Fréttablaðið - 06.08.2005, Side 17

Fréttablaðið - 06.08.2005, Side 17
Ég skrapp á Reyðarfjörð á fimmtudaginn frá Fáskrúðsfirði og þegar ég var á leiðinni heim mætti ég tveimur lögreglubílum frá Fáskrúðsfirði á mikilli ferð og með blikkandi ljós. Ég hugsaði með mér að eitthvert stórslys hefði orðið en þegar ég hlustaði á fréttir í útvarpinu kom í ljós að einhverjir höfðu stolist inn á vinnusvæðið við álversbygging- una á Reyðarfirði. Síðan sá ég meira af þessu í sjónvarpsfréttum í kvöld. Nokkrar hræður höfðu sett allt Austurland í uppnám. Aftur! Með því að príla upp í byggingarkrana og hengja upp borða. Engin furða að Securitas sé að auglýsa eftir mönnum. En markmið þessara mótmælenda var að sjálfsögðu að vekja á sér athygli. Og það tókst heldur betur. Fréttastofur fjölmiðlanna settu þetta í forgang og lögreglan á Austfjörðum safnaði miklu liði. Þetta kallar maður að ná árangri. Ekki nóg með að fréttamenn og lögregla kæmust í jólaskapið heldur safnaðist þarna mýgrútur af fólki til að horfa á herlegheitin. Já, þetta tókst heldur betur hjá þeim. Nú má ekki skilja sem svo að ég hafi nokkuð á móti því að menn mótmæli því sem þeir eru ósammála. Ég furða mig hins vegar á viðbrögðunum við þess- um mótmælum. Ég má ekki til þess hugsa að þetta séu að verða stöðluð viðbrögð við því að ein- hverjir vilji mótmæla. Að safna saman lögregluliði í snarhasti og með þvi leggja líf og limi þeirra og annarra í hættu. Að skilja stór svæði eftir án löggæslu vegna þess að einhverjir stálust inn á vinnusvæði og hengdu upp skilti. Ég hugsaði með mér að það væri eins gott að ekkert kæmi fyrir annars staðar á Austfjörðum á meðan á þessu stóð. En svo hætti ég að hugsa og var snöggur heim. Löggan var jú annars staðar. ■ 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR VALDIMAR MÁSSON SKÓLASTJÓRI UMRÆÐAN KÁRAHNJÚKAVIRKJUN MÓTMÆLT H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 175. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 Bls. 6 Ekki aftur til Eyja með Árna Eignuðust son eftir tæknifrjóvgun MARGRÉTOG ÍRIS gleðinnar Skuggi Örn var fórnarlamb fordóma Karlmenn oftímafrekir Bls. 22-23 Einstæðar mæðurBubbi er launakóngur poppara Örn Jákup Dam Washington Örn var aðeins 25 ára gamallþegar hann lést á heimili sínu 19. júlí síðastliðinn.Hann var kosinn dragdrottningÍslands árið 1999 og var þekkturundir nafninu Venus. Örn varþreyttur á fordómunum sem hannbarðist gegn frá barnsaldri. Eðalkokkur með 20 milljónir á mánuði Róbert Wessman Bls. 32-33 Bls. 29-31 Bls. 20-21 Bls. 52-53 Bls. 18-19 Ragnheiður Gröndal Þoldi ekki álagið í poppbransanum Í minningu Arnar Fórnarlamb fordóma Mótmæli sem skila árangri! Höskuldur Jónsson lætur af störfum sem forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins þann fyrsta september næst- komandi eftir tuttugu ár í starfi. Höskuldur tók á sínum tíma við rótgróinni stofn- un sem sumum þótti full forn í fasi. ÁTVR stend- ur enda á gömlum grunni; Áfengisverzl- un ríkisins - ÁVR - var sett á lagg- irnar hinn þriðja febrúar 1922 og Tó- b a k s e i n k a - sala ríkisins tíu árum seinna. Árið 1961 voru f y r i r t æ k i n s a m e i n u ð undir