Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 8

Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 8
1Hver er fráfarandi rektor Háskóla Ís-lands? 2Hvers lenskir eru þeir sem fóru hring-ferð um landið á vetnishjólum? 3Hversu hátt hlutfall Íslendinga notartölvu samkvæmt könnun Hagstofunnar? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Ahmadinejad nýkjörinn forseti Íran: Óbreytt kjarnorkuáætlun TEHERAN, AP Mahmoud Ahmadi- nejad, nýkjörinn forseti Írans, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að kjarnorkuáætlun landsins yrði haldið áfram. Hann staðhæfði að kjarnorkan yrði þó aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum fullyrða hins vegar að það sé tilgangur Írana að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Í ræðu sinni sagði Ahmadinejad að honum væri sama þótt Bandaríkin væru ósátt með kjör hans, að Íran þyrfti ekki á stuðningi Bandaríkjanna að halda til frekari uppbyggingar, upp- bygging í Íran myndi byggja á frelsi og mannréttindum fyrir alla. Ahmadinejad, sem er fyrr- verandi borgarstjóri Teheran, þykir afskaplega íhaldssamur og er full- trúi afla í Íran sem Vesturlöndum hugnast ekki. Stjórnmálaskýrendur segja margir að kjör hans geri það nær útilokað að Íran færist í átt til meira frjálslyndis. Hann þótti hins vegar standa sig með prýði á þessum fyrsta blaðamannafundi sínum eftir kjörið. ■ Fuglaflensusmit í Japan Meira en 800 hænsn hafa drepist úr fuglaflensu í Japan sí›an í apríl. Flensan kom einnig upp í landinu í fyrra en flá drápust meira en 300 flúsund fuglar. Smit fannst í manni í Japan í fyrra en enginn hefur látist flar. FUGLAFLENSA Fuglaflensusmit hefur greinst í hænsnum á bóndabæ í norðaustur Japan. Nú hafa allir flutningar á eggjum og fuglakjöti verið bannaðir frá svæðinu um stundarsakir þar til yfirvöld telja sig hafa tryggt að flensan breiðist ekki út. Bændur í nágrenninu hafa allir verið skyldaðir til þess að sótthreinsa hjá sér gripahús. Leit- að hefur verið að smiti á bæjum í nágrenninu en ekkert fundist. Meira en 800 hænsn hafa drepist á bænum síðan í apríl og hafa prófanir nú staðfest grun manna um að um fuglaflensusmit sé að ræða. Fuglarnir voru smitaðir með H5N2-af- brigði flensunnar sem er ekki jafn hættulegt og H5N1-afbrigðið, sem hef- ur orðið rúmlega fimmtíu manns að bana í Suðaust- ur-Asíu síðan 2003. Hirofumi Kurita, land- búnaðarráðherra Japan, sagði í gær að flensuaf- brigðið sem greindist í fuglunum sé ekki líklegt til að vera hættulegt mönnum. Engu síður hafa starfs- menn á býlum í nágrenninu verið skikkaðir í læknisskoðun til þess að ganga úr skugga um að smitið hafi ekki borist í menn. Um 300 þúsund fuglar drápust úr fuglaflensu í Japan í fyrra, eitt tilfelli greind- ist í manni en hann hef- ur náð bata. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir að nokkur afbrigði af flensunni séu greinilega á ferðinni en munurinn felist í því að af- brigðin hafi mismunandi mótefna- vaka. Hann segir ekki fara neinum sögum af því að menn hafi smitast af því afbrigði sem núna fannst í Japan. „Maður getur ekkert fullyrt um að þetta afbrigði sé alveg skað- laust enn þá, það fer eftir því hvernig þetta þróast,“ segir Har- aldur. Enn annar stofn greindist í Hollandi í fyrra en þá veiktust 90 manns og einn lést. Haraldur segir að full ástæða sé til þess að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensunni og að í hvert skipti sem fréttir berist af smiti séu það slæmar fréttir. Menn horfi til þess núna að reyna að koma í veg fyrir að flens- an breiðist út meðal manna, vel sé fylgst með öllum smitum til að reyna að kæfa faraldur í fæðingu. oddur@frettabladid.is Frábær ferðaleikur fyrir al la f jölskylduna omdu við á næstu Olís-stöð, fáðu stimpil í Ævintýrakortið og ævintýraglaðning! Yf ir 10 00 gl æ sil eg ir vi nn in ga r! Umsóknar- frestur fyrir skólaárið 2005-2006 rennur út þriðjudagur 5. júlí. LJÓSMYNDASKÓLI SISSU, Hólmaslóð 6 101 Reykjavík. GSM: 699 0162 www.ljosmyndaskolinn.is Hópslagsmál á Reyðarfirði: Lögreglan flurfti li›sauka HÆNSABÝLI SÓTTHREINSAÐ Hér bera verkamenn inn sótthreinsiduft sem er notað til þess að reyna að koma í veg fyrir að fuglaflensusmit berist á milli bæja. REYÐARFJÖRÐUR Slagsmál brutust út á dansleik í Félagslundi á Reyðarfirði aðfaranótt gærdagsins. Kalla þurfti á lögregluna á Fáskrúðsfirði til að aðstoða lögregluna á Eskifirði við að skakka leikinn. LÖGREGLUMÁL „Menn voru mikið að tuskast þarna. Það kom stór hópur af Ítölum frá Kárahnjúkum á ballið en venjulega koma þeir ekki hingað heldur fara inn á Egils- staði, en við þurftum ekkert að skipta okkur af þeim heldur ein- ungis af Íslendingum sem börðust innbyrðis,“ segir lögregluþjónn á Eskifirði um hópslagsmál sem brutust út á dansleik í Félagslundi á Reyðarfirði aðfaranótt sunnu- dagsins. Reyðarfjörður er í um- dæmi lögreglunnar á Eskifirði. Einn maður nefbrotnaði í slagsmálunum og margir fengu blóðnasir og sprungnar varir. Kallað var á lögregluna á Fá- skrúðsfirði til aðstoðar lögregl- unni á Eskifirði. „Við erum að fjölga lögreglu- mönnum hér á Eskifirði úr tveimur í fjóra því mannfjöldinn hér á svæðinu er orðinn svo miklu meiri en áður, vegna byggingar álversins á Reyðarfirði en starfs- mannabúðirnar sem standa á bæjarmörkunum eru gerðar fyrir 1800 manns,“ segir lögreglan á Eskifirði en um 700 manns búa á Reyðarfirði. -ifv HARALDUR BRIEM Full ástæða til að vera á varðbergi. MAHMOUD AHMADINEJAD Nýkjörinn forseti Írans talaði í gær á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir að hann var kjörinn. Hann þótti standa sig með prýði. Árekstur í Mývatnssveit: Tveir á sjúkrahús SLYS Harður árekstur varð á þjóðveginum við Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit í gær- morgun. Fólksbíll keyrði aftan á nærri kyrrstæðan fólksbíl á um hundrað km hraða að því er talið. Í bílunum voru fjórir far- þegar, allir erlendir, tveir Þjóð- verjar og tveir Austuríkismenn. Lögreglan á Húsavík flutti farþega bifreiðanna á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík en ökumennina sakaði ekki. Meiðsl farþeganna voru ekki alvarleg og voru þeir út- skrifaðir að lokinni skoðun. -ifv

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.