Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 16
Markmið styttingar framhalds- skólans er meðal annars að fá sem mest út úr þeim árum sem nem- endur eru í skólakerfinu. Þetta er haft eftir menntamálaráðherra á ráðstefnu um menntamál og hljómar fallega. En mest af hverju? Og fyrir hvern? Nú hefur verið ákveðið að fresta styttingu framhaldsskólans um eitt ár. Ráðherra segir það gert vegna ábendinga skóla- manna, sem töldu of stuttan tíma til stefnu. Nú eiga grunnskólar að fá lengri tíma til að undirbúa breytingar á framhaldsskólastigi. Er markmið grunnskólanna þá fyrst og fremst að búa nemendur undir nám í framhaldsskóla? Og er skólafólk almennt fylgjandi styttingu framhaldsskólans, burt- séð frá tímasetningu? Á Íslandi er börnum skylt að ganga í skóla frá 6 ára til 16 ára aldurs eða í 10 ár. Samkvæmt grunnskólalögum er hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í lögun- um er ekki kveðið sérstaklega á um það hlutverk grunnskólanna að búa nemendur undir nám í framhaldsskólum en þar sem það er hluti lífs og starfs í lýðræðis- þjóðfélagi má segja að það segi sig sjálft að nokkru leyti. Með samræmdum prófum við lok grunnskólans virðist þetta hlut- verk grunnskólans þó hafa vaxið heldur en hitt með því að við inn- ritun nýrra nemenda hafa fram- haldsskólar horft í vaxandi mæli á niðurstöður samræmdra prófa. Nú er það svo sem ekkert nýtt, fyrir tíma samræmdra prófa þurfti landspróf til að komast inn í suma framhaldsskóla en aðrir gerðu kröfu um gagnfræðapróf. Menntunin á bak við þessi tvö próf var að mestu sú sama, mun- urinn sá helstur að landspróf var tekið á einu ári en gagnfræðapróf á tveimur. Með grunnskólalögun- um og samræmdum prófum að loknu 10 ára námi var öllum gert að vera tilbúnir til náms í fram- haldsskóla á sama tíma. Að sumu leyti má því segja að það sem áður var hafi hentað ýmsum betur, það þýddi að þeir sem erfiðara áttu með bóklegt nám gátu tekið sér lengri tíma. Á þeim tíma, fyrir rúmum þrjátíu árum, var mikil umræða um þörf þess að auka áherslu á verklegar greinar og listgreinar. Að því hefur verið unnið með ýmsum hætti þessa áratugi en ár- angur ekki mjög sýnilegur og enn er megináherslan á bóklegar greinar. Þetta endurspeglast vel í samræmdum prófum og við inn- ritun í flesta framhaldsskólana. Gallinn er auðvitað m.a. sá að kennsla í þessum greinum er dýr, krefst töluverðs sérbúnaðar og er tímafrekari en kennsla í mörgum bóklegum greinum. Og nú læðist að sá óþægilegi grunur að helsti hvatinn að styttingu framhalds- skólanna sé af sama toga sprott- inn, þ.e. hér sé verið að leita leiða til að spara peninga. Það er auð- vitað ódýrara að hafa nemendur í 3 ár í framhaldsskóla en 4. Frá sjónarmiði nemandans blasa ekki við augljósar ástæður styttingar. Nú þegar eiga nemendur þess kost að ljúka námi á 3 árum eða jafnvel enn styttri tíma, bæði í skólum sem kenna eftir áfanga- kerfi og á sérstakri hraðbraut. Nemendur eiga því nú talsvert val. Aðrir geta kosið að vera leng- ur. Mikið hefur verið rætt um nám við hæfi einstaklingsins. Núver- andi valkostir í framhaldsskólum landsins hljóta að falla að þeim markmiðum. Það væri hinsvegar fróðlegt að vita niðurstöður úr einni stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið, þegar nemend- um var gert að skrifa ritgerð um styttingu framhaldsskólans á samræmdu prófi í íslensku í vor. Það