Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 36
31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við erum hræddir um ... ... að fimmtán ára vera Eyjamanna í efstu deild gæti verið á enda haldi áfram sem horfir. Eyjaliðið er stigalaust eftir fjóra fyrstu leikina í fyrsta sinn í sögu félagsins í tíu liða deild og það er ljótt að brottfallið úr liðinu hafi verið of mikið. Vörnin er hriplek og sóknarleikurinn bitlaus og margt þarf að breytast til svo fari ekki. Heyrst hefur ... ... að HSÍ leiti hugsanlega réttar síns hjá evrópska handknattleikssambandinu í baráttu sinni við að fá Ólaf Stefánsson lausan frá Ciudad Real svo hann geti tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins. Ciudad vill ekki hleypa Ólafi heim fyrr en að loknum kveðjuleik Talant Dujshebaev en hann leggur nú skóna á hillinuna og tekur við þjálfun spænska liðsins. sport@frettabladid.is 20 > Við hrósum ... .... Fylkismönnum fyrir að spila frábæran fótbolta á Akranesi í gær. Það mæta ekki öll lið upp á Skipaskaga og kenna heimamönnum að spila fótbolta. Fylkismenn sýndu í gær örugglega það besta sem sést hefur til þessa í sumar. fia› var ótrúlegur styrkleikamunur á ÍA og Fylki á Akranesi í gær. Heimamenn máttu flakka fyrir a› hafa „a›eins“ tapa› 3-0. Leikur kattarins að músinni FÓTBOLTI Þetta var svo sannarlega leikur kattarins að músinni og var engu líkara á köflum en leikmenn Fylkis trúðu ekki hversu lítil mót- spyrna Skagamanna var í leiknum. Heimamenn voru átakanlega slak- ir í fyrri hálfleik og voru spilaðir hvað eftir annað upp úr skónum af sprækum Fylkismönnum. Hrafn- kell skoraði með góðu skoti og gestunum óx ásmegin í kjölfarið. Sóknarlotur þeirra þyngdust með hverri mínútunni og meðvitundar- lausir heimamenn vissu vart sitt rjúkandi ráð. Blessunarlega fyrir heima- menn voru miðverðirnir Gunn- laugur Jónsson og Reynir Leósson vel vakandi og þeir sáu til þess að Fylkir leiddi aðeins með einu marki í leikhléi. Hálfleiksræða Ólafs Þórðarsonar virðist hafa farið inn um annað eyrað og út um hitt því Skagamenn voru í sama tjóninu í síðari hálfleik. Fylkis- menn gerðu síðan út um leikinn á þriggja mínútna kafla í síðari hálf- leik með tveim verðskulduðum mörkum. Það var frábært að fylgjast með Fylkisliðinu í gær. Liðið er mjög léttleikandi, sækir hratt og leik- menn eru ekki að eyða of mörgum snertingum á boltann. Helgi Valur var sem kóngur í ríki sínu og Björgólfur var verulega sprækur í fremstu víglínu. „Þetta var frábært hjá okkur og ekki alltaf sem okkur hefur gengið svona vel uppi á Skaga,“ sagði Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis. „Sérstaklega gekk þetta vel í fyrri hálfleik þar sem við lékum okkar besta bolta. Svo komu tvö mörk snemma í seinni hálfleik og óþarfi að halda áfram að pressa jafn mikið eftir það. Þótt það hafi vantað fastamenn í liðið í dag eigum við mjög sterka menn sem eru klárir í að koma inn. Hópurinn er því gífurlega sterkur.“ Um Skagaliðið er lítið annað að segja en að það var arfaslakt og olli gríðarlegum vonbrigðum. Liðið getur þakkað miðvörðunum og markverðinum Páli Gísla fyrir að ekki fór verr. „Þetta var bara rassskelling í orðsins fyllstu merkingu,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, skiljanlega óánægður með sína menn. „Við höfðum tekið sex stig á heimavelli fyrir leikinn og svo koma Fylkismenn og hreinlega kenna okkur að spila fótbolta. Ég bara vona að við höfum lært eitt- hvað af þessu.