Fréttablaðið - 06.08.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 06.08.2005, Síða 24
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 23 Reykjavík Music Productions • Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Iceland • Tel.: +354 534-9090 • Fax +354 534-9091 • info@reykjavikMP.com • www.reykjavikMP.com LÆRÐU TÓNVINNSLU AF FAGMÖNNUM! SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIN FER FRAM Á WWW.TONVINNSLUSKOLI.IS OG Í SÍMA 534 9090 Í fyrsta sinn á Íslandi er í boði alhliða nám í vinnslu dægurtónlistar frá fyrsta skrefi til þess síðasta með þeim aðferðum sem notaðar eru í dag. Skráðu þig á námskeið í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna og lærðu af einum reyndasta upptökustjóra landsins, auk margra annarra, leiðina að fullkláruðu dægurlagi tilbúnu til útgáfu eða útvarpsspilunar. Kennsla mun fara fram eftir vinnu- og skólatíma, því er hægt að stunda nám í skólanum jafnvel þótt nemendur séu í fullri vinnu eða í hefðbundnu dagskólanámi. Tónvinnslunám – námsbraut A Tónvinnslunám – námsbraut B Létt tónvinnslunám fyrir unglinga Létt tónvinnslunám fyrir 17 ára og eldri Allir helstu þættir tónvinnslu eru kenndir; lagasmíðar, hljómfræði, upptökur og upptökustjórn, útsetningar og eftirvinnsla (mix & mastering). Námsbrautin hentar þeim sem vilja læra framleiðsluferli tónlistar og þróa hæfileikann til að semja sína eigin tónlist. Lengd námskeiðs: 160klst. Kennarar: Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær Vigfússon, Hrannar Ingimarsson, Róbert Þórhallsson, Kjartan Valdemarsson og Roland Hartwell Verð: 310.000 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Hér er um að ræða tækniþátt tónvinnslunnar, þ.e.a.s. upptökur, upptökustjórn útsetningar og eftirvinnslu (mix & mastering). Þessi námsleið hentar þeim sem vilja sækja sér frama við framleiðslu tónlistar. Lengd námskeiðs: 120klst. Kennarar: Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær Vigfússon, Hrannar Ingimarsson, Róbert Þórhallsson, Kjartan Valdemarsson og Roland Hartwell Verð: 268.000 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Farið verður í grunntæknina við hönnun tónlistar fyrir auglýsingar, kvikmyndir og eigin lagasmíðar. Stuðst verður algjörlega við tónlistarforritið Reason og farið yfir mögu- leika þess. Forritið er þeim kostum búið að það er hægt að setja upp á öllum “venjulegum” heimilstölvum og ekki þarf að versla annan búnað. Lengd námskeiðs: 10 vikur Aldur: 10-16 ára Kennarar: Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær og Gunnar Þór Verð: 46.000 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Á þessu námskeiði er farið ofan í helstu sálma framleiðslu auglýsingastefja, kvikmyndatónlistar og eigin tónsmíða. Stuðst er við tónlistarforritið Reason og farið yfir möguleika þess frá A-Z. Lengd námskeiðs: 3 mánuðir Kennarar: Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær og Gunnar Þór Verð: 120.000 kr. (15% staðgreiðsluafsláttur) Innskráning í haustönn Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er hafin. Námskeiðin sem haldin eru í skólanum eru um margt frábrugðin öðru tónlistarnámi, þar sem námsskráin miðar út frá því að miðla þekkingu um tónlistarbransann. Áhersla er lögð á hljóðversvinnu og miðlun gagnlegra upplýsinga sem nýtist þeim sem vilja starfa við tónlist í framtíðinni. Leiðbeinendur við skólann eru allt valinkunnir fagmenn úr íslensku tónlistarflórunni. Í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er notast við tækjabúnað frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Kr. 39.995 í 5 daga / 49.995 í 12 daga. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 12., 19. og 26. ágúst í 5 eða 12 daga. Kr. 49.990 í 5 daga / 59.990 í 12 daga. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 12., 19. og 26. ágúst í 5 eða 12 daga. Salou Súpersól 12., 19. og 26. ágúst frá kr. 39.995 Terra Nova býður síðustu sætin til Salou í ágúst ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Flestir félagar mínir heima á Ís- landi þola ekki Röyksopp. Einfald- lega út af því að Skjár einn hefur notað tónlist þeirra undir dag- skrárkynningum í allt of langan tíma. Ég verð að viðurkenna að ég heillaðist örlítið af síðustu plötu norska rafdúettsins, Melody A.M., þegar ég heyrði hana fyrst. Í dag myndi ég ekki hika við að nota ein- takið sem bjórmottu, þökk sé Marikó. Því var svolítið erfitt fyrir mig að nálgast þennan fylgifisk, en ég beit á jaxlinn og lét mig hafa það fyrir ykkur, elskurnar mínar. Þessi tónlist er alveg jafn hönnuð fyrir auglýsingar og dagskrárkynningar og platan á undan. Þetta er alveg merkilega mistæk sveit. Stundum eru lögin alveg merkilega smekk- laus og óspennandi, eins og annað lagið Only This Moment. Ég veit ekki af hverju, en þegar ég hlusta á það fæ ég mynd upp í hausinn af plastgínum í læknasloppum dans- andi í ljósasjóvinu á Nasa. Allt mjög sterílt, gervilegt og yfir- borðskennt. Svo, þegar söngkona sænska raftdúettsins The Knife syngur í laginu What Else Is There? þá smellur allt saman. Það lag er al- veg æðislegt. Þannig að þeir geta þetta alveg, en virðast bara sætta sig við einhverja meðalmennsku af ótta við að móðga stíf og óupplýst eyru. Kannski vantar þá bara at- hyglisverðari rödd til þess að syngja lögin sín? Niðurstaða? Ekki leggja í þessa plötu nema að þið hafið gaman af Moby eða álíka auglýsingastefum. Birgir Örn Steinarsson Skjár 2? RÖYKSOPP: THE UNDERSTANDING NIÐURSTAÐA: Nýja plata Röyksopp er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Augljóslega hæfileikaríkir menn á ferð, en það er eins og þeir leyfi sér ekki að blómstra. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR MÓÐIR Í HJÁVERKUM Allison Pearson GAMLA GÓÐA KAUPMANNAHÖFN Guðlaugur Arason KORTABÓK MÁLS OG MENNINGAR Mál og menning ALKEMISTINN Paulo Coelho FIMMTA KONAN Henning Mankell ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti Guðmundsson DA VINCI LYKILLINN Dan Brown SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR PS. ÉG ELSKA ÞIG Cecelia Ahern LJÓÐASAFN HANNESAR PÉTURSSONAR Hannes Pétursson ÞRIÐJA GRÁÐA James Patterson HÁVAMÁL Vaka Helgafell 90 SÝNI ÚR LÍFI MÍNU Halldóra Kristín Thoroddsen BARÓNINN Þórarinn Eldjárn ÍSLANDSKLUKKAN Halldór Laxness SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson KANTARABORGARSÖGUR Geoffrey Chaucer ÓDYSSEIFSKVIÐA Hómer Listinn er gerður út frá sölu dagana 27.07.2005. - 02.08.2005 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ]

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.