Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 2
2 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Tæplega hundrað ára sögu fjarskiptareksturs ríkisins lauk í gær með undirritun kaupsamnings: Skrifa› undir sölu Landssíma Íslands EFNAHAGSMÁL Kaupsamningur milli ríkisins og nýrra eigenda að tæp- lega níutíu og níu prósentum hluta- fjár í Landssíma Íslands hf. var undirritaður í Þjóðmenningar- húsinu í gær. Fyrirtækið Skipti ehf. eignast hlut ríkisins en greiðsla fyrir hlutinn þarf að fara fram innan fimm virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um kaupin liggur fyrir. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að féð sem fengist fyr- ir söluna yrði notað í verkefni í þágu allra landsmanna í samræmi við stjórnarsáttmála. Þar horfir hann til verkefna sem þarf að ráð- ast í einu sinni. Meðal verkefna sem hafa verið nefnd eru bygging hátæknisjúkrahúss og lagning Sundabrautar. Nýir eigendur þurfa einnig að uppfylla ýmis önnur skilyrði sem koma fram í söluskilmálum, meðal annars um að enginn einn einstak- ur aðili megi eignast stærri hlut í Símanum en 45 prósent auk þess sem bjóða þarf að minnsta kosti þrjátíu prósent af heildarhlutafé félagsins almenningi og öðrum fjárfestum til kaups, eigi síðar en undir lok ársins 2007. Kaupverðið skiptist í íslenskar krónur fyrir um 34,5 milljarða, um 310 milljónir evra og 125 milljónir Bandaríkjadala. - hb Rússneskur smákafbátur vélarvana á 190 metra dýpi með sjö innanborðs: Reynt a› bjarga áhöfninni RÚSSLAND, AP Sjö rússneskir kaf- bátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi úti af Kamsjatka-skaga í gær. Rússnesku björgunarskipi hafði tekist að festa togvír við kafbátinn og var, þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi, að reyna að toga hann á nægilega mikið grunnsævi til að kafarar gætu komið sjö skipverj- um til bjargar. Óttast er að súrefn- isbirgðir kafbátsins dugi ekki nema rétt fram yfir hádegi í dag. Bresk og bandarísk skip voru í gærkvöldi send á vettvang til að hjálpa til við björgunaraðgerðir og búist var við því að þau kæmu á staðin snemma í morgun. Rússum er enn í fersku minni hörmulegt slys þegar allir 118 áhafnarmeðlimir kafbátsins Kursk drukknuðu árið 2000. Kafbátafloti Rússa er að mörgu leyti úr sér genginn enda fór uppbygging flotans að mestu leyti fram á árum kalda stríðsins. -oá Tugmilljóna lei›a- kerfi breytt a› n‡ju Breytingar flær sem ger›ar voru á lei›akerfi Strætó bs. í sí›asta mánu›i kost- u›u fyrirtæki› 25 milljónir króna. Vi›bótarkostna›ur féll á sveitarfélög vegna breytinganna. Nú á a› breyta kerfinu enn frekar vegna fjölda kvartana. SAMGÖNGUR Nýju leiðakerfi Strætó verður breytt, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, stjórnar- formanns fyrirtækisins. Stjórnin kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir fram komnar athugasemdir og kvartanir vegna nýja kerfisins. Stjórn Strætó áréttaði í sam- þykkt sem hún gerði á fundinum í gær þá skoðun sína að samræmt leiðakerfi fyrir allt höfuðborgar- svæðið „sé þýðingarmikið fram- faraskref, sem geri almennings- samgöngur raunhæfan kost fyrir mun fleiri en áður.“ Þá sagði í samþykktinni: „Hins vegar hefur nokkur gagnrýni komið fram á einstaka þætti þess en margir hafa einnig lýst yfir ánægju sinni með breytingarnar. Stjórnin legg- ur áherslu á að markvisst verði unnið úr öllum athugasemdum hið fyrsta til hagsbóta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins“. Þá harmar stjórnin að grípa hafi þurft til tímabundinnar þjón- ustuskerðingar á akstri stofn- leiða en full þjónusta muni verða komin á að nýju um leið og skólar hefjast, mánudaginn 22. ágúst. Hvetur stjórnin alla starfsmenn til að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir mikið álag við innleiðingu nýja leiðakerfisins. „Við þurfum að gefa okkur aðeins lengri tíma til að vinna markvisst úr öllum þeim athuga- semdum sem hafa borist,“ sagði Björk eftir fundinn. „Við getum ekki tekið ákvarðanir núna um einhverjar breytingar. Við gátum ekki alveg gefið okkur tímamörk í þessum efnum. Það fer einnig eftir vaktakerfi vagn- stjóra sem er til bráðabirgða til 1. október og við erum bundin af. Það er verið að skoða ýmsa möguleika.