“ -hbg, -esá LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: FH 4 4 0 0 12–1 12 VALUR 3 3 0 0 7–2 9 FRAM 3 2 0 1 6–1 6 FYLKIR 4 2 0 2 7–5 6 KR 4 2 0 2 4–4 6 KEFLAVÍK 3 2 0 1 5–6 6 ÍA 4 2 0 2 4–7 6 GRINDAVÍK 4 1 0 3 6–12 3 ÞRÓTTUR 3 0 0 3 1–6 0 ÍBV 4 0 0 4 3–11 0 Umspil í ensku 1. deildinni: WEST HAM–PRESTON 1–0 1–0 Bobby Zamora /(57.). West Ham spilar í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur og markið sem Bobby Zamora skoraði í leiknum er talið vera um 35 milljón punda virði. Norska úrvalsdeildin: VÅLERENGA–START 1–1 Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga og Jóhannes Harðarson var allan tímann á miðjunni hjá Start. Báðir stóðu sig vel. Sænska úrvalsdeildin: HAMMARBY–HÄCKEN 3–1 Pétur Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby, sem er í 4. sæti eftir sigurinn. LANDSKRONA–HELSINGBORG 4–3 IFK GÖTEBORG–ELFSBORG 1–1 Hjálmar Jónsson lék fyrri hálfleikinn með IFK. Eyjamenn töpuðu fjórða leiknum í röð í gær: FÓTBOLTI Grindvíkingar hrepttu sín fyrstu stig og skildu Eyjamenn eftir stigalausa á botninum þegar þeir unnu leik liðanna 2–1 í Grindavík í gær. Öll mörk leiksins komu á fjörugum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. ÍBV gerði sitt besta til að jafna metin í síðari hálfleik og færðu Grindvíkingar sig aftar á völlinn með hverri mínútunni sem leið – og einum of aftarlega undir það síðasta. En vörn liðsins, með Óla Stefán Flóventsson sem langbesta mann, stóðst allar at- lögur ÍBV án teljandi vandræða og uppskar liðið þannig sinn fyrsta sigur, býsna verðskuldað- an sem slíkan. Það er ótrúlegt á köflum að sjá áhrifin sem Kekic hefur á lið Grindavíkur. Hann er þessi afger- andi leikmaður sem allir þjálfar- ar vilja hafa í sínu liði – sá sem gerir samherja sína betri. „Það skiptir öllu máli að fara með sigur á bakinu í þetta frí sem er fram undan. Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik en duttum aðeins niður í þeim síðari en löng- unin í sigur skipti sköpum hér í dag,“ sagði Kekic eftir leik. Um eigin frammistöðu sagði Kekic hana aukaatriði, honum sé alveg sama hvar á vellinum hann spili. „Bara að við vinnum, þá er ég ánægður,“ sagði Kekic. Öðruvísi horfir við hjá ÍBV, sem enn á eftir að finna stöðug- leikann. Það sem liðið vantar sár- lega er hinn eiginlegi leikstjórn- andi og leikmaður sem getur bundið enda á sóknir. Á meðan þjálfarinn Guðlaugur Baldursson finnur ekki þessa menn verður ÍBV í vandræðum með sóknina og ef mark er tekið af varnarleiknum verður ekki annað séð en að liðið muni aðeins auka á þau vandræði, því ekki er hann sannfærandi. Liðið er stiga- laust á botni deildarinnar og ef áfram heldur sem horfir mun sú staða ekki breytast. - vig Fyrstu stig Grindvíkinga Magnús Gylfason, þjálfari KR, reiddist mjög þegar hann skoðaði myndbands- upptöku af ákveðnu atviki úr leik liðsins gegn FH. Umrætt atvik var að brotið var á sóknarmanninum Grétari Hjart- arsyni í seinni hálfleik og Ólafur Ragnarsson dómari dæmdi víta- spyrnu. Einar Örn Daníelsson aðstoð- ardómari flaggaði þá óvænt rang- stöðu og því hætti Ólafur við víta- spyrnuna. Staðan var 1-0 fyrir FH þegar þetta gerðist og þannig var staðan er leiknum lauk. ,,Þetta er alveg ótrúlegt. Ég skil ekki hvernig maðurinn getur dæmt rangstöðu, Grétar var dekkaður af tveimur leik- mönnum þegar sendingin kom og hann stakk sér milli þeirra. Ég varð rosalega reiður þegar ég sá þetta svart á hvítu á upptöku strax eftir leik. Meðan leikurinn var í gangi var ég ekkert reiður þar sem maður verður að treysta þessum línuvörð- um og ég taldi hann hafa gert rétt. Þarna voru þó skelfileg mistök á ferð- inni.