Fréttablaðið - 06.08.2005, Side 23

Fréttablaðið - 06.08.2005, Side 23
22 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Tuttugu nemendur hafa þegar verið innritaðir í nýja skólann í Norðlingaholti sem tekur til starfa í haust. Sif Vígþórsdóttir skólastýra gerir þó ráð fyrir að sextíu börn nemi við skólann á fyrstu önn. „Við byrjum á því að kenna fyrsta til sjötta bekk og svo bætum við einum árgangi við ár- lega uns við verðum komin með tíunda bekk en þá verður hæsta menntastigi náð hér í Norðlinga- holti,“ segir Sif og brosir við. Ekki verða farnar troðnar slóðir við mótun skólastarfsins því Sif er með ýmsar áherslur sem ekki hafa rutt sér til rúms hér á landi. „Við lítum ekki svo á að for- eldrar þurfi alltaf að hafa frum- kvæði að því að leita til okkar kennara og skólayfirvalda, við eigum líka að leita til þeirra og því munu kennarar skólans byrja á því fyrsta skóladaginn að fara heim til foreldra og kynnast þeim aðeins,“ segir skólastýran. Hún segist vera að koma úr sveitini og því megi Norðlingahyltingar eiga von á áhrifum frá íslenskri sveitamenningu í skólastarfi skólans. „Við munum til dæmis fara með nemendur um holt og hæðir hér í grenndinni og gera þá átthagavana hér við Norðlinga- holt,“ útskýrir hún. Það gustaði af starfsfólki skól- ans sem vinnur hörðum höndum að undirbúningi skólans. Skóla- byggingin er ekki tilkomumikil en fyrstu árin verða kennarar og nemendur að gera sér að góðu nokkra skála sem nýlega hafa rutt úr vegi gömlu hesthúsunum á Norðlingaholti. Hesthúsin eru þó ekki með öllu farin því sjá má háar rústir fyrir aftan skóla- skálana. „Það er alveg ljóst að fyrstu árin verðum við að búa við ýmsar breytingar og óvissu en við erum undir það búin því þegar við leit- uðum að starfsfólki vó það hátt hjá umsækjendum ef þeir voru með húmorinn í lagi og með hátt óvissuþol,“ segir skólastýran og hlær. Gert er ráð fyrir því að þegar skólinn verði fullmótaður verði nemendur á bilinu þrjú til fjögur hundruð. Foreldrar teknir í kennslustund Sveitasamfélag í borginni Búið er í sjötíu og fimm íbúðum og húsum í Norðlingaholti en íbú- um fer ört vaxandi. Blaðamaður tók hús á nokkrum þeirra og kann- aði aðstæður og viðhorf frum- byggja í þessu nýja samfélagi. Hafdís Engilbertsdóttir flutti í hverfið fyrir tveimur mánuðum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum á unglingsaldri en elsta dóttirin er að koma sér fyrir í næsta húsi fyrir neðan for- eldra sína. „Það tekur svolítið á þolrifin að búa hérna ennþá,“ segir húsfreyj- an. „Hér eru háværar vinnuvélar í gangi allan daginn og hrúgur og drasl úti um allt sem fylgja svona nýbyggingum en þá lítur maður bara til náttúrunnar hér í kring og þá tekur maður gleði sína á ný. En ég féll fyrir þessu svæði þegar ég kom hingað fyrst, mér fannst skipulagið flott og ekki skemmir fyrir þetta dásamlega útsýni sem maður getur notið af þessum risastóru svölum,“ segir húsfreyjan og býður blaðamanni út á svalir en þar er fyrir fríður vinkvennahópur Hafdísar að kanna aðstæður frumbyggjans. Hafdís fær tíðar heimsóknir í nýja hverfið frá sínu fólki en hún segist jafnframt vera orðin mál- kunnug nágrönnum sínum svo hún gerir ráð fyrir að Norðlingaholtið verði ekki aðeins svefnbær heldur einnig hlýlegt sveitasamfélag í borginni. En henni þykir heldur snemmt að hugsa um fullmótað hverfi í Norðlingaholti því enn er margt við hennar aðstæður sem minnir hana á að hverfið er langt frá því að vera það. „Hér er ennþá litla þjónustu að hafa, hér er líka lítið um að vera fyrir þá yngri enn sem kom- ið er og svo fæ ég ekki Fréttablaðið svo dæmi séu tekin,“ segir húsfreyj- an og lítur í átt til Rauðhóla til að taka gleði sína á ný. „Ég fæ þó að minnsta kosti póstinn,“ segir hún eftir að gleðin er tekin. Í einni af þeim fáu blokkum sem tilbúnar eru í hverfinu býr Erna Björk Svavarsdóttir en hún flutti inn um miðjan júní. Hún segir að börn sín sem eru á grunnskólaaldri kvarti mikið undan því að ekkert sé um að vera í þessu hverfi en hún er vongóð um að líf færist í tuskurnar þegar skólinn byrjar. Hún