“ Spurð hvort breytingar yrðu gerðar á nýja leiðakerfinu svar- aði Björk því játandi. Hún kvaðst vonast til að þær kæmu til framkvæmda mun fyrr en um áramót. Kostnaður Strætó bs. við þær breytingar á leiðakerfinu sem gengu í gildi í síðasta mánuði nema 25 milljónum króna, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá er ótalinn kostnaður viðkomandi sveitarfélaga vegna tilfærslna á biðstöðvum og skiptistöðvum vegna breytinganna. jss@frettabladid.is Nýtt bóluefni í þróun: Laus undan flensu alla ævi ENGLAND Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævi- langa vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til. Líftæknistofan Acambis í Cambridge í Bretlandi hefur til- kynnt að vonir standi til þess að bóluefnið dugi jafnvel gegn hugs- anlegum stökkbreytingum á flensuafbrigðum. Hafa ber þó í huga að vinnan er enn á tilrauna- stigi og enn nokkur ár í að hægt verði að prófa bóluefnið á mönn- um. Árlega deyr að minnsta kosti hálf milljón jarðarbúa úr flensu. ■ SPURNING DAGSINS Margrét, flurfi› fli› ekki a› hætta a› bjó›a hættunni heim? „Slysunum er ekki boðið heim, þau eru leiðinlegar boðflennur.“ Eldri borgurum er hættast við að slasa sig á heim- ilum sínum. Margrét Margeirsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara í Reykjavík. ÚRBÆTUR Þeir sem hafa átt í erfiðleikum með að nota almenningssamgöngur Strætó bs. geta átt von á úrbótum á leiðakerfinu í haust. KAUPSAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði samning- inn fyrir hönd ríkisins ásamt Lýði og Ágústi Guðmundssyni og öðrum fulltrúm kaupenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L KANADA LENTI OF AFTARLEGA Airbus-þota Air France sem brotlenti í Toronto fyrr í vikunni lenti of aftarlega á flugbrautinni miðað við flugvél af þessari stærð. Þetta segja rannsóknarmenn sem skoðað hafa flugslysið. Allir 309 sem voru um borð í flugvélinni sluppu lítt eða ekki meiddir. SIGMUNDUR HANSEN Sigmundur hefur ekki orðið fyrir slysi á fullorðinsárum sín- um, en hann verður 77 ára síðar á árinu. Mikilvægt að gæta fóta sinna: Stafurinn er besta forvörnin ÖRYGGI „Það hefur reynst mér best að ganga við staf, hann veitir góðan stuðning,“ segir Sigmundur Han- sen ellilífeyrisþegi. Sigmundur er tæpra 77 ára og hefur ekki orðið fyrir slysi á fullorðinsárum sínum. Sigmundur segist meðvitaður um að gæta þess vel að verða ekki fyrir slysi. „Það er skylda okkar gömlu mannanna að gæta fóta okkar,“ segir hann. Sigmundur kveðst einnig hafa sett upp handrið við kjallaratröppur á heimili sínu til þess að koma í veg fyrir slys. Rannsóknir sýna að flest slys sem eldri borgarar verða fyrir eiga sér stað við eða nærri heimili þeirra. - ht Stöðvuð við Mývatn: Farflegarúta á útrunnu leyfi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mý- vatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið. Um einstakt atvik var að ræða að sögn lögreglu en ekki er algengt að slíkt komi fyrir þar sem eftirlit með slíkum þáttum liggur að mestu hjá Vegagerðinni en ekki lögreglu. Í þessi tilviki tókst þó að útvega tímabundið leyfi svo hægt væri að koma þeim ferðamönnum sem um borð voru til sinna áfangastaða. - aöe LÖGREGLUFRÉTTIR SKEMMDARVERK Á GRÖFU Skemmdarverk upp á 300 til 500 þúsund krónur voru unnin á gröfu við Búlandshöfða á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Einnig voru unnar skemmdir á minnismerki við út- sýnisskífuna á Búlandshöfða auk þess sem umferðarmerki var skemmt. FJÓRIR STÖÐVAÐIR Í REYKJANES- BÆ Lögreglan í Reykjanesbæ stöðvaði fjóra ökumenn fyrir fjög- ur ólík brot í gær. Einn mældist á 75 kílómetra hraða þar sem há- markshraðinn er 50 kílómetrar á klukkustund og annar var áminnt- ur fyrir að aka með þokuljós við góðar aðstæður. Vörubíll var stöðvaður þar sem þungatakmark- anir voru í gildi og reyndist bíl- stjórinn ekki hafa meirapróf. Þá var fjórði ökumaðurinn tekinn grunaður um ölvun við akstur. KAFBÁTUR AF SÖMU GERÐ HÍFÐUR UPP Reynt var í gærkvöld að draga kafbátinn á grunn- sævi til að bjarga skipverjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.