Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 12
12 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Afgerandi höfnun Frakka á stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins þýðir að hann tekur aldrei gildi. Leiðtogar sambandsins munu nú leita leiða til að innleiða valin ákvæði til tæknilegrar uppfærslu á leikreglum þess. Höfnun öruggs meirihluta frönsku þjóðarinnar á stjórnarskrársátt- mála Evrópusambandsins hefur valdið pólitískum landskjálfta í Frakklandi og sambandinu öllu. Úrslit atkvæðagreiðslunnar – 54,9 prósent á móti og 45 prósent með – voru niðurlægjandi fyrir Chirac og mikill skellur fyrir ríkisstjórn hans. Úrslitin setja líka framtíð Evrópusamstarfsins í talsvert uppnám. „Höfðinginn Aðalríkur stendur skakkur á skildi sínum,“ skrifar leiðarahöfundur svissneska blaðs- ins Neue Zürcher Zeitung um stöðu Chiracs. „Uppreisn í Galla- þorpinu! Ástríkur segir nei. Þjóðin hlýðir ekki leiðtogum sínum leng- ur,“ segir í leiðaranum. „Rómverj- ar, Brusselbúar og aðrir fylgjast stjarfir með og segja: Þessir Gall- ar eru klikk!“ Chirac átti sjálfur frumkvæði að því að kalla til þjóðaratkvæða- greiðslunnar, en að frönskum stjórnlögum hefði þingleg af- greiðsla dugað. Fyrst eftir að for- setinn boðaði atkvæðagreiðsluna snemma í vor mældist öruggur meirihluti fyrir samþykkt sátt- málans, enda var markmið Chiracs að ljá eigin pólitísku arf- leifð aukinn ljóma með því að fá þjóð sína til að lýsa með afgerandi hætti stuðningi við fyrstu „stjórn- arskrá Evrópu“ (eins og sáttmál- inn hefur gjarnan verið nefndur í pólitískri orðræðu á meginland- inu). En svo snerist blaðið við og síð- ustu vikurnar áður en hinar rúm- lega 42 milljónir franskra kjós- enda voru kallaðar að kjörkassan- um sýndu skoðanakannanir að nánast kraftaverk þyrfti til að „jáin“ yrðu fleiri en „neiin“. Þessar hrakfarir Chiracs minna á þegar hann boðaði árið 1997 til þingkosn- inga, skömmu eftir að hann var fyrst kjörinn forseti, í þeirri trú að pólitískir samherjar hans kæmu tvíefldir út úr þeim kosningum. Kosningarnar fóru hins vegar á allt annan veg og næstu árin varð Chirac að sætta sig við að starfa með vinstristjórn. Ýmsum þykir það heldur ekki auka hróður Chiracs að hann skyldi útiloka að segja af sér jafnvel þótt hans mál- staður lyti í lægra haldi í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Þykir pólitísk fyrirmynd hans, Charles de Gaulle, hafa sýnt meiri auðmýkt fyrir vilja kjósenda er hann sagði umsvifalaust af sér er hann tapaði máli sem hann skaut í þjóðar- atkvæði á sínum tíma, árið 1969. Reyndar er ósigur fylgjenda sáttmálans ekki aðeins forsetans og ríkisstjórnarinnar, heldur for- ystu Sósíalistaflokksins einnig, sem stóð með stjórninni í barátt- unni fyrir samþykkt sáttmálans. Hollendingar næstir Jean-Claude Juncker, forsætisráð- herra Lúxemborgar sem gegnir formennskunni í ESB þetta miss- erið, og Jose Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, lýstu yfir vonbrigðum með dóm franskra kjósenda, en sögðu að fullgildingarferlið héldi engu að síður áfram. Aðrar þjóðir sambandsins yrðu að afgreiða málið hver á sínum forsendum. Á morgun, 1. júní, ganga Hol- lendingar til þjóðaratkvæðis um sáttmálann og benda skoðana- kannanir til að þeir séu enn stað- ráðnari í að hafna honum en