gerir sér vonir um að hverf- ið verði fjölskylduvænt þar sem börn geti áhyggjulaust unað við leik þar sem umferð verði ekki þung í hverfinu og svo geta þeir sem eldri eru gengið á göngustígum um fallega náttúruna sem rammar hverfið inn. „Ég held að þetta verði svona sveit í borginni,“ segir hún og er þegar farin að láta sig dreyma. jse@frettabladid.is HAFDÍS MEÐ GESTI Hafdís Engilbertsdóttir situr og spjallar við gesti sína. Næst henni stendur Björk systir hennar og henni á hægri hönd er Svenný Jónsdóttir og þar næst Þórunn Böðvarsdóttir. Gestirnir virtust ánægðir fyrir hönd frumbyggjans og töldu hag hans hinn besta í nýja samfélaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIF VÍGÞÓRSDÓTTIR SKÓLASTÝRA Skólastýran lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt skólastarfið verði í skálum fyrir framan rústirnar af hesthúsunum sem nýlega voru rif- in. Enda hefur hún starfsfólk í kringum sig sem er með húmorinn í lagi og hátt óvissuþol. Kaupfélagsstjórinn í Holtinu Óhætt er að segja að verslun og þjónusta séu á frumstigi í Norð- lingaholti enn sem komið er. Þar er aðeins ein sjoppa sem heitir Grillkofinn en nafnið gefur vel til kynna stærð hennar og um- svif. Þó hefur reksturinn tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði. Aðalbjörg Pálsdóttir var við afgreiðslustörf þegar blaðamað- ur kom í kofann og hún útskýrði fyrir honum þróun verslunar í Norðlingaholti. „Við eltum nú bara iðnaðarmennina hingað úr Grafarholtinu en við erum svona farandmötuneyti og svo erum við auðvitað með grill eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Aðalbjörg meðan hún hellir upp á rótsterkt kaffi. „Íbúum hefur stórfjölgað í hverfinu og þeir reka líka nefið hingað inn í síauknum mæli og þá sérstaklega til að kaupa það sem gleymdist í stórmarkaðnum svo ég kem til móts við þá þörf og er komin með eitthvað af heimilisvörum líka. Þannig að ég er orðinn svona hálfgerður kaup- félagsstjóri í hverfinu,“ segir hún og hlær. Grillkofinn fær þó ekki að þróast mikið meira í Norðlinga- holti þar sem hann hefur gert samning við Reykjavíkurborg um að metta maga iðnaðarmanna á byggingarsvæðum og því munu íbúar Norðlingaholts líta á eftir Grillkofanum eftir tvö til þrjú ár á annað svæði þegar öll húsin verða upp komin á holtinu við Rauðavatn. AÐALBJÖRG PÁLSDÓTTIR Heldur hjartanu í takti en verður svo að víkja með Grillkofann þegar verslun og þjón- usta verður komin á kopp í hverfinu. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessum skemmtilega leik. edda.is 1. vinningur: North Face göngutjald, Grivel Nepal ísöxi og Grivel G 10 mannbroddar auk veglegs útivistar- bókasafns sem inniheldur fjórðungskort af Íslandi, hálendiskort og sérkort af helstu göngusvæðum Íslands, s.s. Fjallabaki og Lónsöræfum, bækurnar Gengið um óbyggðir og Þar sem landið rís hæst, auk Íslensks jarðfræðilykils og Íslenskra fjalla. 2. vinningur: Meindl Colorado gönguskór og bækurnar Gengið um óbyggðir og Þar sem landið rís hæst, auk Kortabókarinnar. 3. vinningur: Göngustafir og bókin Gengið um óbyggðir. Glæsilegir vinningar í boði fyrir göngugarpa Sigraðu Vífilsfell 25% afsláttur í Pennanum/Eymundsson og Máli og menningu. Taktu þátt í leiknum Sigraðu tindana sjö og skelltu þér á toppinn á Vífilsfelli, einu helsta útsýnisfjalli við Reykjavík, sendu okkur mynd af þér á tindinum (tindar@edda.is) og fyrsta áfanga af sjö er náð. Veglegir vinningar í boði frá Útilífi og Eddu útgáfu. Lista yfir tindana er að finna í bókinni Íslensk fjöll Einmanalegt í strætó Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemm rétt rúmum hálftíma síðar. Þær upplýsingar bárust hins vegar frá Strætó að von væri á stofnleið frá Norðlingaholti þegar byggð þéttist á svæðinu og þá geti íbúarnir brugðið sér í einum gulum niður í miðbæ en nú þurfa þeir að skipta um vagn við Ártún. Vagnstjórinn sem stóð vaktina þegar blaðamann bar að sagði yfirleitt þó nokkuð einmanalegt í vagninum þar sem fáir virtust vera farnir að nýta sér þessa leið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.