Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 40
PLAYSTATION 3 Nýja tölvan verður verður mun tæknilegri en forverar hennar. 24 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Bæjarlind Smáralind Re yk jan es br au t Ný Playstation 3 leikjatölva kemur út næsta vor. PS3 inniheld- ur hátækni, þar á meðal Cell- örgjörvann sem unninn er í sam- starfi IBM, Sony Group og Toshiba, grafík-örgjörvann (RSX) og XDR minniskubba. Hægt verður að tengja sjö þráðlausa stýripinna við PS3 með Bluetooth-tækninni og einnig verður hægt að tengja PSP-leikja- tölvuna við PS3. Grafík nýju tölvunnar verður öflug. Mun hún skila sér í því að hreyfingar persóna og hluta verða mun nákvæmari og raunveru- legri, en einnig verður hægt að reikna út grafík bakgrunna og landslags í rauntíma. Þarafleið- andi verður öll leikjaupplifunin mun raunverulegri en áður. Á PS3 verður hægt að spila PlayStation 2 og PlayStation 1 leiki. ■ Geirvörturnar á Teri Hatcher, sem er betur þekkt sem Susan Meyer í Desperate Housewives- þáttunum, láta ekki að stjórn. Ný- lega tilkynnti Hatcher að hún væri til í að sitja fyrir hjá Playboy svo hún hlýtur að vera ánægð með þær, en settið hefur valdið ein- hverjum vandræðum við tökur á Desperate Housewives. Spé- hræddir Bandaríkjamennirnir eru ekki sáttir við að geirvörturn- ar sjáist í gegnum fötin og ítrek- aðar tilraunir Hatcher til að koma í veg fyrir að þær stífni hafa ekki borið árangur. „Þegar það er kalt og fimm, tíu stiga hiti og maður er við upptökur utandyra á bolnum, þá auðvitað stífna þær,“ sagði Hatcher. Þó er ekki öll vön úti því að tæknimenn hafa fundið lausn á málinu. „Ég heyrði frá einhverj- um fyrir bara nokkrum vikum að þeir hafi víst eytt þúsundum doll- ara í að eyða geirvörtunum úr þáttunum.“ ■ Tæknibrellum var beitt til að fela bólur í andlitum aðalleikar- anna í næstu Harry Potter-mynd. Leikararnir Emma Watson, Dani- el Radcliffe og Rupert Grint voru 11, 12 og 13 ára þegar fyrsta myndin kom út fyrir fjór- um árum en nú eru þau orðin unglingar og húðin bólugrafin eftir því. „Mikill andlitsfarði gerði bara illt verra,“ sagði einn úr tökulið- inu. „Við þurftum að fá mann sem var sérhæfður í tæknibrell- um til að fara yfir hvern ramma og hreinsa andlit þeirra.“ Mynd- in, sem nefnist Harry Potter and the Goblet of Fire, er væntanleg í kvikmyndahús síðar á þessu ári. ■ Tökur á nýrri mynd um tíkina Lassie hófust á Bretlandseyjum þann 23. maí síðastliðinn en hún verður frumsýnd hér á landi síð- ar á árinu. Með helstu hlutverk fara Peter O'Toole, Samantha Morton og John Lynch. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni í Jór- víkurskíri og fjallar um Carraclough-fjölskylduna sem þarf að selja hundinn Lassie þar sem fjölskyldan er í miklum þrengingum. Margar kvikmynd- ir hafa verið gerðar um Lassie sem og sjónvarpsþættir sem hafa verið sýndir í yfir 50 lönd- um. ■ Playstation 3 næsta vor TERI HATCHER Brjóst hennar láta ekki alltaf að stjórn og þau hafa valdið framleiðendum Desperate Housewives-þáttanna nokkrum áhyggjum. Hatcher í geir- vörtuvandræ›um AÐALLEIKARAR Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe fara með aðal- hlutverkin í Harry Potter-myndunum. Tæknibrellur földu unglingabólurnar LASSIE Tíkin trygga Lassie mun væntan- lega halda áfram að skemmta almenningi um ókomin ár. Tökur á Lassie hafnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.