nafni Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins - ÁTVR. Í dag rekur ÁTVR 40 vínbúðir víðs vegar um land auk vefverslunar. Ásýnd stofnunarinnar hefur breyst mikið undir forystu Höskuldar og þykir þjónustan hafa batnað til muna; opnunartímar hafa verið rýmdir og búðunum fjölgað. Svo gott starf þykir Hösk- uldur hafa unnið hjá ÁTVR að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hefur ítrekað séð ástæðu til að hrósa honum fyrir vel unnin störf. Þykir annars tíð- indum sæta þegar Jónas sér hið bjarta í veröldinni. Í leið- ara Jónasar frá því fyrr í sumar segir orðrétt: „Hösk- uldur er einn af þessum sjaldgæfu embættismönnum sem staðið hafa sig í stykkinu, innan um endalausar raðir af ónytjungum, sem spilla fyrir þjóðinni.“ Í annarri grein segir Jónas Höskuld ,,fyrirmynd annarra embættismanna“, hann hafi stýrt ÁTVR með slíkri festu og tilþrifum að engin skipulögð andstaða gegn ríkisforsjá á sviði áfengisverslunar hafi náð að skjóta rótum. Höskuldur lærði þjóðfélags- fræði í Haag í Hollandi árin 1963 til 1965. Þar áður hafði hann lok- ið cand. oecon frá Háskóla Ís- lands. Höskuldur er fæddur árið 1937 á Mýri í Álftafirði og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Hann er giftur Guðlaugu Svein- bjarnardóttur og eiga þau þrjá syni: Þórð, Sveinbjörn og Jón Grétar. Höskuldur var ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins á árunum 1974 til 76. Hann þótti stjórna með harðri hendi og höfðu sumir á orði að Höskuldur Jónsson stjórnaði meiru en sjálfur fjármálaráðherra. Aðrir kvörtuðu undan því að Höskuldur væri erfiður í umgengni. Flestir voru þó sammála um að kostirnir vægu upp á móti göll- unum, Höskuldur væri skemmtileg- ur þegar hann kæmist á flug og hefði skilað góðu búi í ráðuneytinu. Lífið er þó ekki bara vinna hjá Höskuldi. Hann er mikið fé- l a g s - m á l a t r ö l l og hefur setið í stjórn- um alls kyns nefnda og fé- laga. Það þykir ekki ónýtt að hafa Höskuld sín megin þegar taka þarf til hendinni, og bera störf hans fyrir Ferðafélag Íslands því glöggt vitni. Höskuldur hefur verið félagi þar í tugi ára og gegndi embætti for- seta félagsins í tæp tíu ár. Félagar í Ferðafélaginu segja Höskuld þægilegan í umgengni og einstaklega dríf- andi. Hann hafi reynst félag- inu vel og unnið að ýmsum þörfum verkefnum. Til marks um dugnaðinn hefur skáli Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri verið nefndur Höskuldsskáli. Koma margir þar við á göngu sinni yfir Lauga- veginn, millli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Einnig hefur Höskuldur látið til sína taka í Esjuhlíðum, meðal annars með gerð göngu- stíga. Hefur hann gengið þar upp með tól og tæki ásamt hópi manna og unnið að lagfæring- um, meðal annars á fjölförnustu leiðinni upp, sjálfu Þverfells- horninu. Höskuldur hefur einnig verið fararstjóri í ferðum Ferða- félagsins og oftast haft svör við spurningum ferðafélaga á reið- um höndum. Þykja fáir standast brennivínsstjóranum snúning er kemur að þekkingu á náttúru landsins. ■ MAÐUR VIKUNNAR ,,Fyrirmyndar ríkisstarfsma›ur“ HÖSKULDUR JÓNSSON FRÁFARANDI FORSTJÓRI ÁTVR TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.