er örugglega auðvelt að lesa afstöðu nemenda úr þeim ritgerð- um og væri fróðlegt fyrir þjóðina og ekki síst skólafólk að fá upp- lýsingar þar um. En það læðist sem sagt að sá óþægilegi grunur að helsti hvati að styttingu framhaldsskólans sé ekki endilega hagsmunir nemenda heldur miklu fremur peningar. Það virðist nefnilega allt snúast um peninga, nú sem aldrei fyrr. Ef ekki er hægt að reikna út hagnað í krónum og aurum eru hlutirnir lítils virði. Helst þarf að vera hægt að sjá þennan hagnað strax. Langtímasjónarmið eru ekki mjög vinsæl. Við viljum græða og græða hratt. Þetta viðhorf hlýtur að hafa áhrif á þróun skólastarfs. Vissulega þarf að gæta þess að eyða þar ekki og sóa út og suður heldur gæta hagræðis og sparnað- ar eftir því sem við verður komið meðan það kemur ekki niður á nemendum grunnskóla eða fram- haldsskóla. Gamalt orðtak segir að frestur sé á illu bestur. Það á von- andi ekki við hér. ■ S jálfsagt og eðlilegt er að opinber rannsókn fari fram á þvíhvernig Landsbankanum og Búnaðarbankanum var komið íhendur sérvalinna einkaaðila – með handafli, eins og glögg- lega hefur komið fram í greinaflokki Fréttablaðsins á síðustu dög- um þar sem stríðinu um ríkisbankana hafa verið gerð góð og ræki- leg skil. Þar blasir við furðuleg mynd af stjórnmálavafstri tveggja helstu ráðamanna þjóðarinnar á undanförnum árum; helminga- skiptum sem þjóðin hélt að heyrðu sögunni til en lifa augljóslega ennþá góðu lífi í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Sala ríkisbankanna kemur þjóðinni við. Hún á heimtingu á að vita hvernig þessar verðmætu eignir voru seldar á sínum tíma. Við vinnslu fréttaskýringa blaðsins um söluferlið hefur hins vegar glögglega komið í ljós að litið er á allar upplýsingar um bankasöl- una sem trúnaðarmál, nánast einkamál nokkurra ráðherra og undirsáta þeirra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Þvílík framkoma við þjóð sem kennir sig við lýðræði er aumkunarverð. Hún minnir á staðnað og spillt stjórnkerfi sem notar vald sitt að vild. Hún minnir þar að auki á þá gömlu tíma þegar allar upplýsing- ar um stjórnsýslu ráðamanna voru geymdar í læstum hirslum og komu almenningi einfaldlega ekki við. Í sem fæstum orðum minnir hún á hroka. Á næstu vikum mun ráðast hvort núverandi stjórnvöld hafa lýð- ræðislegan þroska til að leggja spilin á borðið í þessu efni. Á næstu vikum kemur í ljós hvort nýfengin upplýsingalög eru staðlausir stafir eða lykill að læstum hirslum ráðamanna. Á næstu vikum reynir á orð formanna stjórnarandstöðuflokkanna, sem kröfðust þess á síðum Fréttablaðsins í gær að óháð opinber rannsókn færi fram á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við sölu bankanna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir í blaðinu í gær að í greinaflokki þess komi fram „svo ámælisverð vinnu- brögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhjúpnum“. Í sama streng tekur Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar. Grundvallarþáttur alls þessa máls er að formenn ríkisstjórnar- flokkana höfðu bein afskipti af sölu ríkisbankanna. Þeir tóku völd- in af einkavæðingarnefnd og hlutuðust til um söluna eftir því gamalkunna kerfi sem kennt hefur verið við helmingaskipti. Sér- staka athygli vekur að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar, núverandi forsætisráðherra, staðfesti í