Alþýðublaðið - 27.07.1922, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1922, Blaðsíða 3
átLÞÝÐUBLAÐ D 3 E. s. Goðafoss fer héðsn vestur og uorður um land til Kaupmanna- hafnar samkv. áætlun, iaugardag 29. júif kl. 2 síðd. Farseðkr sækist í dag eða fyrir hádegi á morgun, og vörur afhendist fyrir kiukkan 2 á morgun. H. f. Eimskipafélag- íslands. fnjjiar jnlimorgnn. ----- (Frh.) Nesið er hátt fram að sjónutn, þarna sem ég ligg, og fjaran stór- grýtt. Samt sitja þar fjórir tjaldar. Það er flóð, svo þeir eru atvinnu- lausir. Einn þeirra flýgur upp og út yfir vogino; þegar hann kemur aftur fara hinlr þrír allir að garga f ákafa, bann svarar en flýgur aftur út. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum, en loks sezt hann hjá hinum A sacdeyri hinumegin við vog- inn sitja þrír hvftlr fugiar. Með augunum get eg ekki ákveðið hvaða fuglar það eru, en við og við syngja þeir, og á söngcum heyri eg, að það eru veiðibjöllur. Eg segi óhikað söngur, bæði af þvf, að hann er viðkunnanlegur, og af því veiðibjailan er bersýni- lega að láta ánægju sfna í ljósi með söngnum. Veiðibjallan — sumstaðar aldrei nefnd annað en svartbakur — á litlum vinsældum að fagna. Hún drepur æðarunga á vorin meðan þeir eru litlir — gleypir þá heila — og orð leikur á þvf, að hún leggist stundum á lömb. En það er fagur og tignarlegur fugl, veiði. bjalian, og það er gaman að sjá þegar svona fímmtíu f hóp keppa um æti, sem er á litlu svæði. Veiðibjallan verpir ekki eingöngu við sjóinn, heldur upp um öil fjöll. Tvo unga, scm ennþá voru í dún, sá eg uppi á kambinum á Esjunni. t Sandey í Þingvallavatni er tölu vert varp. Verður velðibjalian er þar verpir, að sækja nálega alt æti handa nngunum tii sjávar yfir Mosfellsheiði; má segja, að það sé meiri en lftill dugnaður. Hér og þar um voginn sé eg æðarfugi. Þrjár koilur koma synd- andi með fram iandinu og synda hratt. Þær era allar jafnrtórar og allar eins litar, en á hljóðinu má heyra, að það eru tvær koilur með einn unga. Báðar þær fuii- orðnu gefa frá sér vanaiegt hijóð unga-æðurinnar, en að öðru leyti virðist þeim koma vel saman um ungann, Þegar ég var að telja upp fyr- ir kenningja mfnum fugla, sem ég hefði séð í förinni, og nefndi æð arfugi, sagði hann: „Það tel ég nú ekki fugi “ Margir hafa horn í síðu æðaríuglsins af því það eru örfáir menn sem eiga varplöndin. Sveitafélögin ættu að eiga þau, þá mundu mcnn hætta að drepa æðarfugllnn, því þeim mundi ekki lfðast það, sem ætiuðu samt að haída þvf áfram. En satt að segja finat mér það ekki óeðlliegt að menn freistist til þess stundum að skjóta hann, meðan varpeign arréttinum er varið eins og nú. Enginn vafi er á þvf að marg faida má dúntekjuna frá því sem nú er, ef fuglinn væri algerlega friðaður, einnig fyrir varpeigend um. En ég ætia ekki að orðlengja um það í þetta sinn. Æðarfuglinn er margra hiuta vegna merkiiegasti fugl, ekki sízt vegna gagnsins sem við getum haft af honum, án þess þó að drepa hann. Óg skemtilegur er hann, ekki sfzt þegar hann er að koma á varpttaðina á vorin Krfurnar tvær hafe ósiitið hald ið áfram að ofsækja mig. Eg stend nú upp og heid áfram, og óðar er allur kfíuhópudnn kominn f kringum mig, og fylgir mér langt út fyrir endamörk krlunýlendunnar. Kría flýgur lágt yfir voginn; tvisvar fer hún svo lágt, að henni tekst að súpa á sjónum, svo hend ir hún sér niður á hann Hún sezt ekki á hann, heldur sleppir fiuginu og hlassast niður. Svo fletur hún sig út og gutl&r vængj unum í sjónum; hún er að baða sigl Mér dettur f hug að það er tiitölulega sjatdan að kríur setja sig á sjóinn; langtum sjaldnar en skeglur eða veiðibjötlur. Ef til viil er það þessvegna að margir haida að krfan hafi ekki sundfit. Einstaka ktía kemur fljúgandl með eitthvað f nefinu, og heldur inn í v&rpið. Þaðan be»t nú hinn skemtilegi kiiður, sem jafnan má heyra frá óíreittu krfuvarpi. Margir hafa horn f síðu kríunn ar, af þvf þeir þekkja lítið annað til hennar en þegsr húa argandi af reiði hamast yfir höfði þeirra f varpiandinu Þeir athuga ekki að þeir koma þar sem ræniftgjar, sem óbótamenn gagnvart krfunni, og að reiði hennar er heilög reiði. Þeir vita ekkert um hið merkilega félagslif hennar, ekkert um að hún fer á vetrum alia leið suður f Suðurtshaf Þaðan kemur hún hingað til þess að verpa einu eða tveimur eggjum og unga þeim út. Það væri skiljanlegt að hún væri reið, þó hún vaeri komin skemri leið. (Frh) Náttítruskoðotrinn. Smávegis. — í fyrra urðu menn varir við einhverja pest i laxinum f ám þeim sem ganga upp úr Hauka- firði í Noregl. í ár hefir borið ennþá meira á þessu og hefir nátt- úrufræðinguriun Hvilfieldt Kaas farið á staðinn til þess að rann- saka þetta, án þess þó að komast að neinni niðurstöðu. — Drengur einn í Kústjanfu fann dýnamitspatrónu um kvöldið þann 23. júnf. Patróuen sprakk og reif tvo fingur af drengnum. Hafið gát á dýnámitspatronunum hér f Reykjavík. — Stavangurs-ieikhúsið hafði síðastliðinn vetur samtais 200 000 kr. tekjur. Næturlæknir f nótt (27 júif) Guðm. Thoroddsen, Skólavötðu-* stfg 19. Simi 231. Sjúkragamlng Beykjavíkur. Skoðunariæknir próf. Sæm. Bj*rn- héðissiton, Laugaveg n, kl 2—3 e. h.; gjaldkcri Isleifur skólastjóri jónsson, Bergstaðastræti 3, sam- iagstfmi ki. 6—8 e. h.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.