Frakkar. Þótt atkvæðagreiðslan í Hollandi sé aðeins ráðgefandi blasir við að hafni kjósendur í tveimur stofnríkjum sambandsins sáttmálanum með afgerandi hætti verði honum ekki við bjargað. Slík niðurstaða myndi gera út um allar vonir sem fylgjendur sáttmálans gerðu sér ef til vill um að höfnun sáttmálans í einu eða tveimur af aðildarríkjunum 25 myndi ekki stöðva framgöngu hans, þar sem hægt yrði – að sáttmálanum full- giltum í öllum hinum ríkjunum – að fá hann samþykktan fyrir rest í nýrri atkvæðagreiðslu í þessu eina eða tveimur löndum. Tæknilegar uppfærslur Fyrir atkvæðagreiðsluna í Frakk- landi var lögð á það áherzla, ekki sízt af hálfu forsvarsmanna Evrópusambandsins sjálfs, að ekki yrði um það að ræða að semja upp á nýtt um stjórnarskrársátt- málann. Það væri ekkert „Plan B“ til. Í raun er það þó svo að raun- hæft þykir að takast megi að koma vissum atriðum, sem varða tækni- lega uppfærslu á starfsháttum og skipulagi sambandsins, í gildi þrátt fyrir að hið metnaðarfulla stjórnarskrárígildi komist aldrei til framkvæmda. Giuliano Amato, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem var í áberandi hlutverki á Framtíðaráð- stefnunni svonefndu sem samdi drögin að stjórnarskrársáttmálan- um, lagði til í blaðaviðtali í gær að mögulegt kynni að reynast að inn- leiða nokkur lykilákvæði sáttmál- ans þrátt fyrir að hann tæki sem slíkur aldrei gildi. Corriere della Sera hafði eftir honum þá líkingu að stjórnarskráin væri eins og dauðvona sjúklingur sem mætti „græða nokkur líffæri úr í Nice- sáttmálann“. Sáttmálinn sem kenndur er við leiðtogafund ESB í suður-frönsku borginni Nice í árslok 2000 er sú uppfærða útgáfa stofnsáttmála sambandsins sem nú er í gildi og stjórnarskrársáttmálinn átti að taka við af. Í Nice-sáttmálanum voru þær breytingar gerðar sem brýnastar þóttu til að hægt væri að fjölga aðildarríkjunum úr 15 í 25, en hann inniheldur að grunni til samt þær leikreglur sem hann- aðar voru fyrir hálfri öld fyrir upprunalega sex aðildarríki. Markmiðið með stjórnarskrár- sáttmálanum var enda fyrst og fremst að tryggja skilvirkni stofn- ana og ákvarðanatöku í stækkuðu Evrópusambandi, auk þess að bæta lýðræðislegt lögmæti og gegnsæi ákvarðanatökunnar. En hann er (eða öllu heldur: var) að sjálfsögðu málamiðlun ólíkra markmiða – milli þeirra sem vilja sjá ESB þróast lengra í átt að sam- bandsríki og hinna sem vilja tryggja til frambúðar að ESB verði aldrei meira en samstarfs- vettvangur fullvalda þjóðríkja, milli hagsmuna smærri og stærri ríkja sambandsins, milli fátækari og ríkari ríkja þess, milli þeirra sem vilja að sambandið stuðli að aukinni markaðssamkeppni og hinna sem vilja beita því til að standa vörð um félagsleg réttindi, og þannig mætti lengi telja. Að mati Amatos væri skynsam- legast að svo komnu máli að leið- togar aðildarríkjanna réðu nú ráð- um sínum og reyndu að koma sér saman um hvernig koma mætti í gildi „fáeinum ákvæðum“ úr stjórnarskrársáttmálanum sem samkomulag væri um að bezt gögnuðust til tæknilegrar upp- færslu á starfsemi sambandsins; lágmarksuppfærslu sem ekki væri nauðsynlegt að láta ganga í gegnum hið þunglamalega full- gildingarferli. Nefndi Amato í þessu sambandi sérstaklega emb- ætti utanríkisráðherra ESB og eigin utanríkisþjónustu sam- bandsins. Þetta þyrftu