Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 19
„Ég veit að þetta er skemmtilegt og krefjandi starf en aðalkostur- inn er að vinna með alveg frábæru starfsfólki,“ segir Ívar J. Arndal, nýskipaður forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ívar er enginn nýgræðingur hjá fyrirtæk- inu enda hefur hann starfað þar í fimmtán ár, sem varaforstjóri hin síðustu ár auk þess sem hann leysti Höskuld Jónsson af sem for- stjóri árið 2003 til 2004. Ívar sem er vélaverkfræðingur að mennt og hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu hlakkar til að takast á við forstjórastöðuna en sér þó ekki fram á áherslubreyt- ingar hjá fyrirtækinu í bili. Ívar er mikil fjallageit og stundar það grimmt að ganga á fjöll. „Ég fékk inngöngu í Ferða- félagið nánast þegar ég fæddist,“ segir hann kankvís en þegar á unglingsaldri var Ívar farinn að stunda fjallamennsku af miklum móð. Það eiga þeir Ívar og Hösk- uldur, fráfarandi forstjóri, sam- eiginlegt áhugamál því Höskuldur hefur starfað innan Ferðafélags Íslands í fjölda ára. Ívar á sér marga uppáhalds- staði á landinu en einn stendur þó upp úr. „Sá staður sem ég er einna hrifnastur af eru Hvanndalir milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Þetta er lítið dalverpi hátt uppi í fjöllum og stendur beint við úhaf en þarna bjó fólk sem á sér mjög merkilega sögu. Það er alveg ótrú- legt að fólk hafi hafst þarna við,“ segir Ívar íhugull og bætir við að reyndar sé hann mjög hrifinn af eyðibyggðum og hafi gert töluvert af því að ganga um þær. Stórum hluta sumarfrísins eyðir Ívar því á fjöllum en á veturna stundar hann skíðin. „Mér finnst al- veg hræðilegt hvað það er orðið erfitt að komast í snjó hér,“ segir Ívar, sem stundaði fjallaskíða- mennsku þegar hann var yngri. Þá bar hann skíði upp á tinda og skíðaði niður. „Nú held ég mig nán- ast alveg við troðnar brautir,“ segir Ívar, sem miðar ferðir sínar nú við fjölskyldu sína. Börn hans tvö hafa fylgt honum um fjöll og firnindi frá fæðingu. „Ég bar þau fyrst á bak- inu og síðan hafa þau séð um að ganga sjálf,“ segir Ívar, sem telur mikilvægt að ferðirnar séu farnar á forsendum barnanna til að þau nenni að halda áfram. ■ 18 6. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Hrífst af eyðibyggðum ÍVAR J. ARNDAL SKIPAÐUR FORSTJÓRI ÁTVR „Fjandinn hirði þessa forfeður... þeir hafa stolið bestu hugmyndum okkar.“ Ben Jonson var enskur leikritahöfundur, skáld og leikari. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Kristján Guðmundsson, Gullsmára 11, lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi föstudaginn 29. júlí. Þórhalla Eggertsdóttir, Eyjabakka 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 2. ágúst. Kristín Sigurðardóttir, Álfaskeiði 100, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala, Hafn- arfirði, miðvikudaginn 3. ágúst. JAR‹ARFARIR 11.00 Þorsteinn Óskar Guðlaugsson, bóndi og bifreiðastjóri, Ölvalds- stöðum 4, Borgarbyggð, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju. 14.00 Höskuldur Stefánsson, Ranavaði 3, Egilsstöðum, verður jarðsung- inn frá Norðfjarðarkirkju. VERÐANDI FORSTJÓRI Ívar hefur starfað hjá ÁTVR í fimmtán ár. Hann stundar fjall- göngur grimmt og er nýkominn heim úr þriggja vikna ferð með fjölskyldu sinni um Látra- strönd og ýmis fjöll. Sovétríkin sendu mann út í geim þennan dag árið 1961 aðeins fjórum mánuðum eftir að Júrí Gagarín fór sína frægðarför og varð fyrsti maðurinn í geimnum. Hinn 25 ára gamli Gherman Titov eyddi heilum sólarhring á sporbaug um jörðu um borð í eins manns geimflaug sinni Vostok II. Öðru hverju sendi hann frá sér skilaboð um að sér liði undur vel. Titov lenti á jörðinni næsta dag og hafði þá verið 25 tíma í geimnum og farið sautján sinn- um í kringum jörðu. Þetta var áfall fyrir Bandaríkin í geimkapp- hlaupinu sem ríkti á þessum tíma milli þeirra og Sovétríkj- anna. Í maí 1961 varð Alan Shepard fyrsti bandaríski geim- farinn. John Glenn var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að ferð- ast á sporbaug um jörðu í febrú- ar 1962. Titov varð hetja ungra Sovét- manna og hlaut heiðursorðu Leníns. Hann varð síðar tilrauna- flugmaður en sneri aldrei aftur út í geim. Hann starfaði síðar á geimrannsóknarstöð varnarmála- ráðuneytis Sovétríkjanna. Hann var kosinn á þing árið 1995 og skrifaði nokkrar bækur um geim- ferðir. Titov fannst látinn í gufubaði sínu í september árið 2000. 