Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 9
1Hversu hár er Hvannadalshnúkur? 2Hvaða lið leika til úrslita í bikar-keppni karla í fótbolta? 3Hversu lengi voru Bjarki og Guð-brandur að ganga hringinn um landið? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Milljónatjón þegar háspennustrengur í Hallsteinsdal var sagaður í sundur: Íhuga a› kæra skemmdarverk LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egils- stöðum rannsakar skemmdar- verk sem unnin voru á há- spennustreng sem verið er að leggja í Hallsteinsdal. Steinar Frigðeirsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá RARIK, segir að einn leiðari í háspennustrengnum hafi verið sagaður í sundur og annar særð- ur. „Hópur mótmælendanna í Kárahnjúkum fékk inni á Vaði í Skriðdal, þaðan sem háspennu- strengurinn liggur. Það er mjög líklegt að þetta sé þeirra verk. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við kærum, því þetta er tjón upp á nokkrar milljónir,“ segir Steinar. Hann telur að skorið hafi verið á strenginn um verslunarmanna- helgina, þá var ekki búið að grafa hann í jörð og einungis búið að sanda yfir hann. Streng- urinn er ætlaður fyrir byggðina í Reyðarfjörð en ekkert sérstak- lega fyrir álverið, segir Steinar. „Ég frétti af þessum rafstreng fyrir tíu mínútum síðan. Við höfum engan áhuga á einhverj- um byggðarlínum og rafmagni sveitanna á þessu svæði. Við stundum ekki skemmdarverk, það eru hins vegar Alcoa og Impregilo sem það gera,“ sagði Ólafur Páll Sigurðsson, tals- maður mótmælenda á virkjana- svæðinu. - rsg Hersveit NATO í Afganistan: Taka vi› a› ári KABÚL, AP Alþjóðleg hersveit undir stjórn NATO verður reiðubúin að taka við stjórn öryggismála í Afganistan á næsta ári, að sögn Gerhard Back hershöfðingja. Við það munu margir þeirra 17.600 bandarísku hermanna sem eru í landinu verða fluttir til annarra starfa. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi hvatt NATO til að fjölga hermönn- um sínum í Afganistan og að þeir verði í meiri mæli fluttir til suður- og austurhluta landsins, þar sem átökin hafa verið mest. Enn er óljóst hvort Bandaríkjamenn muni halda sérstakri hersveit í Afganist- an til að halda áfram leitinni að Osama bin Laden, sem talinn er í felum við landamæri Pakistan. ■ Í báðum vélum: Lyftigeta á framskóflu 3.500 kg í fulla hæð. Perkins 1104-44T. 86KW/117 hp. Vinnuþyngd 8.500 kg. Lyftigeta á framskóflu 3.000 kg í fulla hæð. Perkins 1104-44T. 77KW / 105 hp. Vinnuþyngd 8.800 kg. Lyftigeta á gröfuarmi í fulla hæð á dipper enda 1.500 kg. Mótor staðsettur þversum í miðju vélar undir ökumannshúsi. Fullkomið jafnvægi vélar með mótor undir miðju húsi. „Vökva Servo“ fyrir gröfuarm og mokstursarm. „Boch Rexroth Hydrostatic transmission“ stiglaus skipting. „Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors. „Inch pedal“ Skipting slær út við hemlun vélar. Vökvahraðtengi fyrir framskóflu. Brettagafflar á lyftaraplani. Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif. Liðstýrð traktorsgrafa VF- 9.23 Fjórhjólastýrð traktorsgrafa VF 10.33B Traktorgröfur Loftsæti fyrir ökumann. Yfirstærð af rafgeymi og alternator. Opnanleg framskófla með skera. Gúmmíplattar undir stuðfótum. Öryggisventill fyrir gröfuarm. Lagnir fyrir brothamar og vökvabor. Skotbóma, mesta grafdýpt 5.800 mm. „Vökva Servo“ fyrir gröfuarm. „Vökva Servo“ fyrir mokstursgálga. 4 stk. grafskóflur. 