Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24
8 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Mýkir liðina og byggir upp brjósk LIÐAMÓTIN í lag Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I Ótrúlega öflugur kvefbani. Bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið SÓLHATTUR + C-vítamín Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I Byggir upp eðlilega flóru í maga og meltingarvegi Framúrskarandi fyrir MELTINGUNA Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I 1 hylki á dag, fyrir sólböð, á meðan og eftir þau. Staðfest með vísindalegum rannsóknum Eykur brúnan húðlit í sól Viðheldur brúnum húðlit eftir sólböð Undirbýr húðina fyrir sólböð Ef neglur eru til vandræða er hægt að steypa nýjar neglur yfir, hvort sem er á tám eða fingrum. Fátt er fúlla á fallegum sumar- degi en að vera með svo illa snyrtar eða ljótar tær að sandal- ar og opnir skór séu ekki inni í myndinni. Inngrónar neglur eru miklu algengari en fólk heldur og margar konur láta sig aldrei dreyma um að ganga í opnum skóm vegna þessa. Nú er hins- vegar engin ástæða til að vera í felum lengur því á naglasnyrti- stofum er hægt að gera krafta- verk á tám. Rósa Björk Hauksdóttir, naglafræðingur hjá Nöglum og list á Grenásvegi 12a, segir að það sé nánast ekkert sem þær geti ekki lagað. „Við getum í næstum öllum tilfellum lagfært og steypt nýjar neglur nema ef engin nögl er fyrir. Það er nóg að nöglin sé agnarsmá og þá getum við steypt nýja yfir.“ Rósa segir að margar konur hafi áhyggjur af tánöglunum og margar komi reglulega þótt ekk- ert sérstakt sé að. „Þær koma svona á fjögurra til sex vikna fresti ef þær eru bara að halda sér við, en annars geta þær þurft að koma oftar. En þetta er ekki bara mikilvægt af því það er fallegra heldur líður fólki svo miklu betur með vel snyrta fætur. Það eru líka dæmi um að inngrónar neglur hafi vaxið eðli- lega fram undir ásteyptu nöglinni og eina konu fékk ég til mín sem var búin að vera með klofna nögl í mörg ár, en hún lagaðist alveg.“ Rósa veit hvað hún syngur þegar neglur eru annars vegar því hún er Íslandsmeistari í naglaásetningu og í 11. sæti á heimslista. Á stofunni hjá henni vinna fjórir naglafræðingar og einn fótsnyrtifræðingur. Rósa er sjálf förðunarfræðingur að auki og kennir naglaásetningu auk þess sem hún býður upp á tattó- veringar á augu, augabrúnir og varir og rekur heildverslun með snyrtivörur. „Jú, það er heilmikið að gera,“ segir hún hlæjandi. „Ekki síst í tánöglunum nú þegar sumarið er í uppsiglinu og alls staðar til flottir opnir skór og sandalar.“ Slæmur bruni á unga aldri eykur líkur á húðkrabbameini og því er mikilvægt að hafa sólarvörnina á lofti. Nú er sólin farin að skína og því tímabært að taka fram sólarvörnina og bera vel á litla kroppa. Þótt við Íslendingar fáum ekki mikið af sólinni er hættan á húð- krabbameini síst minni hér en á suðlægari slóðum. Ósonlagið er til- tölulega þunnt yfir norðurhveli jarðar og útfjólubláir geislar sólar- innar ná auðveldlega að vinna mik- inn skaða þótt hitinn fari ekki upp í margar gráður. Það er algengt að krakkar sólbrenni illa á vorin því sólin er sterk þótt það sé kalt úti. Vorið er því tiltölulega hættulegur tími í sólinni og nauðsynlegt að fylgjast vel með húð barnanna. Það er gríðarlega mikilvægt að verja húðina vel fyrir sólinni því þó að húðin jafni sig snemma á sól- bruna getur bruninn haft varanleg áhrif á húðina. Börn eru sérstak- lega viðkvæm fyrir geislum sólar- innar og því er mikilvægt að passa vel að þau sólbrenni ekki. Húð barna er þynnri og viðkvæmari en húð fullorðinna og sólbruni á unga aldri getur skemmt litafrumur í húðinni og leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. Einn slæmur bruni er allt sem þarf og að mati sérfræð- inga tvöfaldast líkur á húðkrabba- meini ef barn brennur illa snemma á ævinni. Rósa Björk Hauksdóttir fer létt með að laga neglur, hvort sem er á tám eða fingrum. Inngrónar neglur eru hrikalega ljótar, en þarna er búið að steypa nýja nögl yfir aðra ónýtu nöglina og munurinn er ótrú- legur. Flottar tær í sandalana Það er gríðarlega mikilvægt að verja húð- ina fyrir sól, ekki síst þegar börn eiga í hlut. Sólin er ekki besti vinur barnanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.