“ sagði Magnús. Þegar Magnús kom heim eftir leikinn skellti hann mynd- bandsupptöku af honum í tækið og ákvað að rýna nánar í hann. ,,Þegar ég sá þetta síðan þá trúði ég þessu ekki í einlægni minni. Dómarinn var tíu metra frá þessu en línuvörðurinn lengst úti í horni en tekur samt vítið af honum! Svona á maður ekki að gera nema maður sé alveg 100% viss. Það segir mjög skýrt í reglunum að sóknarmaður eigi að njóta vafans sé einhver vafi fyrir hendi.“ Magnús vill meina að KR hafi einnig átt að fá víti þegar Auðun Helgason klifraði upp á bak Garðars Jóhannssonar. ,,Ég vil ekki láta það hljóma eins og ég sé að væla en það er enginn vafi á að það var líka víti. Við fengum á okkur vafa- samt víti í Keflavík en þetta atvik var mun verra.“ MAGNÚS GYLFASON ÞJÁLFARI KR: EKKI SÁTTUR VIÐ DÓMGÆSLUNA Í TAPLEIKNUM GEGN FH Magnús var› rosalega rei›ur eftir leik LA ND SB AN KA DE IL DI N HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Þriðjudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Valur og Fram mætast að Hlíðarenda í Landsbankadeild karla.  19.15 Þróttur og Keflavík mætast á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla.  20.00 Keflavík og Valur mætast á Keflavíkurv. í Landsbankad. kvenna.  20.00 Stjarnan og ÍA mætast á Stjörnuvelli í Landsbankad. kvenna.  20.00 KR og FH mætast á KR-velli í Landsbankadeild kvenna.  20.00 ÍBV og Breiðablik mætast á Hásteinsvelli í Landsbankad. kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  7.00 Olíssport á Sýn endursýnt fjórum sinnum frá kvöldinu áður.  15.35 Landsbankadeildin á Sýn. Grindavíkur-ÍBV frá því í gær.  16.45 Fótboltakvöld á RÚV. (e)  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Smáþjóðaleikarnir á RÚV. (1:5) 0-3 Akranesv., áhorf: 1412 Kristinn Jakobsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–15 (1–8) Varin skot Páll Gísli 4 – Bjarni Þórður 1 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 9–16 Rangstöður 5–0 0-1 Hrafnkell Helgason (23.) 0-2 Björgólfur Takefusa, víti (54.) 0–3 Erik Gustafsson (57.) ÍA Fylkir 2-1 Grindavík, áhorf: 718 Jóhannes Valgeirsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–8 (6–6) Varin skot Savic 4 – Birkir 5 Horn 3–0 Aukaspyrnur fengnar 21–14 Rangstöður 1–1 1–0 Sinisa Valdimar Kekic (11.) 1–1 Matthew Platt (12.) 2–1 Óli Stefán Flóventsson, víti (16.) Grindavík ÍBV *MAÐUR LEIKSINS ÍA 4–3–3 Páll Gísli 7 Finnbogi 4 Reynir 7 Gunnlaugur 7 Guðjón Heiðar 4 Helgi Pétur 3 Jón Vilhelm 3 (59. Andri 5) Pálmi 4 Martin 3 (59. Kári Steinn 4) Hjörtur 3 (59. Sigurður R. 6) Hafþór 4 FYLKIR 4–3–3 Bjarni Þórður 7 Kristján 6 Ragnar 8 Valur Fannar 7 Gunnar Þór 7 Finnur – (15., Eyjólfur 7) Hrafnkell 6 (66. Björn Viðar 5) *Helgi Valur 9 Björgólfur 8 Gustafsson 7 (81. Arnar Þór –) Viktor Bjarki 7 *MAÐUR LEIKSINS GRINDAVÍK4–4–2 Savic 6 Óðinn 5 Jack 6 Óli Stefán 8 Eyþór Atli 5 McShane 6 (90. Páll G. –) Niestroj 6 Eysteinn Húni 6 Magnús Þ. 6 (60. Óskar Örn 6) Ahandour 7 (87. Andri Hjörvar –) *Kekic 8 ÍBV 4–5–1 Birkir 7 Pétur 5 Páll Hjarðar 5 Bjarni Hólm 5 Bjarni Geir 5 (83. Sæþór –) Platt 5 Andri 5 Jeffs 6 Magnús Már 6 Atli 4 (72. Bjarni Rúnar –) Steingrímur 4 (46. Dodds 6) BESTUR Á VELLINUM Sinisa Kekic spilaði vel fyrir Grindavík gegn ÍBV í gær og er ekkert að gefa eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN SVONA ÓLI MINN, ÞAÐ GENGUR BARA BETUR NÆST Þetta gæti þessi ágæti stuðn- ingsmaður ÍA verið að segja við Ólaf Þórðarson, þjálfara liðsins, sem var ráðalaus. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.