Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 7
6 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Áhöfnin á Ársæli stímdi í næstu höfn með Svölu í eftirdragi: Skútan var a› mestu komin í kaf BJÖRGUN „Það var ekki annað að gera en að fara með hana í næstu höfn,“ segir Finnbogi Ólafsson, stýrimaður á Ársæli, sem dró skútuna Svölu til lands. Í fyrrinótt maraði skútan að mestu í kafi og brá áhöfnin á Ársæli á það ráð að koma henni til hafnar í Þorláks- höfn. Þangað voru Ársæll og Svala komin um klukkan þrjú í fyrrinótt. Að sögn stýrimanns stóð stefni skútunnar upp í loft þegar þeir voru við Vestmannaeyjar en skút- an er þannig hönnuð að hún er ósökkvandi. Við athugun kom í ljós að ekkert gat var á skútunni. Líklegast er talið að hún hafi tekið inn á sig sjó þar sem hún var mun léttari að framan en venja er til eftir að mastrið brotnaði af henni í fyrradag. Garðar Jóhannsson, einn eig- enda Svölu, segir trygginga- félagið vera að skoða skútuna, en hann telur flest tæki hennar ónýt. - jse Suðurnes: Ekki verkfall á ljósanótt KJARAMÁL Starfsmannafélag Suðurnesja fer ekki í verkfall í þessum mánuði og því verða áreiðanlega ljós á Ljósanótt í ár. Starfsmannafélagið vill leiðrétt- ingar á nýju starfsmati sem gildir í kjarasamningi félagsins. Starfsmenn félagsins og launa- nefndar sveitarfélaga nota helg- ina til að fara yfir starfsmatskerf- ið og funda svo á þriðjudaginn. Að sögn Ragnars Arnar Ragnarsson- ar, formanns Starfsmannafélags- ins, eru menn vongóðir um að ná saman. Félagsmenn eru ósáttir við að um fimmtungur þeirra lækkaði í launaflokki samkvæmt nýja starfsmatskerfinu. - oá Eiga Íslendingar að kaupa Tívolí næst? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fljúga milli Íslands og Bretlands með British Airways? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 43% 57% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA VIÐ VÍK Bíll valt í ná- grenni Víkur í Mýrdal í gær- morgun en engin slys urðu á fólki. Ökumaður missti bifreið- ina út af veginum svo hún valt og fór á hlið. Bíllinn skemmdist ekki mikið. SKEMMTIFERÐASKIP Hjart- veikur maður var sóttur um borð í skemmtiferðaskipið Bremen sem kom að Grundar- fjarðarhöfn í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út um hálf níu og sótti hún manninn í sjúkrabíl við Vega- mót. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var fluttur á Land- spítalann. Áætlun gegn hryðjuverkum: Helstu breytingar Nýjar ástæður verða gildar til að senda fólk frá Bretlandi eða neita að hleypa því inn í landið. Slíkar ástæð- ur eru meðal annars að hvetja til hat- urs, eða hvetja til eða réttlæta vopn- uð átök vegna trúarásetnings. Þetta vald verður afturvirkt og nær til þess sem þegar hefur verið sagt. Samningur verður gerður við önnur ríki, svo sem Jórdaníu, til að tryggja að fólk geti verið sent til uppruna- lands án þess að eiga það á hættu að verða fyrir pyntingum eða illri meðferð. Lögum um mannréttindi verður breytt, ef nauðsyn ber til, til að ekki verði lagalegar forsendur gegn því að ný lög um brottvísun taki gildi. Innanríkisráðherra fær vald til að ákveða hvort hver sá útlendingur sem tengist bókabúðum, miðstöð- um, samtökum eða vefsíðum sem eru á skrá sem tengd öfgahópum, verði sendur úr landi. Að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk verður ólöglegt. Flóttamönnum verður sjálfkrafa neit- að um hæli í Bretlandi, ef þeir hafa einhver tengsl við hryðjuverk hvar sem er í heiminum. Mannréttindi víkja fyrir örygginu Tony Blair tilkynnti í gær a› hann væri tilbúinn a› breyta lögum um mannréttindi til a› breg›ast vi› breyttum a›stæ›um í Bretlandi vegna hry›juverkaógnarinnar. Hertar a›ger›ir voru bo›a›ar vi› a› senda fólk úr landi e›a neita flví um a›gang, lofsyngi fla› e›a hvetti til hry›juverka. LONDON Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent út- lendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breyt- ingar kalla einungis á reglugerðar- breytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðju- verk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðju- verkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bóka- búðum eða vefsíðum. Charles Kenn- edy, leiðtogi Frjálslyndra demó- krata í Bretlandi, sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur yrðu til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum væri í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davies, skuggaráðherra innanríkis- mála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillög- urnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina því aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokk- urinn hefur kallað eftir. Davies fannst þó sá tími sem gefinn er, einn mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði þessar breytingar vinna á móti til- gangi sínum, sérstaklega ákvörð- unin um að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. „Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar eiga slík mál að fara í gegnum réttarkerfið en ekki neyða sam- tökin til þess að starfa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar,“ sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. svanborg@frettabladid BÖNNIN BOÐUÐ Á síðasta blaðamannafundi sínum fyrir sumarfrí útlistaði Tony Blair hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í Bretlandi. M YN D /A P Viðbrögð við áætlunum Blairs: Vara› vi› n‡ju lögunum DR. IMRAN WAHEED Waheed er talsmaður samtakanna Hizb ut-Tahir, sem bresk stjórn- völd hafa ákveðið að banna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HRYÐJUVERK Talsmenn mannréttinda- hópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Tonys Blair um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, fram- kvæmdastjóri mannréttindahóps- ins Liberty, sagði ómögulegt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það ætti á hættu að verða pyntað. Þá sagði hann hættulegt af Blair að gera það að lögbroti að réttlæta eða tala vel um hryðjuverk, hvar sem er í heiminum. Eric Metcalfe, mannréttindahópnum Justice, sagði að í frjálsu samfélagi væri ekki barist gegn hryðjuverka- mönnum með því að senda þá úr landi, heldur ætti að ákæra þá í Bretlandi. Iqbal Sacranie, framkvæmda- stjóri Ráðs múslima í Bretlandi, segir að þrátt fyrir að samtökin Hizb ut-Tahrir séu ekki sammála Ráðinu um hvernig skuli taka þátt í breskum stjórnmálum, sé ekki rétta leiðin að banna samtökin. Ráð múslima telji Hizb ut-Tahrir í Bret- landi friðsamleg samtök. Jákvæðustu viðbrögðin komu frá talsmönnum Íhaldsflokksins og Ken Jones, formanni félags lög- regluforingja, sem sagði stjórnvöld hafa verið í samstarfi við lögregl- una um þessar hugmyndir og hann væri þeim sammála. - ss SVALA KOMIN Á LAND Svala var tekin upp á land í gær og ástand hennar kannað. M YN D /S U N N LE N SK A Tekin á 118 kílómetra hraða: Reyndi a› fl‡ja lögregluna LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan í Borgarnesi handtók tæplega tví- tuga stúlku eftir að hún reyndi að stinga af þegar lögreglumenn hugðust stöðva hana fyrir of hraðan akstur. Bíll stúlkunnar mældist á 118 kílómetra hraða og lauk eftirför lögreglu ekki fyrr en eftir 27 kílómetra akst- ur. Stúlkan hafði þá læst bíl sínum og þurfti lögregla að brjóta rúðu til að komast að henni. Hún reyndist með smá- vægilegt magn fíkniefna í bíln- um og er grunuð um akstur undir áhrifum örvandi lyfja. -rsg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.