Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 26
Svartir bílar Rannsóknir hafa leitt í ljós að svartir bílar lenda oftar í slysum og árekstr- um heldur en bílar í öðrum litum. Silfurlitaðir bílar koma þar á eftir.[ ] Súðavogur 6                   Tjónaskoðun • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Hemlarnir verða að vera í lagi Sigurður segir mikilvægt að fylgja reglunum þegar ekið er með eftirvagn. Tími ferðalaganna er runninn upp og margir hafa tekið fram tjaldvagna og fellihýsi fyrir fríið. Að mörgu eru að huga áður en tjaldvagn eða fellihýsi er hengt aftan í bíl- inn – ef búnaðurinn er ekki í lagi getur farið illa. Sigurður Helgason hjá Umferðar- ráði segir að margt þurfi að at- huga áður en lagt er af stað með tjaldvagn eða fellihýsi í eftir- dragi. „Í fyrsta lagi þarf að tryggja að tengibúnaðurinn sé skráður í skráningarskírteini bif- reiðarinnar og tengibúnaðurinn verður líka að vera í lagi. Eins þarf að hafa í huga að eftirvagn- inn má ekki vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini bílsins sem dregur hann,“ segir Sigurður. „Á skráningarskírteini er ann- ars vegar gefið upp hve þungan eftirvagn má draga með hemlum og hins vegar án hemla. Í eldri bíl- um eru þessar upplýsingar ekki skráðar í skírteinið en þá er við- miðunin sú að þyngd eftirvagns- ins sé ekki meiri en helmings- þyngd bílsins sem dregur hann. Þ.e.a.s. ef vagninn er ekki búinn hemlum,“ segir Sigurður en allir vagnar sem eru þyngri en 750 kíló eiga að vera búnir hemlum. Þegar ekið er með tengivagn má ekki aka á meira en 80 km hraða. Sigurður segir að erfitt sé að fylgjast með því að sá há- markshraði sé virtur og stundum skapist vissulega raðir og teppur vegna tjaldvagna. „Ég held að lög- reglan sjái dálítið í gegnum fingur sér með þessa hraðatakmörkun sérstaklega þegar umferð er mik- il. Ef umferðin er á 80 þá kallar það á meiri framúrakstur og það er framúraksturinn sem er hættu- legastur. Ökumenn með eftir- vagna eiga samt að virða hraða- takmörkin og verða að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig og hleypa framúr þegar því verð- ur við komið.“ Til að sjá aftur fyrir sig getur verið nauðsynlegt að framlengja hliðarspegla bílsins og ef vagninn er breiðari en bíllinn er skylda af hafa slíka framlengingu. Sigurður segir að eftirvagnar geti vissulega valdið slysum og því sé mikilvægt að huga vel að búnaðinum áður en haldið er af stað „Ef tengingin er ekki í lagi getur vagninn losnað og eins er töluverð hætta á ferðum ef vagn- inn er of þungur fyrir bílinn því þá getur vagninn tekið völdin af bílnum. Í hvassviðri þarf líka að vera vel á varðbergi því vagnarn- ir taka á sig mikinn vind. Það eru til dæmi um að eftirvagnar hafi valdið slysum og því er mikilvægt að fylgja þeim reglum sem gilda um slíka vagna. Það er nefnilega ástæða fyrir því að reglurnar eru settar.“ ■ TÉKKLISTI FYRIR TJALDVAGNA • Tengibúnaðurinn verður að vera skráður í skráningarskírteini bílsins. • Vagninn má ekki vera þyngri en sagt er til um í skráningarskírteini. • Ljósabúnaður á vagninum verður að virka. • Athuga loft í dekkjum áður en lagt er af stað og muna að hafa varadekk með í för. • Framlengja spegla ef þess þarf til að tryggja útsýni. • Vagninn má aldrei vera meira en 60 cm breiðari en bíllinn (30 cm hvoru megin) • Hámarkshraði fyrir þá sem aka með eftirvagn er 80 km/klst. Tjaldvögnum og fellihýsum fjölgar stöðugt á vegum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.