Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,41 64,71 117,47 118,05 80,50 80,93 10,81 10,88 10,11 10,17 8,77 8,82 0,60 0,60 95,52 96,08 GENGI GJALDMIÐLA 30.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 112,11 -0,35% 4 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eftirmálar atkvæðagreiðslunnar í Frakklandi: Áhugi Nor›manna á a›ild minnkar EVRÓPUMÁL Niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Frakk- landi draga verulega úr líkunum á að Norðmenn hugi að Evrópu- sambandsaðild á næstu árum, að mati Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs. Stuðn- ingur við aðild að ESB hefur ekki verið minni í Noregi í tæp fjögur ár. „Ég tel að Norðmenn eigi ekki að flana að neinu á meðan staða Evrópusambandsins er jafn óljós og nú er,“ sagði Bondevik í samtali við NTB- fréttastofuna í gær. Bondevik hefur áður sagst búast við að þjóðin muni greiða atkvæði um aðild eigi síðar en 2009 en nú hafa forsendurnar gerbreyst að hans mati. Aslaug Haga, leiðtogi Mið- flokksins sem er mjög andvígur ESB-aðild, fagnaði úrslitunum og sagði þau byr í seglin fyrir efasemdarmenn um ESB hvar- vetna. Jens Stoltenberg, formaður Verkamannaflokksins, ítrekaði hins vegar að lyktir frönsku at- kvæðagreiðslunnar þýddu ekki að staða ESB hefði veikst, en flokkurinn er því fylgjandi að Noregur gangi í ESB. Ný skoðanakönnun Sentios- fyrirtækisins bendir til að stuðningur Norðmanna við aðild að sambandinu hafi ekki verið minni í tæp fjögur ár. 40,8 pró- sent fólks segjast styðja aðild og 44,5 prósent eru því andvíg en 14,7 prósent eru óákveðin. - shg Raffarin látinn víkja Búist er vi› a› í dag tilkynni Chirac Frakklandsforseti um uppstokkun í ríkis- stjórninni eftir hrakfarirnar í fljó›aratkvæ›agrei›slunni á sunnudag. Hollend- ingar grei›a atkvæ›i um ESB-stjórnarskrána á morgun. FRAKKLAND, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti sat í gær á rök- stólum með ríkisstjórn sinni eftir að öruggur meirihluti franskra kjós- enda hafnaði stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu á sunnudag. Var fastlega búist við því að forsætis- ráðherrann Jean-Pierre Raffarin yrði látinn víkja, en úrslit atkvæða- greiðslunnar voru ekki síst túlkaðar sem vantraustsyfirlýsing á ríkis- stjórnina. Talsmenn Chiracs sögðu að hann myndi tilkynna um uppstokkun í stjórninni í dag og flytja sjónvarps- ávarp til þjóðarinnar í kvöld. Að mati franskra fjölmiðla eru þau Dominique de Villepin, núverandi innanríkisráðherra, Michele Aillot- Marie, núverandi varnarmálaráð- herra, eða Nicolas Sarcozy, hinn metnaðarfulli formaður stjórnar- flokksins, líklegust til að verða falið að taka við af Raffarin. Leiðtogar annarra Evrópusam- bandsríkja meltu í gær þá stað- reynd að hið metnaðarfulla stjórn- arskrárígildi sambandsins hefði nú strandað á Frakklandi, aðaldriffjöð- ur Evrópusamrunans í fimmtíu ár. Öll aðildarríkin 25 þurfa að fullgilda sáttmálann til að hann geti gengið í gildi. Og nú virðist stefna í að á morgun muni hollenskir kjósendur einnig hafna sáttmálanum. Sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum ætluðu yfir 60 prósent Hollendinga að segja „nei“ í ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hollenski forsætis- ráðherrann Jan-Peter Balkenende skoraði á landa sína að láta afstöðu Frakka ekki hafa áhrif á sig. Jan Asselborn, utanríkisráð- herra Lúxemborgar sem nú gegnir formennskunni í ESB, hvatti til „tímabils íhugunar“ í kjölfar úrslit- anna í Frakklandi. Slíkt gæti reynst gagnlegt til að Írar, Danir, Pólverjar og fleiri þjóðir sem til stendur að gangi einnig til þjóðaratkvæðis um sáttmálann geti gert það í friði. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði of snemmt að segja til um hvort hætt verði við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stað- festingu sáttmálans í Bretlandi, en hann hafði áður boðað að slík at- kvæðagreiðsla yrði haldin á næsta ári. - sjá nánar bls. 12 BLENDNAR TILFINNINGAR Þegar ljóst var að Saad Hariri hefði leitt flokk sinn til sigurs í kosningum barst Bahia föðursystir hans í grát. Líbönsku kosningarnar: Yfirbur›a- sigur Hariris BEIRÚT, AP Flokkur Saad Hariri, son- ar Rafik Hariri fyrrverandi forsæt- isráðherra, vann yfirburðasigur í fyrsta hluta líbönsku þingkosning- anna í fyrradag og hreppti öll þing- sætin sem í boði voru. Saad fékk sjálfur fimmfalt fleiri atkvæði en andstæðingur hans í kosningunum. Kjörsókn var hins vegar fremur dræm, aðeins neyttu um 27 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæð- isréttar síns. Næsta umferð kosninganna fer fram á sunnudag en þá verður kosið í suðurhluta landsins. Þar hafa hreyfingar sjía, Amal og Hizbollah, töglin og hagldirnar en þær hafa lengstum verið undir verndarvæng Sýrlendinga. Því er síður búist við að Hariri vegni jafn vel þar og í Beirút. ■ Skref í rétta átt: Hundru›um fanga sleppt ÍSRAEL, AP Ísraelska stjórnin til- kynnti um helgina að hún hygðist á næstunni veita 400 palestínskum föngum frelsi til viðbótar við þá 500 sem nú þegar hefur verið sleppt. Þessi aðgerð er hluti af friðar- samkomulagi við Palestínumenn en Ísraelsstjórn hefur dregið lengi að framkvæma hana. Palestínumönn- um gremst að ekki hafi verið haft samráð við þá um hvaða fanga ætti að láta lausa. Ófriðlegt hefur verið á Gaza- strönd síðustu daga. Í fyrradag féllu þrír Palestínumenn fyrir kúlum ísraelskra hermanna og í gær skutu ísraelskar herþotur eldflaugum á vopnabúr uppreisnarmanna. Þrír særðust í loftárásinni. ■ HVER ER PUNKTA- STAÐA ÞÍN? LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐRIÐ Í DAG KJELL MAGNE BONDEVIK Forsætisráðherrann segir að Norðmenn muni ekki leiða hugann að ESB-aðild á meðan framtíð sambandsins sé jafn óljós og nú. ÞUNG HELGARUMFERÐ Talsverð umferð var um Borgarnes fram undir miðnætti á sunnudagskvöld enda margir sem lögðu land undir fót um helgina. Umferðin gekk að sögn lögreglu áfallalaust fyrir sig. KVEIKT Í BÍL Á MIÐNESHEIÐI Reyk lagði frá bíl sem kveikt hafði verið í á Miðnesheiði seint í fyrrinótt. Tilkynning um reykinn barst lög- reglunni í Keflavík klukkan rúm- lega fjögur og fóru lögregluþjónar á vettvang. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Lögreglu var einnig tilkynnt um olíubrák í Keflavíkur- höfn í fyrrinótt og var hafnarstjóri látinn vita. BRAUST INN OG STAL TÖLVU Brot- ist var inn í íbúð á jarðhæð í aust- urbæ Reykjavíkur í gær og far- tölvu sem þar stóð á borði stolið. Innbrotsþjófurinn komst inn í íbúðina með því að spenna upp op- inn glugga. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að ganga vel um glugga á heimilum sínum til þess að koma í veg fyrir innbrot. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SVISSLENDINGAR ÁNÆGÐIR MEÐ FRAKKA Hans-Rudolph Merz, fjármálaráðherra Sviss, sagði í gær að niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Frakklandi sýndu að hin varfærna stefna Svisslendinga í Evrópumálunum væri rétt. Svisslendingar munu sjálfir ganga að kjörborðinu 5. júní næstkomandi en þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um aðild landsins að Schengen- samkomulaginu. Á FUND FORSETA Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakklands, mætir á ríkisstjórnarfund í París í gær. Hugsanlegt er að hún verði arftaki hins óvinsæla Raffarins á forsætisráðherrastólnum. SVISS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.