45 cm – 60 cm – 90c m – 130 cm. – handsmíðaðar gæðavélar Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður og eru á mjög góðu verði. Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær! LÆKNISFRÆÐI Inntaka vítamína eða steinefna dregur ekki úr sýking- um hjá eldra fólki sem býr í heimahúsum, samkvæmt niður- stöðum úr nýrri rannsókn sem birt var í Breska læknablaðinu. Einn af hverjum tíu eldri borg- urum í Bretlandi þjáist af vítamínskorti, samkvæmt frétt á fréttavef BBC, sem getur orsakað lélegt ónæmiskerfi og aukið hættu á sýkingum. Rannsóknin, sem gerð var á vegum Háskólans í Aberdeen, leiddi í ljós að vítamín- og stein- efnainntaka minnkaði ekki hætt- una á sýkingum þeirra sem bjuggu heima. Hins vegar átti eftir að rannsaka hvort vítamín- og steinefnainntaka hefði áhrif á sýkingar eldri borgara á sjúkra- stofnunum, þar sem sýkingar- hætta er mun meiri. - sda Ný rannsókn á vítamínum: Stö›va ekki s‡kingar VÍTAMÍN Ný bresk rannsókn leiddi í ljós að eldri borgurum stafar ekki minni hætta af sýkingum þó þeir taki vítamín. SKEMMDARVERK Í NÁGRENNI BÚÐA MÓT- MÆLENDA Viðgerð á háspennustrengnum mun kosta nokkrar milljónir. Gistinætur í júní: Fjölgar um nær allt land FERÐAÞJÓNUSTA Fjöldi gistinátta á íslenskum hótelum jókst um átta prósent í júní síðastliðnum borið saman við síðasta ár. Gistinóttum fjölgaði nær alls staðar á landinu, einu undan- tekningarnar eru Norðurland og Suðurland þar sem nokkuð dró úr aðsókn. Aukningin í júní þýðir að gistináttum fyrstu sex mánuði ársins hefur fjölgað um fjögur prósent samanborið við fyrstu sex mánuði síðasta árs á landinu öllu. Þeim fækkar þó um heil tólf prósent sem gista á Austurlandi og jafnframt hefur fækkað um fimm prósent á Suðurlandi. Gistinóttum fjölgar í öllum öðr- um landshlutum en þó mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. - aöe FRAKKLAND, AP Mestu þurrkar í Suður-Evrópu í áratugi eru farn- ir að hafa veruleg áhrif á líf tug- þúsunda manna. Í Frakklandi eru í gildi tak- markanir á vatnsnotkun í tveim- ur þriðju hlutum landsins. Ár og lækir í Frakklandi eru að þorna upp og skógareldar eru daglegt brauð. Þurrkar sem herja á landsmenn og ferðalanga í Portúgal eru hinir mestu í sögu landsins og hefur verið varað við því að lokað verði fyrir vatn í Algarve héraði. Tankbílar flytja vatn daglega í afskekkt héruð þar sem 53 þúsund manns eru vatnslaus. Á Spáni hefur ekki mælst minni rigning í 65 ár og eru vatnsból við það að þorna upp. Endalok þessara þurrka eru ekki í sjónmáli því spænska veðurstofan hefur spáð áfram- haldandi sólskini og allt að 40 stiga hita það sem eftir er ágúst- mánaðar. Skógareldar hafa geisað á Spáni og fyrir nokkru fórust ellefu slökkviliðsmenn við að slökkva elda austur af Madríd sem kviknuðu þegar fólk var að grilla. - sda UPPTAKA SKÓGARELDA LEITAÐ Slökkviliðsmenn rannsaka upptök skógar- elda á Spáni. Skógareldar geisa víða í Suður-Evrópu vegna mikilla hita og þurrka. Veðurfræðingar sjá ekki fyrir endann á þurrktíðinni og spá áfram um 40 stiga hita og sól á Spáni. Mestu þurrkar í Suður-Evrópu í áratugi hafa mikil áhrif á líf fólks: Tugflúsundir fljást af vatnsskorti SPÁNN RANNSÓKN HEITIÐ Á LÖGREGL- UNNI Spænski innanríkisráðherr- ann hefur heitið ítarlegri rann- sókn á andláti 39 ára bónda sem lést 24. júlí, en meint dánarorsök er lögregluofbeldi. Sjö lögreglu- mönnum hefur verið vikið frá starfi í hálft ár vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.