Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 27
Rúðuþurrkur Það er mikilvægt að halda þurrkublöðunum hreinum. Ef tjara er föst á þeim má strjúka yfir þær með tusku sem hefur verið vætt í ísvara. Þegar þurrkublöð hnökra eða ískra á rúðunni getur ástæðan verið sú að glerið sé stamt af tjöru eða blöðin orðin of gömul.[ ] Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Gullhjólið er notað á góðviðrisdögum Sigurður O. Björnsson er stoltur eigandi að Harley Davidson mótorhjóli. Mikil þrautaganga var að koma því til landsins en gullhjólið, eins og strákarnir á Kárahnjúkum kalla gripinn, var al- veg þess virði. Siggi er hæstánægður með gullhjólið. „Ég er alveg klár á því að það er ekki til neitt Harley Davidson hjól í líkingu við þetta,“ segir Siggi. Enda erum við að tala um hundrað ára afmælisútgáfu af Harley Dav- idson Softail Deuce frá árinu 2003. „Það var töluvert bras að koma hjólinu hingað. Ég þurfti að kaupa það frá Ameríku,“ segir Siggi. Hann fór því sjálfur til Ameríku og hlóð hjólið aukahlutum sem ekki eru fáanlegir hérna. Þetta fyrirkomulag kostaði þó töluverð vandræði. „Reglurnar hjá Harley David- son í Ameríku eru þannig að þeir selja ekki nokkrum manni nýtt hjól nema að hann hafi amerískt ökuskírteini og lögheimili. Það sem bjargaði mér í þessu er að ég er amerískur ríkisborgari svo ég gat farið og tekið bílprófið,“ segir Siggi sem bætir við að hjólið sé sérstaklega flott af því að það sé í hundrað ára afmælislitunum - „sterling silver og wild black“. En af hverju gullhjól? „Við vorum að grínast með þetta uppi á Kárahnjúkum þar sem ég vinn, því ég fékk gulllykil með hjólinu því þetta er afmælis- útgáfa. Það fengu ekki allir svona lykil nema bara sérstakir við- skiptavinir. Hann kom í öskju og með keðju til að hafa um hálsinn,“ segir Siggi. Hann bætir við að strákarnir hafi dálítið strítt honum á þessu og verið hneyksl- aðir á því að hann hafi ekki viljað keyra um á hjólinu uppi á Kára- hnjúkum. „Það fer ekki nokkur maður með neitt mótorhjól upp að Kárahnjúkum nema að það sé tor- færuhjól. Gullhjólið er líka svo flott að maður notar það ekki nema bara á góðviðrisdögum.“ annat@frettabladid.is Fjölskyldum sem ekki eiga og reka bíl fer fækkandi. Í hverfunum næst mið- borginni á nú um helmingur heimila bíl og í borginni í heild á um það bil þriðja hvert heimili bíl. Fyrir áratug átti aðeins fimmta hvert heimili bíl. Um sextán þúsund fleiri heimili í miðborg- inni eiga því bíl nú en fyrir áratug. Bílaeign er mismikil eftir borgarhverf- um Kaupmannahafnar. Á heimilum á Vesturbrú og Friðriksbergi sem eru mjög nálægt miðbæ Kayupmanna- hafanr eru nú fleiri bílar en í mörgum borgum og bæjum úti á landi eins og Brabrand og Esbjerg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Hjól eru afar vinsæl í Kaupmannahöfn en nú virðast bílar vera að sækja í sig veðrið. Bílum fjölgar í Kaupmannahöfn Æ FLEIRI ÍBÚAR KAUPMANNAHAFNAR KJÓSA AÐ FARA LEIÐAR SINNAR Á EINKABÍL. Torfæruakstur er skemmtilegt sport. Keppnin í dag fer fram í malargrifjum við Blönduós. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AK Torfæra á Blönduósi Önnur umferð Íslandsmótsins í torfæruakstri fer fram á Blönduósi í dag. Í dag fer fram önnur umferð Ís- landsmótsins í torfæruakstri á Blönduósi. Daníel Ingimundarson torfærukappi segir að keppnis- svæðið sé skemmtilegt og hann á von á skemmtilegri keppni. „Mót- ið hefst kl. 12 og stendur fram eft- ir degi, við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að mæta og fylgjast með enda er gríðarlega gaman að fylgjast með torfæruakstrinum,“ segir Daníel. Að sögn Daníels hef- ur torfæran gengið fremur brös- ugt í sumar en torfærukapparnir gefast þó ekki upp. „Mótorsport á Íslandi er í mikilli lægð. Ein- hverra hluta vegna höfum við ekki fengið nægjanlega umfjöllun og það er erfiðara að fá styrktar- aðila en áður. Sjónvarpsstöðvarn- ar sýna þessu lítinn áhuga sem er synd því þetta er mjög skemmti- legt sport sem margir hafa áhuga á að fylgjast með.“ Eftir mótið á Blönduósi eru tvær keppnir eftir af Íslands- mótinu. Daníel segir að stefnt sé á að halda þau mót fyrstu helgina í september. „Við vonumst til að fá erlenda keppendur frá Norður- löndunum og þá verður mótið sennilega skráð sem heimsbikar- mót og Íslandsmót,“ segir Daníel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.