Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 63
50 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Víðförlasta vespa landsins, léttbif- hjól Snæfríðar Ingadóttur rit- stjóra, er komin í leitirnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu var vespunni stolið af heimili Snæfríð- ar fyrir þremur nóttum. Lögreglan í Reykjavík fékk ábendingu um vespuna sem leiddi til þess að hún fannst í höndum góðkunningja lög- reglunnar. Minniháttar skemmdir voru á vespunni og hafði þjófurinn meðal annars reynt að koma henni í gang. „Vespan er sem stendur á verk- stæði en verður fljótt komin aftur á götuna,“ segir Snæfríður, sem er að vonum ánægð með að hafa end- urheimt vespuna. „Það var fjöldi fólks sem hafði samband við mig og ég er því afar þakklát,“ segir rit- stjórinn, sem mun brátt þeysa um á ný á vínrauðu vespunni. ■ Ví›förlasta vespa landsins fundin SNÆFRÍÐUR OG VESPAN Snæfríður Ingadóttir er að vonum ánægð með að hafa endurheimt vespuna sína. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Liverpool. Alfreð Þorsteinsson. Maríu Hrannar Gunnarsdóttur. Miðasala á tónleika rapparans Snoop Dogg í Egilshöll þann 17. júlí hefst þriðjudaginn 7. júní. Tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þór- hallsson og félagar hjá Event standa fyrir komu Snoop til Ís- lands ásamt Sverri Rafnssyni en ekki Hr. Örlygur eins og útlit var fyrir á tímabili. Snoop mun koma hingað með tólf manna hljómsveit með sér sem kallast Snoopadelics. Aðeins tæplega helmingur af Egilshöll verður notaður, auk þess sem svið og annar aðbúnaður tekur mikið pláss. Því verður takmarkað magn miða í boði. Tónleikar Snoop eru loka- hnykkurinn á heimsreisu hans til að fylgja eftir plötunni R&G: The Masterpiece, sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hann mun koma hingað ásamt um þrjátíu manna fylgdarliði í einkaþotu frá Þýskalandi og eftir tónleikana í Egilshöll fer hann heim til Banda- ríkjanna í langþráð frí. Róbert Aron Magnússon, sem hefur stjórnað útvarpsþættinum Chronic í fjölmörg ár, hefur lengi verið aðdáandi Snoop og fagnar mjög komu hans hingað til lands. „Ég hef verið aðdáandi síðan fyrsta platan kom út þar sem hann rappaði með Dr. Dre,“ segir Róbert, sem fílar mest eldri smelli Snoop á borð við What's my Name og Gin and Juice. Aðspurður um hvað sé svona sérstakt við Snoop segir Róbert að rappstíllinn og textarnir séu aðal- atriðin. „Hann hefur reyndar lítið breyst síðan hann kom fram á sín- um tíma en hann kom með nýjan stíl sem maður hafði ekki heyrt áður; þetta rólega talandi flæði. Menn voru búnir að vera mjög agressívir í rappinu nokkru áður en síðan kemur hann með þetta rólega „flow“ sem gerir hann svona sérstakan.“ Snoop Dogg heitir réttu nafni Calvin Broadus og f æ d d i s t 1971 í Kaliforn- íu. Hann fékk við- urnefnið Snoop frá m ó ð u r sinni og spratt það víst af útliti d r e n g s i n s . Frumraun Snoop, Doggystyle, kom út 1993 og skaut honum upp á stjörnuhimininn. Nokkuð vafasöm fortíð hans átti líklega þátt í þeirri spennu sem mynd- aðist í kringum útgáfuna, en árunum 1994 og '95 eyddi hann að miklu leyti í réttarsölum þar sem hann varðist ákæru um aðild að morði. Næsta plata Snoop, Dogg- father, kom ekki út fyrr en í lok ársins 1996 og þá höfðu vinsældir glæparappsins dvínað nokkuð. Smám saman hefur hann þó bætt ímynd sína og hefur nú gefið út 14 plötur, farið með hlutverk í kvik- myndum, stjórnað sjónvarps- þætti á MTV, auk þess sem hann hannar sína eigin fata- línu. Miðaverð á tónleika Snoop í Egilshöll er 5.900 krónur og fer miðasalan fram í verslunum