Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 17
Ég skrapp á Reyðarfjörð á fimmtudaginn frá Fáskrúðsfirði og þegar ég var á leiðinni heim mætti ég tveimur lögreglubílum frá Fáskrúðsfirði á mikilli ferð og með blikkandi ljós. Ég hugsaði með mér að eitthvert stórslys hefði orðið en þegar ég hlustaði á fréttir í útvarpinu kom í ljós að einhverjir höfðu stolist inn á vinnusvæðið við álversbygging- una á Reyðarfirði. Síðan sá ég meira af þessu í sjónvarpsfréttum í kvöld. Nokkrar hræður höfðu sett allt Austurland í uppnám. Aftur! Með því að príla upp í byggingarkrana og hengja upp borða. Engin furða að Securitas sé að auglýsa eftir mönnum. En markmið þessara mótmælenda var að sjálfsögðu að vekja á sér athygli. Og það tókst heldur betur. Fréttastofur fjölmiðlanna settu þetta í forgang og lögreglan á Austfjörðum safnaði miklu liði. Þetta kallar maður að ná árangri. Ekki nóg með að fréttamenn og lögregla kæmust í jólaskapið heldur safnaðist þarna mýgrútur af fólki til að horfa á herlegheitin. Já, þetta tókst heldur betur hjá þeim. Nú má ekki skilja sem svo að ég hafi nokkuð á móti því að menn mótmæli því sem þeir eru ósammála. Ég furða mig hins vegar á viðbrögðunum við þess- um mótmælum. Ég má ekki til þess hugsa að þetta séu að verða stöðluð viðbrögð við því að ein- hverjir vilji mótmæla. Að safna saman lögregluliði í snarhasti og með þvi leggja líf og limi þeirra og annarra í hættu. Að skilja stór svæði eftir án löggæslu vegna þess að einhverjir stálust inn á vinnusvæði og hengdu upp skilti. Ég hugsaði með mér að það væri eins gott að ekkert kæmi fyrir annars staðar á Austfjörðum á meðan á þessu stóð. En svo hætti ég að hugsa og var snöggur heim. Löggan var jú annars staðar. ■ 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR VALDIMAR MÁSSON SKÓLASTJÓRI UMRÆÐAN KÁRAHNJÚKAVIRKJUN MÓTMÆLT H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 175. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 Bls. 6 Ekki aftur til Eyja með Árna Eignuðust son eftir tæknifrjóvgun MARGRÉTOG ÍRIS gleðinnar Skuggi Örn var fórnarlamb fordóma Karlmenn oftímafrekir Bls. 22-23 Einstæðar mæðurBubbi er launakóngur poppara Örn Jákup Dam Washington Örn var aðeins 25 ára gamallþegar hann lést á heimili sínu 19. júlí síðastliðinn.Hann var kosinn dragdrottningÍslands árið 1999 og var þekkturundir nafninu Venus. Örn varþreyttur á fordómunum sem hannbarðist gegn frá barnsaldri. Eðalkokkur með 20 milljónir á mánuði Róbert Wessman Bls. 32-33 Bls. 29-31 Bls. 20-21 Bls. 52-53 Bls. 18-19 Ragnheiður Gröndal Þoldi ekki álagið í poppbransanum Í minningu Arnar Fórnarlamb fordóma Mótmæli sem skila árangri! Höskuldur Jónsson lætur af störfum sem forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins þann fyrsta september næst- komandi eftir tuttugu ár í starfi. Höskuldur tók á sínum tíma við rótgróinni stofn- un sem sumum þótti full forn í fasi. ÁTVR stend- ur enda á gömlum grunni; Áfengisverzl- un ríkisins - ÁVR - var sett á lagg- irnar hinn þriðja febrúar 1922 og Tó- b a k s e i n k a - sala ríkisins tíu árum seinna. Árið 1961 voru f y r i r t æ k i n s a m e i n u ð undir nafni Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins - ÁTVR. Í dag rekur ÁTVR 40 vínbúðir víðs vegar um land auk vefverslunar. Ásýnd stofnunarinnar hefur breyst mikið undir forystu Höskuldar og þykir þjónustan hafa batnað til muna; opnunartímar hafa verið rýmdir og búðunum fjölgað. Svo gott starf þykir Hösk- uldur hafa unnið hjá ÁTVR að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hefur ítrekað séð ástæðu til að hrósa honum fyrir vel unnin störf. Þykir annars tíð- indum sæta þegar Jónas sér hið bjarta í veröldinni. Í leið- ara Jónasar frá því fyrr í sumar segir orðrétt: „Hösk- uldur er einn af þessum sjaldgæfu embættismönnum sem staðið hafa sig í stykkinu, innan um endalausar raðir af ónytjungum, sem spilla fyrir þjóðinni.“ Í annarri grein segir Jónas Höskuld ,,fyrirmynd annarra embættismanna“, hann hafi stýrt ÁTVR með slíkri festu og tilþrifum að engin skipulögð andstaða gegn ríkisforsjá á sviði áfengisverslunar hafi náð að skjóta rótum. Höskuldur lærði þjóðfélags- fræði í Haag í Hollandi árin 1963 til 1965. Þar áður hafði hann lok- ið cand. oecon frá Háskóla Ís- lands. Höskuldur er fæddur árið 1937 á Mýri í Álftafirði og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Hann er giftur Guðlaugu Svein- bjarnardóttur og eiga þau þrjá syni: Þórð, Sveinbjörn og Jón Grétar. Höskuldur var ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins á árunum 1974 til 76. Hann þótti stjórna með harðri hendi og höfðu sumir á orði að Höskuldur Jónsson stjórnaði meiru en sjálfur fjármálaráðherra. Aðrir kvörtuðu undan því að Höskuldur væri erfiður í umgengni. Flestir voru þó sammála um að kostirnir vægu upp á móti göll- unum, Höskuldur væri skemmtileg- ur þegar hann kæmist á flug og hefði skilað góðu búi í ráðuneytinu. Lífið er þó ekki bara vinna hjá Höskuldi. Hann er mikið fé- l a g s - m á l a t r ö l l og hefur setið í stjórn- um alls kyns nefnda og fé- laga. Það þykir ekki ónýtt að hafa Höskuld sín megin þegar taka þarf til hendinni, og bera störf hans fyrir Ferðafélag Íslands því glöggt vitni. Höskuldur hefur verið félagi þar í tugi ára og gegndi embætti for- seta félagsins í tæp tíu ár. Félagar í Ferðafélaginu segja Höskuld þægilegan í umgengni og einstaklega dríf- andi. Hann hafi reynst félag- inu vel og unnið að ýmsum þörfum verkefnum. Til marks um dugnaðinn hefur skáli Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri verið nefndur Höskuldsskáli. Koma margir þar við á göngu sinni yfir Lauga- veginn, millli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Einnig hefur Höskuldur látið til sína taka í Esjuhlíðum, meðal annars með gerð göngu- stíga. Hefur hann gengið þar upp með tól og tæki ásamt hópi manna og unnið að lagfæring- um, meðal annars á fjölförnustu leiðinni upp, sjálfu Þverfells- horninu. Höskuldur hefur einnig verið fararstjóri í ferðum Ferða- félagsins og oftast haft svör við spurningum ferðafélaga á reið- um höndum. Þykja fáir standast brennivínsstjóranum snúning er kemur að þekkingu á náttúru landsins. ■ MAÐUR VIKUNNAR ,,Fyrirmyndar ríkisstarfsma›ur“ HÖSKULDUR JÓNSSON FRÁFARANDI FORSTJÓRI ÁTVR TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.