Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 14
Ví›a er pottur brotinn í fljónustu vi› fer›afólk Komdu sæl og blessuð, Inga Rósa og takk fyrir greinina „Ekki nóg að bjóða falleg fjöll“ sem birtist í Fréttablaðinu 26. júlí síðastliðinn. Mig langar að bæta nokkrum orð- um við skrif þín um erlenda leið- sögumenn eða fararstjóra (tour leader). Ég er sammála þér að það er hræðilegt hvað sumir erlendir leið- sögumenn láta út úr sér um land og þjóð og hversu rangar upplýsingar þeir gefa um Ísland. En því miður er málið ekki alveg svona einfalt. Það eru nefnilega - því miður - líka til íslenskir leiðsögumenn, með „réttindi“, sem ekki vita hvar Hvannadalshnúkur er eða Mývatn. Íslenskir leiðsögumenn sem fara með landann um erlendar borgir og ríki gera sig einnig oft seka um sömu vanþekkinguna og erlendir leiðsögumenn eru sakaðir um hér. Um þetta geta rútubílstjórar allra landa vitnað, og skrifað þykka bók um fáfræði leiðsögumanna af ýmsum þjóðernum. Þjóðernið er sem sé ekki það sem málið snýst um, heldur hversu víða pottur er brotinn í þjónustu við ferðafólk, sama hvort um er að ræða sóðaskap á salernum, bros- laus andlit, úrill tilsvör eða fáfræði um land og þjóð. Þjónustuleysi og fáfræði er heldur ekki séríslenskt fyrirbæri heldur er þetta vanda- mál sem allar þjóðir sem ferða- þjónustu stunda eiga við að etja. Sumum hefur tekist betur en öðrum að ráða bót á þessu og kem- ur þar bæði til metnaður og „þjón- ustueðli“ viðkomandi. Við því á ég ekkert einfalt svar. Mig langar bara sem útlendingur með reynslu af ferðaþjónustu á Ís- landi og víðar í Evrópu að benda á að umræða um þessa mikilvægu atvinnugrein þjóðarinnar er af hinu góða og að alltaf má gera betur. Nú rek ég lítið gístihús í Svarf- aðardal þar sem gestir mínir, Ís- lendingar og útlendingar, sitja oft við sama borð, spjalla um ferða- upplifun sína og ævintýri á Íslandi. Það kemur ósjaldan í ljós hversu útlendingar vita mikið um spenn- andi og áhugverða staði á Íslandi sem gleðja augað. Íslendingar benda á fróðleik, sögu, kunna að segja draugasögur og þekkja örnefni. Þannig læra allir hver af öðrum. Ég býð mig aldrei fram sem sér- fræðing í íslenskri náttúru, en veit samt eitthvað um jurtir, sveppi og fugla. Mér finnst gaman að segja frá persónulegri upplifun minni og reynslu af Íslandi. Fólk kann að meta það. Skiptir engu máli hvort um er að ræða útlendinga eða heimamenn. Mikilvægast er að vera heiðarlegur og að geta bent fólki á hvar það getur aflað sér frekari upplýsinga um hugðarefni sín. Ég bendi gestum mínum á veit- ingastaði þar sem þeir geta fengið „ekta“ íslenskan mat, því ekki get ég og ekki vil ég selja eldamennsku mína sem „ekta“, heldur læt ég fólk vita að ég bý til alþjóðlegan mat (“fusion food“) en með áherslu á hollustu og gæði. Það er engin spurning að íslenska lambakjötið, fiskurinn og kartöflurnar eru há- gæðavara. Þannig á það líka að vera með ferðaþjónustuna; gæðin eru mikilvæg og ef við, starfsmenn og viðskiptamenn í ferðaþjónustu, viljum hafa þau há þá skulum við taka orðið ferðaþjónusta bókstaf- lega og þjóna ferðamönnum. Ef ég skrifa „við“ þá meina ég bæði er- lenda gesti og Íslendinga. Ég get ekki unnið fyrir útlendinga ef ég vil ekki vinna með þeim. Höfundur rekur Gistihúsið Skeið. 13LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 Vandmeðfarið verkfæri Bjúgverpill er vandmeðfarið verkfæri, eins og kunnugt er. Það hefur þann eig- inleika að svífa glæsilega þegar maður hendir því frá sér, en tekur svo skyndi- lega mikla beygju, snýr við og lendir í mörgum tilfellum nálægt þeim stað þar sem því var upphaflega kastað frá. Það er með öðrum orðum nokkur hætta á því að sá sem kastar bjúgverplinum (e. boomerang) verði sjálfur fyrir honum, gæti viðkomandi ekki ítrustu varúðar. Ég velti þessum staðreyndum fyrir mér þegar ég las grein formanns Samfylking- arinnar í Morgunblaðinu í morgun. Þar reynir formaðurinn að réttlæta dylgju- pólitík sína undanfarnar vikur í hinum ýmsu málum og er í heldur mikilli vörn. Eru enda margir, sem hafa undrast inn- komu flokksformanns í stjórnmál sem byggir á því að kasta sér í leðjuna, baða þar út öllum öngum og setja síðan upp alvarlegan svip og segjast aðeins vera með málefnalegar spurningar og vanga- veltur en engar fullyrðingar. Þetta minn- ir eiginlega á manninn, sem eitt sinn var spurður um andstæðing sinn í stjórn- málum. Sá svaraði: - Ég þekki hann nú ekki sjálfur, en ég hef heyrt að hann sé skíthæll! Björn Ingi Hrafnsson á bjorn.ingi.is Allt hefur sín takmörk Launaþróun landsmanna er áberandi í umræðunni núna í kjölfar birtingar álagningaskrárinnar frá skattinum. Vissulega er það að mörgu leyti ógeð- fellt að hægt sé að fara með þessum hætti inn á persónulega hagi hvers og eins og dapurlegt að það sé manns gaman að velta sér upp úr tekjum eða tekjuleysi náungans. En því miður er það nauðsynlegt að upplýsingar um tekjur og gjöld liggi fyrir með þessum hætti. Gagnsæi um almenn kjör og launabil í þjóðfélaginu liggja til grund- vallar þeirri samfélagssátt sem við búum við og byggjum samfélagið á. Án sæmilegrar sáttar um fyrirkomulagið væri samfélagið í uppnámi og illvíg átök á milli stétta og hópa gegnumgangandi. Vissulega er hópur fólks í þjóðfélaginu sem hefur ofurlaun. Svimandi hátt kaup sem venjulegan vinnandi verkakarl eða konu dreymir ekki einu sinni um að komast yfir eða þéna nokkru sinni á starfsævi sinni. Sumpart er þessi launa- þróun afsprengi alþjóðavæðingar fjár- málafyrirtækja og í sjálfu sér ekkert við því að segja nema fagna því að fyrir- tækjunum skuli ganga vel og þar með þeim sem fara fyrir þeim. En allt hefur sín takmörk, siðleg og önnur. Björgvin Sigurðsson á bjorgvin.is MYRIAM DALSTEIN SKRIFAR UM FERÐAÞJÓNUSTUNA AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Lei›rétting Í blaðinu í gær birtist röng mynd með viðtali við Ingibjörgu Haraldsdóttur hjá Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Beðist er velvirðingar á þessu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.