Skíf- unnar, BT á Akureyri og Selfossi, á event.is og í síma 575 1522. Sér- stök forsala á miðum fer fram á event.is 6. júní frá klukkan 10.00. freyr@frettabladid.is - SNOOP DOGG Rapparinn heimsfrægi heldur tónleika í Egilshöll 17. júlí. HEIMSÞEKKTUR RAPPARI: LÝKUR TÓNLEIKAFERÐ SINNI Á ÍSLANDI Snoop Dogg loks staðfestur ...fær Jón Hjörleifsson fyrir að flytja inn sjálfvirka sláttuvélar- róbóta. HRÓSIÐ Það er svo fyndið að með reynslunni lærir maður víst. Það verður að viðurkennast að ekki er til aðeins ein tegund karlmanna og það er því ekki hægt að alhæfa að menn séu svín eða að þeir séu allir eins! Það er bara einfaldlega ekki rétt! Ég hef komist að því á mínum „single“-mánuðum að karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir al- veg eins og við konur viljum meina að við séum sjálfar. Þannig er mál með vexti að ég lenti í einum sem vildi framar öllu skilgreina hvað við værum. Hvort við værum „kærustupar“, „elskhugar“ eða bara „vinir sem hittast í neyð!“ Ég átti ekki til orð þegar hann vildi vita fyrir víst hvað við værum svo hann gæti sagt fólki rétt frá! Þegar ég reyndi að eyða umræðu- efninu var hann sko ekki á sama máli og reyndi ít- rekað að fá það á hreint og konkret hvað við værum opinberlega. Þetta kom mér gersamlega í opna skjöldu, ég svitnaði, roðnaði og hvítnaði til skiptis. Og hann sem var framar öllu búinn að spila sig sem algeran töffara sem væri ekkert ofar í huga en að halda kúlinu. Ég sem hélt í alvörunni að karlmönn- um væri alveg sama hvernig þeir væru skilgreindir svo lengi sem þeir væru ekki stimplaðir giftir! Eru menn kannski að verða eins „soft“ og við konur, vilja vita í hverju þeir eru að standa og fá það á hreint hvað geti orðið úr kringumstæðunum til að komast hjá óþarfa tímaeyðslu og óþægindum og ganga beint til verks? Ég sé það ekki gerast! Svona undir venjulegum kringumstæðum hef ég hins vegar upplifað að akkúrat hið andstæða eigi sér stað. Þá er það þannig að sá sem ég var að hitta ný- lega vildi með öllu mögulegu móti komast hjá sam- talinu sem ber nafnið: „hvað erum við eiginlega að gera?“ Þá var það ég sem vildi vita hvað hann var að hugsa án þess að þurfa að segja það berum orð- um: hvað er ég fyrir þér? Og viti menn, hann vildi ómögulega segja mér það! Þess vegna held ég að það sé best að losna við allt það sem gerir kröfur til manns. Sá sem hafði skilgreiningarmaníuna tók það ekki í mál að við héldum áfram að hittast nema ég sættist á það að hitta fjölskylduna hans, myndaði frekari tengsl við hana og framtíðaráform með þeim. Og hinn vildi helst ekki vita neitt um mig til komast hjá því að mynda einhver tengsl yfir höfuð. Ég er hreint út sagt ekki tilbúin í svona lag- aðar skilgreiningar ennþá og þess vegna ætla ég að halda áfram að mæla með því að við höldum okkur „single“ og losum okk- ur við skilgreiningarsýkina. REYKJAVÍKURNÆTUR REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA PÉTURSDÓTTIR ER EKKI TILBÚIN Í SKILGREININGAR Skilgreindu sambandi›! – hefur þú séð DV í dag? ÚTI AÐ GRILLA MEÐ FAZMO ROBBI CHRONIC Robbi hefur verið að- dáandi Snoop Dogg í fjölmörg ár. Lárétt: 1 alda, 5 flýti, 6 tónn, 7 samhljóð- ar, 8 ódugleg, 9 fálm, 10 hljóm, 12 ger- ast, 13 stúlka, 15 ending, 16 lengra frá, 18 vindur. Lóðrétt: 1 víl, 2 væntumþykja, 3 sólguð, 4 land undir vatni, 6 myrki, 8 loka, 11 í hávegum höfð, 14 kveikur, 17 slá. Lausn: Lárétt: 1bára,5asa,6do,7rt, 8löt,9 kákl,10óm,12ske,13mær, 15in,16 utar, 18kári. Lóðrétt: 1barlómur, 2ást,3ra,4vot- lendi,6dökki,8lás,11mæt,14rak,17 rá. Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.