þó allt að vera breytingar sem ekki fælu í sér neina eiginlega valdatilfærslu til hinna yfirþjóðlegu stofnana sambandsins. ■ Eins og búast mátti við var vart fjallað um annað í evrópskum fjölmiðlum í gær en hið franska nei. Viðbrögð blaðanna voru á ýmsa vegu, sum þeirra fögnuðu úrslitunum en önnur átöldu Frakka fyrir afstöðu sína. Franska dagblaðið Liberation sagði niðurstöðuna vera „meistaraverk í masókisma sem tortryggnir kjósend- ur hefðu sjálfir kallað yfir sig“. Spænska blaðið El Pais gat vart dulið gremju sína í garð franskra kjósenda. „Eitt af stofnríkjum [Evrópusambands- ins] hefur ákveðið að stöðva það sem hingað til hefur verið frábærlega vel heppnað samrunaferli og viðhaldið stöðugleika og friði í álfunni.“ Leiðara- höfundur Madrídarblaðsins La Razon er hins vegar ánægður með franska kjósendur. „Staðreyndin er einfaldlega sú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að fjöldi Evrópubúa vill ekki stjórnarskrá sem er úr takti við al- menning en er sniðin að þörfum skriffinnanna í Brussel.“ Le Temps sem gefið er út í Genf tekur diplómatíska afstöðu að hætti Svisslendinga. „Það er ómögulegt að draga nokkra ályktun af atkvæða- greiðslunni aðra en þá að gjá hefur myndast á milli fólksins og elítunnar.“ Die Welt í Þýskalandi spáir því að miklar pólitískar breytingar séu í að- sigi í Frakklandi á meðan Der Tagesspiegel í Þýskalandi bendir á að innanríkispólitík ráði mestu um hvernig fólk kýs. „Margir Frakkar voru harðákveðnir í að refsa hinum óvin- sæla forsætisráðherra Jean-Pierre Raffarin. Að sama skapi verður þjóðaratkvæðagreiðslan í Hollandi fyrst og fremst traustskosning um Jan Peter Balkenende forsætisráðherra.“ Leiðarahöfundur Lundúnablaðsins The Times gaf út dánarvottorð stjórn- arskrársáttmálans. „Dómur franskra kjósenda ætti að teljast síðasti naglinn í kistu þessa óvinsæla sátt- mála. Ef fer sem horfir að hollenskir kjósendur hafni honum á [morgun] þá verður hann kominn sex fet ofan í jörðina.“ Breska dagblaðið The Guardian harmar hins vegar úrslitin í Frakklandi. „Það er miður að hið franska nei þýðir í raun að engin þörf verður á þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu landi til að skera úr um í eitt skipti fyrir öll hvernig við viljum haga okkar sambandi við hinar Evrópu- þjóðirnar.“ Meistaraverk í masókisma FBL. GREINING: VIÐBRÖGÐ VIÐ ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNNI SJÖ TIL ÁTTA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR EFTIR Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu stjórnarskrársáttmálans fer fram í Hollandi á morgun, 1. júní. Önnur aðildarríki þar sem til stendur að bera málið undir þjóðaratkvæði eru: - Lúxemborg, í júlí næstkomandi - Danmörk, í september - Svíþjóð, væntanlega í desember - Bretland, Írland og Pólland á næsta ári. Ef Tékkar ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu fer hún væntanlega fram í júní 2006. Uppreisn í Gallaflorpinu VONBRIGÐI Í BRUSSEL Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Jean Claude Juncker, forseti leiðtogaráðsins, tala við blaðamenn í Brussel um úrslitin í Frakklandi. M YN D /A P AUÐUNN ARNÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÖRLÖG STJÓRNARSKRÁR- SÁTTMÁLA ESB M YN D /A P M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.