morg- unþætti Talstöðvarinnar í gærmorgun að Halldór hefði reynt að koma því til leiðar að hóparnir tveir sem bitust um Búnaðarbank- ann sameinuðust um kaupin. Þá er og augljóst að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, beitti sér fyrir því að hópur kenndur við Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ber mikla ábyrgð á því hvernig fiskveiðikvóta þjóðarinnar var komið í hendur einkaaðila. Það ferli allt saman er þeirrar náttúru að þjóðin er enn í sárum. Íslensk þjóð þarf ekki á fleiri særindum að halda úr sömu átt. Einkavæðing er sjálfsögð og mikilvæg til að efla samfélagið. Hún er hins vegar vandasöm og á ekki að snúast um karlagrobb. ■ 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Sala ríkisbankanna kemur þjóðinni við. Hún á heimtingu á að vita hvernig þessar verðmætu eignir voru seldar á sínum tíma. Opinber rannsókn FRÁ DEGI TIL DAGS ERTU AÐ SAFNA PUNKTUM? Styttingu framhaldsskólans fresta› Í miklu stuði Á vefsíðu Össurar Skarphéðinssonar al- þingismanns má sjá að hann er í miklu pólitísku stuði þessa dagana og hefur ekki látið ósigurinn í formannskjörinu í Samfylkingunni slá sig út af laginu. Meðal þess sem hann gerir að umtals- efni eru úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í Frakklandi á sunnudaginn um stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Drögin „verða annaðhvort söltuð um langa hríð og síðan breytt verulega áður en lagt er í næsta ferðalag með þau, eða stjórnar- skráin verður ein- faldlega send rak- leiðis í líkhúsið,“ segir hann. „Það er hinn blákaldi veru- leiki sem blasir við eftir að Frakkar höfnuðu stjórnarskránni með afgerandi hætti. Í því sambandi skiptir óskhyggja þeirra forystumanna ESB sem töpuðu í kjörkössum Frakklands engu máli. Þeg- ar allt er skoðað er afstaða lykilþjóða í Vestur-Evrópu einfaldlega það neikvæð að í núverandi mynd verður stjórnar- skráin aldrei að veruleika“. Þurfa ekki að sýta En eru úrslitin ekki líka ósigur fyrir ís- lenska stuðningsmenn Evrópusam- bandsins, til dæmis Samfylkingarfólkið sem vill að Ísland gangi í ESB? Ekki er Össur þeirrar skoðunar. Hann telur úr- slitin styrkja þá. Hann skrifar: „Íslenskir evrópusinnar þurfa þó síst að sýta niðurstöðuna svo fremi hún lami ekki þrótt Evrópusambandsins. Stjórnarskrá- in, sem lögð var til samþykktar, var þeirrar gerðar að hún hefði alltaf tor- veldað baráttuna fyrir að ná þeim sterka meirihluta sem er forsenda þess að hægt sé fyrir Ísland að ganga í Evr- ópusambandið. Nægir að vísa í vel flutt rök í grein Ragnars Arnalds í Morgun- blaðinu í gær, þó rök hans um fiskveið- arnar sérstaklega byggi að mínu viti á kolröngum forsendum. Án stjórnar- skrárinnar mun því ganga betur bæði fyrir íslenska og norska Evrópusinna að berjast fyrir aðild landa sinna að Evrópusambandinu. Það er hin bjarta hlið málsins fyrir hinar séríslensku að- stæður þó sölt tár hrynji nú efalítið í sölum valdsins víða um Evrópu í nótt“. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Vissulega flarf a› gæta fless a› ey›a flar ekki og sóa út og su›ur heldur gæta hagræ›is og sparna›ar eftir flví sem vi› ver›ur komi› me›an fla› kemur ekki ni›ur á nemend- um grunnskóla e›a framhalds- skóla. Gamalt or›tak segir a› frestur sé á illu bestur. fia› á vonandi ekki vi› hér. Í DAG FRAMHALDSSKÓLINN INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.