Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 11
FJÖLMENNI FYLGIR TIL GRAFAR Kristnir ísra- elskir arabar báru líkkistu annars af þeim tveimur kristnu sem létust á föstudag þegar ísraelskur hermaður hóf skothríð í strætis- vagni. Fjórir ísraelskir arabar, auk bílstjórans, létu lífið. 10 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Stórhætta á fljó›veginum Tugflúsundir fer›amanna hjóla og ganga eftir fljó›- veginum vi› M‡vatn á hverju sumri og setja flar me› sjálfa sig og akandi vegfarendur í stórhættu. UMFERÐARÖRYGGI Umferð hjólandi og gangandi ferðamanna er lík- lega hvergi meiri á Íslandi en við Mývatn að sumarlagi. Þrátt fyrir það er enga malbikaða hjóla- og göngustíga að finna við vatnið. Því neyðast ferðalangar oftar en ekki til að nota þjóðveginn til að komast á milli áhugaverðra staða við Mývatn og setja þar með sjálfa sig og akandi í stórhættu. Vegagerðin, Ferðamálaráð, lögreglan, sveitarstjórn Skútu- staðahrepps, ferðaþjónustuaðilar á svæðinu og heimamenn almennt eru sammála um að knýjandi sé að leggja göngu- og hjólreiðastíga en Vegagerðin hefur ekki fjárveit- ingar í verkefnið. Yngvi Ragnar Kristjánsson, hótelstjóri Sel-Hótels við Mývatn, segir að hátt í 200 þúsund ferða- menn komi til Mývatns á sumrin og stór hluti þeirra staldri við í skemmri eða lengri tíma og gangi eða hjóli um svæðið. „Ferðaþjón- ustufólk við Mývatn hefur rætt nauðsyn þess að leggja hjólreiða- og göngustíga við vatnið en ekki er að sjá að slík framkvæmd sé í bígerð,“ segir Yngvi Ragnar. Sigurður Oddsson, deildar- stjóri Vegagerðarinnar á Akur- eyri, segir að fyrir mörgum árum hafi verið rætt um að leggja göngu- og hjólreiðastíga hringinn í kringum Mývatn. Kostnaðurinn hafi hins vegar ekki verið skoðað- ur og slík framkvæmd ekki verið á borði Vegagerðarinnar hin síð- ari ár. „Vegurinn um Námaskarð var á sínum tíma breikkaður með umferð gangandi og hjólandi í huga og að ósk heimamanna höf- um við sett hraðatakmarkanir, allt niður í 50 km, við Skútustaði og í gegnum Voga- og Reykjahlíðar- hverfi. Fleiri aðgerðir, vegna hjól- reiða- og göngufólks höfum við ekki ráðist í, enda ekkert fjár- magn að hafa í önnur verkefni,“ segir Sigurður. kk@frettabladid.is Evrópusambandið: fijó›verjar skamma›ir BRUSSEL, AP Þýskar vegabréfsáritan- ir, sem gefnar voru út á árunum 1999 til 2002, stóðust ekki reglur Evrópusambandsins sem miða að því að koma í veg fyrir ólöglega inn- flytjendur. Starfsmönnum þýskra sendiráða var ekki sagt að þeir þyrftu að krefj- ast sönnunar fyrir því að ferðalang- ar sem ætluðu til Þýskalands hefðu keypt sér miða til baka og að ferða- langarnir hefðu næg fjárráð fyrir dvölina innan Evrópusambandsins. Glæpamenn nýttu sér mistökin til að komast til ríkja Evrópusambands- ins. Í fyrra breyttu Þjóðverjar regl- um sínum til samræmis við reglur Evrópusambandsins. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 www.icelandair.is/paris París VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug og gisting í þrjár nætur Verð frá 39.900 kr. Ver› á mann í tvíb‡li á Mercure Ronceray 18.-21. nóv., 20.-23. jan. og 24.-27. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. FERÐAMENN VIÐ MÝVATN Með tilkomu Jarðbaðanna við Námaskarð hefur straumur hjólandi og gangandi ferðafólks vaxið á þjóðveginum frá Mývatni að Námaskarði en á þeirri leið eru engir göngu- eða hjólreiðastígar frekar en annars staðar við Mývatn. LANDHELGISGÆSLAN ÆFT MEÐ BJÖRGUNARSTÓL Áhöfn varðskipsins Týs hélt nýlega æfingu á notkun björgunarstóls við Sveineyri á Dýrafirði. Æfing- in tókst mjög vel og tókst að bjarga öllum skipverjum Týs í land. Björgunarstóll er notaður þegar þyrla getur ekki athafnað sig á slysstað og því nauðsynlegt að halda við þekkingu um notkun hans. SAFN Menntamálaráðuneytið mun beita sér fyrir því að í fjárlögum verði gert ráð fyrir að styrkja Síld- arminjasafnið á Siglufirði um fjöru- tíu milljónir á næstu þremur árum. Samningur þessa efnis var undirrit- aður af Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og Örlygi Kristfinnssyni, safnstjóra Síldarminjasafnsins, í gær. Styrkinn á að nýta til að reka Bátahúsið svokallaða, 1.050 fer- metra sýningarskála sem vígður var í fyrra þar sem leitast er við að endurskapa stemninguna í síldar- höfn sjötta áratugarins. - oá Síldarminjasafnið á Siglufirði: 40 milljónir í stu›ning SÍLDARMINJASAFNIÐ Á SIGLUFIRÐI Leitast er við að endurskapa stemninguna í síldarhöfn- inni eins og hún var um miðja síðustu öld. M YN D /A P Ný rannsókn sýnir fram á áhrif fólínsýru: N‡burar flyngri vi› fæ›ingu LÆKNISFRÆÐI Inntaka fólínsýru á meðgöngu dregur úr hættunni á of lágri fæðingarþyngd, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í breska næringarfræðiblaðinu. Rannsóknin náði til eitt þúsund kvenna og leiddi í ljós að verðandi mæður sem mældust með lágt hlut- fall fólínsýru við upphaf meðgöngu voru líklegri til að eignast börn með of lága fæðingarþyngd. Of lág fæðingarþyngd er skil- greind undir 2,4 kílóum, sem sam- svara tæpum tíu mörkum, og getur hún orsakað ýmis heilsufarsleg vandamál hjá hvítvoðungunum, svo sem öndunarerfiðleika og sykursýki, að því er fréttavefur BBC skýrir frá. Rannsóknin sýnir fram á að verðandi mæður sem reykja búa yfir minni forða af fólínsýru en þær sem reykja ekki og það gæti ef til vill skýrt hvers vegna reykinga- konur eignast að meðaltali léttari börn en þær sem reykja ekki. - sda HVÍTVOÐUNGUR Hættan á of lágri fæðing- arþyngd minnkar ef verðandi mæður taka inn fólínsýru snemma á meðgöngu. Svisslendingar og Tyrkir komnir í hár saman: Deila enn um fljó›armor› á Armenum SVISS, AP Tyrkir hafa hætt við að bjóða Joseph Deiss, ráðherra efna- hagsmála í Sviss, í opinbera heim- sókn til Tyrklands, en missætti hefur lengi ríkt milli landanna tveggja. Opinber ástæða þess að hætt var við boðið var sú að ekki tókst að skipuleggja heimsóknina svo hentaði tímaáætlun beggja, að sögn talsmanns ráðherrans. Hann sagði að raunverulega ástæðan væri misklíð landanna vegna morða Tyrkja á Armenum á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar, sem Svisslendingar og sumar aðrar þjóðir hafa líkt við þjóðarmorð. Tyrkir neita því staðfastlega að hafa framið þjóðarmorð. Tyrkir reiddust Svisslendingum í síðasta mánuði þegar Svisslend- ingar fyrirskipuðu rannsókn á um- mælum sem tyrkneski stjórnmála- maðurinn Dogu Perincek lét falla á meðan hann var í heimsókn í Sviss. Þá neitaði hann því alfarið að morðin á Armenunum hefðu verið þjóðarmorð. Perinced var í haldi lögreglu í skamman tíma eftir um- mælin. - sda FORSÆTISRÁÐHERRA TYRKLANDS Recep Tayyip Erdogan hefur hætt við að bjóða svissneskum ráðherra í opinbera heimsókn. Tyrkir og Svisslendingar deila um hvort morð Tyrkja á Armenum á tím- um fyrri heimstyrjaldarinnar hafi verið þjóðarmorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.