Alþýðublaðið - 30.07.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1922, Blaðsíða 4
4 f. Tarzan. Þeir áskrifendur, sem ekki tótáí'ii vitjsð um Tt z»n, 'e»u ibeðiiir að geta það setn íyist Ta?zaa koitar 3 kr. f R ykjt vfk, cn dfc um faad að viðlogðu barð argjaldi. Kaapf ndur úti uta Íaud, sem vilja eigoast bókiea, og fá blaðið hjá út’iölumöainjm, geta pan'iað hassa hjá þeiín, Tatzasi er setsd hvett sem er Westminster cigarettur nýkomnar ódýrar. Kaupfólag’ið. Kaupendur blaðsins, sem itafa bústaðaskifti. eru vinsamiega beðn- ir að tilky.'ina það hið bráðasta á afgreiðsltt biadsiftð við Iagólfsstræti og Hterfisgötu ALÞÝÐUBLAÐIÐ Handsápur og aðrsr feseÍElætiívör- ur er bszt að kaup» É KaupfélagintL No. 555 State-Express cigarettur, númer [555, munu bráð- lega ná sömu hylli hér og í Englandi. Nýkomnar til Kaujpfélagsins. Munið að biðja um No. 5 5 5. » Fðlk, sem fer norður f eílds.r- vianu, getur feogið bhðið sent, ea veiður þá að tiikynna það á afgr. kófatnaður er ádýrastnr og bezfcur — margur tegaHtíir — i Skóvorzlunni í Laugav. 2. Í Litla kaffihúsinn fæst daghga kaffi roeð kleinum Og pönnnkökum. Einuig hsfragrsutur og mJóUt, skyr og rojóik. Komið í Litla kaffikúsið Lauga- veg 6. — Eagir diytejupeningar. Ritsíjórl og ábyrgðarassður: Olaýuv Friðriksson. Pre»tsrai8Jan Gutenberg. Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr affcur. einn spilamaðurinn. „Þetta er greifinn af Coude frá Frakklandi“. „Ef mér skjátlast", mælti ákærandinn, „skal eg fús- lega biðja afsökunar; en áður en eg geri það, ætti greifinn að segja frá hvernig stendur á aukaspilunum, sem eg sá hann láta í vasa sinn*. Þá ætlaði maðurinn, sem látið hafði spilin f vasa greifans, að laumast út, en honum til undrunar voru dyrnar varðar af risavöxnum gráeygum ókunnum manni. „Afsakið", sagði maðurínn hvatskeytlega og reyndi að víkja til hliðar. „Bíðið", mælti Tarzan. „Hvers vegna?" kvað hinn við óþolinmóðlega. „Leyfið mér að komast út". „B/ðið“, andurtók Tarzan. „Eg býst við að þér getið útskýrt atvik, sem skeð hefir hérna inni". Maðurinn var búinn að missa vald á geði sínu og þréyf til Tarzans til að ýta honum til hliðar. Apamað- urinn brosti að eins, er hann snéri manninum við um leið og hann þreif í kraga hans, og hrakti hann bölv- andi og spriklandi að borðinu. Það var f fyrsta sinn, sem Nikolas Rokofi komst f tæri við vöðvana, sem unnið höfðu bug á Numa, Ijóninu, og; Terkoz, stóra karlapanum. , Maðurinn, sem kært hafði greifann, og hinir tveir spilamennirnir horfðu rannsakandi á greifann. Ymsir fleiri farþegar höfðu safnast að þeim og biðu átekta. „Maðurinn er vitlaus", sagði greifinn. „Eg skora á annan hvorn ykkar, herrar mínir, að leita á mér". „Ákæran er hlægileg", mælti annar spilamaðurinn. „Þið þuifið ekki annað en rétta hendina ofan í treyjuvasa greifans, og þið munuð sjá, að ákæran er á rökum bygð", mælti ákærandinn. Og svo bætti hann við, þegar hinir hikuðu: „Eg skal sjálfur gera það, ef enginn annar vill það"; hann færði sig nær greifanum. „Nei, herra minn", sagði greifinn. „Eg leyfi ekki öðr- um en göfugmennum að leita á mér". „Það er óþarfi að leita á greifanum. Spilin eru í vasa hans. Eg sá þau látin þar". Allir snéru sér að þeim, sem talaði. Það var vel vax- inn ungur maður, er hrakti mann á undan sér. „Þetta er samsæri", æpti greifinn reiðilega. „Það eru engin spil f vasa mfnum", að svo mæltu rak hann hendina ofan í vasann. Dauðaþögn varð f skálanum. Greifinn varð náfölur. Hann dró hendina hægt upp úr vasanum. í henni voru þrjú spiL Hann starði þegjandi og með skelfingarsvip á spilin, og smám saman færðist roði í kinnar hans. Meðaunkv- unarsvipur var á andliti áhorfendanna, er sáu hér myrt mannorð þessa manns. „Það er samsæri, herra minn". Það var gráeygði að- komumaðurinn, sem taláði. „Herrár mínir“, hélt hann áfram, „greifinn vissi ekki að þessi spil væru í vasa hans.1 Þau voru sett þar án hans vitundar, meðan hann var að spila. Eg sá alt sem fram fór í speglinura úr stólnum þarna. Þessi maður, sem eg greip f þvf hann var að læðast út, lét spilin í vasa greifans. Greifinn leit af Tarzan á manninn, sem hann hélt. „Drotíinn tninn, Nikolas!" æpti hann. „Þú hér?" Því næst snéri hann sér að ákærandanum, og horfðí á hann um stund. „Og þér. Eg þekti yður ekki skegglausan. Það ger- breytir yður, Paulvitch. Eg sé það nú alt í hendi minni. Þetta er rojög ljóst, herrar mínir". „Hvað á að gera við þá?“ spurði Tarzan. „Afhenda skipstjóranum þá?“ „Nei, vinur minn", sagði greifinn skjótlega. „Þetta er einkamál, og eg bið yður að láta það falla niður. Það er nægilegt, að eg hefi verið hreinsaður af áburðinum. Því betra, sem við eigum minna saman við þessa pilt- unga að sælda. En hvernig get eg nógsamlega þakkað yður hjálp yðar? Leyfið mér að gefa yður nafnspjald mitt, og ef yður einhverntíma skyldi liggja á liðsemd minni, þá er eg reiðubúinn, hvernig sem á stendur". Tarzan var búinn að sleppa Rokoff, sem skundaði út úr reykskálanum, ásamt með Paulvitch félaga sín- run. Rétt í því þeir fóru, snéri Rokoff sér að Tarzan og mælti: „Yður mun síðar yðra þess, að hafa slett yður fram í annara málefni".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.