Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 18

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 18
17LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 Bakkabræður einbeita sér áfram að Bakkavör. „Við hyggjumst alls ekki snúa okkur að öðru en rekstri Bakkavar- ar,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, sem skrif- aði undir samning um kaup á Lands- síma Íslands í gær ásamt fleirum. Auðvitað komi hann og Ágúst Guð- mundsson að rekstrarákvörðunum en þeir líti á kaupin sem fjárfest- ingu eins og kaup Exista í öðrum félögum. Lýður segir að þessi viðskipti muni ekki valda því að Exista haldi að sér höndum í öðrum fjárfesting- um. Næg verkefni séu fram undan sem hann geti ekki tjáð sig um núna. Hann segir að hlut- hafafundur í Síman- um verði væntanlega haldinn í byrjun sept- ember næstkomandi. Nákvæm tímasetning fari eftir því hve Samkeppniseftirlitið sé fljótt að yfirfara kaupsamninginn og gefa grænt ljós. Á hluthafafundinum verði ný stjórn kjörin og í kjölfarið sé hægt að móta framtíðar- stefnu fyrirtækisins í samstarfi við stjórn- endur og starfsfólk. Að svo stöddu vilji hann ekki upp- lýsa hvaða stefna verði mótuð. „Það verður örugglega farið í framsókn,“ segir hann brosandi. - bg MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.515,81 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 642 Velta: 13.729 milljónir +0,60% MESTA LÆKKUN Actavis 43,30 +0,93% ... Bakkavör 40,10 +0,5%... Burðarás 17,60 +0,00%... FL Group 14,70 +0,00% ... Flaga 4,40 -1,57% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 14,65 - 0,34% ... Jarðboranir 20,90 -0,48% ... KB banki 579,00 +0,70% ... Kög- un 57,50 -0,52% ... Landsbankinn 21,90 -1,42% ... Marel 64,50 +8,40% ... SÍF 4,76 +0,63% ...Straumur 13,55 +1,88% ... Össur 87,00 +0,00% Marel 8,40% Og Vodafone 4,56% Bakkavör 2,04% Flaga -1,57% Landsbankinn -1,42% TM tryggingar -0,86% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hluthafafundur Símans í september Samson kaupir í Bur›arási Yfir átta milljarða viðskipti voru með hlutabréf Burðaráss í gær. Samherji seldi nær allan hlut sinn í Burðarási fyrir tæpa fimm millj- arða króna. S a m s o n G l o b a l H o l d i n g , sem er í eigu Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guð- mundssonar og Magnúsar Þor- steinssonar, keypti stóran hlut af Samherja eða um 3,5 prósent. Eignarhlutur Samsons er nú um 22,5 prósent í Burðarási og er félagið stærsti hluthafinn. Burðarás mun á næstunni renna inni í Landsbankann og Straum. Samson er stærsti hlut- hafinn í Landsbankanum og heldur að samrunanum loknum utan um 40 prósent eignarhlut í bankanum. - eþa Farflegum easyJet fjölgar Farþegum, sem flugu með breska lággjaldaflugfélaginu easyJet í júlí, fjölgaði um átján prósent á milli ára. Alls flutti félagið 2,8 milljónir farþega. Til samanburð- ar voru farþegar hjá aðalkeppi- nautinum Ryanair um 3,2 milljón- ir og fjölgaði um 29 prósent miðað við júlí 2004. Velta easyJet á tólf mánaða tímabili jókst um nærri 23 pró- sent, sem er svipaður vöxtur og farþegaaukningin á sama tíma. Sætanýting var nokkuð yfir 88 prósent í júlí og hækkaði örlítið frá sama mánuði í fyrra. Hlutabréf easyJet hækkuðu eftir fréttirnar og stóðu í 258 pensum á hlut um hádegisbil. FL Group er næst stærsti hluthafinn. - eþa Innflutningur aldrei meiri Í júlí voru fluttar inn vörur fyrir 24 milljarða króna og hefur vöru- innflutningur aldrei verið meiri en síðustu þrjá mánuði. Af þeim mán- uðum var innflutningur mestur í júní eða 26 milljarðar. Virði inn- flutnings síðustu þriggja mánaða er tæplega þ r i ð j u n g i meira en á sama tíma í fyrra. Megin- skýring aukins innflutnings er meiri innflutningur bifreiða, fjár- festingarvöru og eldsneytis og olíu. Að magni er mesta aukningin í innflutningi bifreiða sem var um sjötíu prósent meiri á fyrri helm- ingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Verðmæti eldsneytis og olía hefur aukist verulega, bæði vegna hærra verðs en einnig er um magnaukningu að ræða. Tölur um innflutning eru bráðabirgðatölur sem byggja á innheimtu virðisaukaskatts af inn- fluttum vörum í mánuðinum. - dh KAUPSAMNINGURINN HANDSALAÐUR Eftir undirskrift kaupsamnings- ins tókust Geir Haarde fjármálaráðherra og Lýður Guðmundsson í hend- ur. Á myndinni eru einnig Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, til vinstri og Ágúst Guðmundsson, stjórnarmaður Exista, til hægri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.