E lista-mennirnir vera upp með sér ekki siður, þvf að af þeirra sjálfstæðis sauðahúsi er Magnús. Þeim listum báðum fylgja þannig menn, sem gerst hafa sam- sekir um svik við kjósendur sina, og samsæri gegn þeim. En f dag er skuldadagurinn og eg skal muna. Svikinn, Jón yíIÍ fá syndakYittunl. A fundi á Akranesi sagði Jón á D , að hann vildi fá synda- kvittun hjá þjóðinni fyrir verk sfn f Spánarmálinu. Hann sagðist hafa íengið hana hjá þinginn. Aliir vita, að það gaf honum lausn frá að vera ráðhcrra. Mundu kjósendur ekki vilja gefa honum frf frá þinginu lika? Það væri viðeigandi kvittun, X.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.