Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 43
LAUGARDAGUR 16. júlí 2005 27
Átti a› leika Gest
„Hrafn orðaði þetta við mig á sínum
tíma, ég veit ekki hvort hann var
fullur, ófullur eða bara svona
skemmtilega hugmyndaríkur. Ég hló
alltaf að honum því mér fannst þetta
svo brjáluð hugmynd. Þetta er nú
bara eins og margt í lífinu, sumt er
skrýtnara en annað. Ég tók þetta ekki
í mál því ég er ljósmyndari en ekki
leikari. Ætli ég hafi ekki bara verið
svona síðhærður og víkingalegur en
þetta hafði í það minnsta ekkert með
mína hæfileika að gera og kannski
þess vegna fannst mér þetta furðu-
legt,“ segir Páll Stefánsson ljósmynd-
ari sem Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri
Hrafninn flýgur bauð hlutverk Gests í
kvikmyndinni en án árangurs.
Í minningunni var þetta sumar sem við tókum upp
þessa mynd virkilega ógleymanlegt, „never a dull
moment“ eins og maður segir á vondri íslensku.
Ég er þeirrar skoðunar að af víkingamyndum Hrafns
sé Hrafninn flýgur sú besta. Það verður aldrei sagt um
Hrafn Gunnlaugsson að hann sé hugmyndasnauður
maður. Mér fannst ansi gaman að vinna með Hrafni
að ekki sé nú talað um Helga Skúlason, nú látinn
löngu fyrir aldur fram. Leikur hans í Hrafninn flýgur er
ógleymanlegur að öðrum ólöstuðum. Mér hefur sýnst
sem heimurinn hafi tekið þessari mynd fagnandi en
ég ætla ekkert að alhæfa um það.
Ég horfði á myndina aftur um daginn með Hrafni og
við vorum aðeins að rifja upp hvernig okkur fannst
þetta og hvað þetta var skemmtilegt.
Úr því þú spyrð þá kemur margt skrítið upp á og ég
man sérstaklega eftir einu spaugilegu atviki úr tök-
unum. Þar sem við vorum að vinna undir Eyjafjöllum
voru nokkrir heimahrafnar á staðnum og hrafnarnir
sem við höfðum fært með okkur tóku ekki tamningu
vegna þess beygs sem þeir höfðu af heimahröfnunum
þannig að Hrafn Gunnlaugsson tók frethólk og skaut
heimahrafnana til að tökurnar gætu gengið betur fyrir
sig. Ég hélt að þarna yrði heimsendir því ég taldi boða
ógæfu að skjóta heimahrafnana svona en við þetta
róuðust hrafnarnir okkar. Þeir fengu svo róandi lyf en
mig rennir grun í að hrafnatemjarinn hafi komist í lyf-
in í það minnsta róaðist hann til muna eftir þetta.
Mér fannst gaman að vinna með Hrafni því honum
dettur svo margt í hug og oft er skemmtilegra að
vinna með mönnum sem dettur eitthvað í hug frekar
en ekkert.
Hvernig var a› leika í Hrafninn fl‡gur?
Það var rosalega kalt og blautt þetta sumar. Við vor-
um meira og minna úti allan tímann og þegar við
vorum ekki úti vorum við inni í einhverjum skútum
og hreysum. Þetta var afskaplega skemmtilegt fyrir
mig að fá að leika í þessari mynd því ég var bara 24
ára leiklistarnemi þegar myndin var gerð. Við vorum
með mikið af dýrum þarna, það voru hrafnar í
myndinni, og við réðum mann til að sjá um hrafn-
ana en það gekk svo allt á afturfótunum þannig að
við urðum að sjá um hrafnana meira og minna
sjálfir.
Búið var við mjög erfiðar aðstæður þarna og við
böðuðum okkur lítið, þannig að skíturinn utan á
okkur í myndinni var eiginlega raunverulegur. Ég er
ekki viss um að ég samþykkti að leika í mynd við
þessar aðstæður í dag.
Mér finnst sagan skila sér vel á tjaldið hjá Hrafni.
Mér finnst myndin miklu betri en ég hefði þorað að
vona þó svo að vissulega hafi kvikmyndagerðar-
listinni eitthvað fleygt fram á þessum tuttugu árum.
Einn daginn vorum við í hádegismat og Hrafn var á
klósettinu og þá kallar hann allt í einu upp fyrir sig:
Jakob, hvernig fyndist þér að leika pabba þinn? Og
fór svo að ég lék karakterinn sem átti að vera pabbi
minn í myndinni. Hrafn sagði svo að það væri stað-
reynd að maður fengi margar af sínum bestu hug-
myndum á klósettinu.
Mér finnst myndin hafa öðlast dálítið sérstakan
sess í íslenskri kvikmyndasögu því hún var fyrsta ís-
lenska myndin sem gekk vel í útlöndum og hún
hefur farið ansi víða og maður hittir varla Svía án
þess að þeir segi við mann: Þungur hnífur.
JAKOB ÞÓR EINARSSON/GESTUR
FLOSI ÓLAFSSON/EIRÍKUR
PÁLL STEFÁNSSON Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri Hrafninn flýgur kom að máli við
Pál Stefánsson ljósmyndara og bauð honum hlutverk Gests í myndinni en Páll afþakk-
aði boðið.
GESTUR Jakob Þór Einarsson í hlutverki aðalsöguhetjunnar Gests sem kemur til Íslands að leita morð-
ingja föður síns. Hér er hann ásamt hrafni fyrir ofan bæ föðurbana síns og leggur á ráðin um hvernig
hann geti náð sér niður á honum.
EIRÍKUR Flosi Ólafsson sem Eiríkur í Hrafninn flýgur, hlutverk sem hann lék með eftir-
minnilegum hætti.