Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 28
3LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Mundu að smyrja Prófaðu að nudda lófunum á þér í þétt saman í eina mínútu. Finnur þú hitann? Prófaðu að halda þessu áfram í tvo klukkutíma og nudda tvö þúsund hringi á hverri mínútu. Ímyndaðu þér að minnsta kosti hvernig lófarnir á þér yrðu útlits á eftir. Þess vegna notum við smyrjandi olíu á bílvélar, drif og aðra hluta bílsins þar sem mikill núningur á sér stað. Olían myndar fljót- andi stuðpúða á milli núningsflata og minnkar þannig slit og hita- myndun. Án olíu næðum við varla að keyra bíla heim úr umboðinu áður en þeir gæfust upp. Það er því ljóst að þó maður viti ósköp lítið um bíla er nauðsynlegt að muna reglulega eftir olíunni. Það er lítið mál að mæla smurolíu á bílvél - það geta allir gert. Mundu bara að þú græðir tvennt á því að hafa dautt á vélinni á með- an: Annars vegar verður mælingin rétt, því þegar vélin er í gangi er hluti olíunnar á ferð um vélina, og hins vegar þarftu ekki að fara í sturtu á eftir. Undirritaður getur staðfest hvort tveggja. Þegar þú bætir olíu á vélina skaltu leyfa henni að renna niður í smá stund áður en þú mælir, svo að ekki fari of mikið á mótorinn. Jafnvel þótt bíllinn þinn eyði lítilli olíu skaltu láta skipta alveg um hana reglulega á smurstöð. Olían tapar smureiginleikum sínum með tímanum og safnar í sig óhreinindum. Hitni hún mikið er líf- tími hennar styttri en ella. Það er algjört lágmark að skipta um olíu einu sinni á ári og sumir vilja gera það á 5000 km fresti. Í eigenda- handbók bílsins þíns finnur þú ráðlagðan akstur á milli olíuskipta. Fyrir gírkassa gildir í rauninni það sama og svipað fyrir sjálfs- skiptingar, nema hvað bíllinn er hafður í gangi meðan olía er mæld á þeim. Millikassa og drif er líka hægt að bæta á heima við ef verk- færi eru til staðar. Leitaðu að stórum bolta rétt ofan við mitt drifið (ofar á millikassanum) og skrúfaðu hann úr. Notaðu fingur til að at- huga olíumagnið. Það ætti að ná alveg upp að gatinu. Ýmis ráð eru til að koma olíu inn í drif og millikassa. Ég hef til dæmis notað allt frá stórum lyfjasprautum yfir í pumpu fyrir handsápu. Þá er bara drifsköft, stýrisendar og annar hjólabúnaður eftir. Ef þú vilt spara ferðir á smurstöðina og átt koppasprautu finnur þú upplýsingar um staðsetningu smurkoppanna í eigendahandbók bíls- ins. Þar finnur þú líka lista yfir hvaða olíum er mælt með fyrir bíl- inn þinn en yfirleitt finnur maður líka einhvern á bensínstöðvum sem getur gefið ráð um hvaða olía passar hvert. Allt um bíla á laugardögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P RE 2 73 19 05 /2 00 5 Fyrsti jeppinn frá Subaru, Subaru B9 Tribeca, var settur á markað í Bandaríkjunum nýlega og hefur fengið frábærar viðtökur. Bíllinn var fyrst kynntur fyrir Evrópu- búum á bílasýningunni í Genf í vor en Ingvar Helgason, umboðs- aðili Subaru á Íslandi, stefnir að því að frumsýna jeppann í sept- ember á þessu ári. Jeppinn er með öflugri vél sem skilar 250 hestöflum. Bíllinn verður einnig til með þriðju sæta- röðinni sem gerir hann sjö sæta og hægt verður að fella sætin nið- ur í gólf þegar þau eru ekki í notkun. Ingvar Helgason gerir ráð fyrir því að selja bílinn á 4.750.000 krónur með leðursæt- um, sóllúgu og öðrum búnaði. Subaru B9 Tribeca er sannkallaður lúxusjeppi. Subaru Tribeca til Íslands Ingvar Helgason stefnir að því að frumsýna jeppann í septem- ber en hann var settur á markað í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Sala nýrra bíla minnkar í Bretlandi TALIÐ ER AÐ HