Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 1
Skákdrottning í brú›kaupi Kasparovs GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR ▲ FÓLK 30 Á LEIÐ TIL RÚSSLANDS MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LANDEYÐING „Þarna hefur verið um gríðarlegt landrof að ræða síðustu árin og engu öðru um að kenna en þeim dýpkunarframkvæmdum sem gerðar hafa verið í Sunda- höfn,“ segir Örnólfur Hálfdánar- son, fyrrverandi bókaútgefandi og áhugamaður um Viðey. Merkjanlegt er talsvert landrof á syðsta hluta Viðeyjar, við Kríusand og Þórsnes, og segir Örn- ólfur, sem sótt hefur eyna heim ár- lega um margra ára skeið, að dýpk- unarframkvæmdum við Sunda- höfn sé um að kenna. „Sem dæmi eru göngustígar sem lagðir voru um eyna á köflum horfnir vegna ágangs sjávar en þetta á sér ein- göngu stað gegnt Sundahöfninni og ekki hægt að finna landrof að ráði annars staðar. Heilbrigð skynsemi segir mér að þetta sé afleiðing síendurtekinna framkvæmda við dýpkun Sundahafnar.“ Jón Þorvaldsson, forstöðumað- ur tæknideildar Faxaflóahafna, segir þetta af og frá. „Um þetta hafa vaknað spurningar þegar framkvæmdir hafa áður legið fyrir og við höfum kannað þetta í sam- starfi við Siglingastofnun og það er ekkert sem bendir til að tengsl séu þarna á milli.“ - aöe Dýpkunarframkvæmdir við Sundahöfn hafa víðtæk áhrif: Vi›ey a› skolast burt Fréttablaðið skorar og skorar! Íslendingar 18-49 ára 26% 39% Lestur íþróttasíðna *Lestur á íþróttasíður blaðanna á fimmtudögum. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 * RIGNING I BORGINNI Annars verður rigning sunnan og vestan til en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3-9 stig í dag VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 2005 - 145. tölublað – 5. árgangur Fylkismenn léku sér að Skagamönnum Fylkir vann 3–0 sigur uppi á Akranesi á meðan Grind- víkingar náðu í sín fyrstu stig. ÍÞRÓTTIR 20 Prestar hótuðu uppsögnum Í dag eru liðin 60 ár síðan Geir- þrúður Hildur Bernhöft lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands, fyrst íslenskra kvenna. Dóttir Geirþrúðar rifjar upp að ekki voru allir prestar hrifnir af því að móðir hennar lyki prófi. TÍMAMÓT 18 Mikilvægt a› vera í gó›u formi BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ▲ S-hópurinn fékk milljar›a a› láni hjá Landsbankanum Landsbankinn lána›i félögum innan S-hópsins milljar›a króna á›ur en bankinn var seldur Samson. Láni› var á gó›um kjörum og var nota› til a› grei›a fyrri grei›slu S-hópsins í Búna›arbankanum. EINKAVÆÐING S-hópurinn fékk millj- arða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnað- arbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópn- um fengu alls lánaða 6 til 8 millj- arða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birt- ist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hóp- inn til viðræðna um kaupin á Bún- aðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hóp- urinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niður- staða HSBC var já- kvæð í garð fjárfest- isins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmda- nefndarinnar fyrr en kaupsamn- ingur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjár- festirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki get- að átt við þann banka. Í greininni segir einnig að í kaup- samningi milli ríkis- ins og S-hópsins hafi komið fram að hlut- höfum Eglu hafi verið óheimilt að selja hlut sinn í Eglu í 21 mánuð frá undir- ritun samningsins nema að fengnu skriflegu sam- þykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undir- skrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaup- samnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. - sda Sjá síður 14 og 15 Gítarleikari Skunk aðstoðar Dikta Ace, fyrrverandi gítarleikari hljómsveitarinnar Skunk An- ansie, mun stjórna upptökum á nýrri plötu frá íslensku rokksveitinni Dikta. TÓNLIST 30 VEÐRIÐ Í DAG Aðstoðarmaður Halldórs: Sta›festi símafund EINKAVÆÐING Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra, staðfesti í viðtali í morgunþætti Talstöðvar- innar í gær að Halldór hefði átt samtal við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks um það hvort þeir gætu sameinast um kaupin á Búnaðar- bankanum haustið 2002. Um var að ræða símtalsfund milli tveggja fjárfestahópa sem sóttust eftir að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum, sem sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að Halldór Ásgrímsson hafi komið á símafundi milli hópanna tveggja og hann hafi sjálfur tekið þátt í fundinum. Hann hafi verið að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli um kaupin á Búnað- arbankanum. ■ ÓLAFUR VÍSAR VEGINN Ólafur Ragnar Grímsson og dr. A.P.J. Abdul Kalam Indlandsforseti ræddu saman utan við Bessastaði að loknum blaðamannafundi rétt fyrir hádegi í gær. Opinber heimsókn Indlandsforseta hófst formlega með móttöku á Bessastöðum í gærmorgun. Nánar um heimsókn Indlandsforseta á bls. 10. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.