6. ÁGÚST 1961 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1890 Fyrsti glæpamaðurinn er tekinn af lífi í rafmagnsstól. Maðurinn hét William Kemmler og var dæmdur fyrir að drepa ástkonu sína með exi. 1907 Lárus Rist fimleikakennari syndir yfir Eyjafjarðarál, al- klæddur og í sjóklæðum. 1945 Bandaríkin varpa kjarn- orkusprengju á Híróshíma í Japan. Talið er að 140 þús- und hafi látist í sprenging- unni sem var helmingur íbúa borgarinnar. 1960 Steingrímsstöð, virkjun við Efra-Sog, er vígð. 2000 Þorgeirskirkja við Ljósavatn í Suður-Þingeyjasýslu er vígð. 2001 Rúta með 39 manns veltur á Fjallabaksleið. Titov fer sautján sinnum um sporbaug Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Antonsdóttur Sogavegi 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landa- koti, deild 11G, 11E , göngu- og dagdeild krabbameinslækninga á Landspítala við Hringbraut og heimahjúkrun. Kærleikur ykkar, góðvild og hlýja var og er okkur styrkur. Guð blessi ykkur öll. Birgir Guðmundsson Ásdís Guðnadóttir Bragi Guðmundsson Margrét Gísladóttir Anton Örn Guðmundsson Guðný Björgvinsdóttir Sigurjón Guðmundsson Kristín Gunnarsdóttir Stefán Guðmundsson Stefanía Muller barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigurðardóttir Álfaskeiði 100, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 3. ágúst á St. Jósepsspítala Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Sigríður V. Jóhannesdóttir Sigfús Jóhannesson Guðbjörg Árnadóttir Sigurlaug J. Jóhannesdóttir Sigurður Þ. Karlsson Sigþór Ö. Jóhannesson Gíslína G. Hinriksdóttir Sigrún Ó Jóhannesdóttir Ólafur Kr. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar, mágur og frændi, Valdimar Jónsson, húsgagnasmíðameistari, frá Kringlu í Miðdölum, lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55 í Reykjavík, fimmtudaginn 4. ágúst, jarðarförin auglýst síðar. Stefán Jónsson Skarphéðinn Jónsson Fanney Benediktsdóttir Elísa Jónsdóttir og systkinabörn. Hjartkær eiginmaður og faðir, Steinþór Helgi Karlsson Litlahvammi, Húsavík, lést 1. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur www.steinsmidjan.is Nýr fjölskyldugarður verður formlega vígður í Súðavík á Vestfjörðum í dag. Vilborg Arn- arsdóttir er frumkvöðull að byggingu garðsins sem hlaut vinnuheitið Raggagarður í minn- ingu drengs sem fórst í bílslysi árið 2001. „Nafnið festist svo bara á honum,“ segir Vilborg, sem fannst vanta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna á Vest- firði. „Þetta er eini staðurinn þar sem ekki er sundlaug og því til- valið að hafa garðinn hér,“ segir hún en garðurinn verður fyrir ofan Túngötuna í ytri byggð Súðavíkur. Stofnað hefur verið áhuga- mannafélag í kringum garðinn sem leitar eftir styrkjum til að fjármagna starfsemina en ekki verður selt inn á svæðið. Vilborg segir mikinn áhuga vera fyrir garðinum sem lýsi sér einna best í því að mikill fjöldi fólks hefur mætt á auglýsta vinnudaga til hjálpa til við mokstur og smíðar. Hugmyndin að garðinum vaknaði árið 2003 og vinna var hafin við garðinn ári síðar. Nú á laugardag verður opnaður fyrsti áfangi garðsins með ýmsum leik- tækjum en ætlunin er að opna útivistarsvæði að tveimur árum liðnum þar sem boðið verður upp á aflraunasteina, listaverka- svæði og margt fleira. Athöfnin á laugardag hefst klukkan eitt og blessar séra Magnús Erlingsson garðinn. Hljómsveitin Apollo leikur fyrir börn og fullorðna meðan þau gæða sér á pylsum og gosdrykkj- um. Raggagarður verður opinn frá 1. júní fram í byrjun október á hverju ári. ■ Raggagar›ur opna›ur í Sú›avík BEN JONSON (1572-1637) lést þennan dag. FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Vilborg Arnarsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna að Raggagarði fyrir ári síðan. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.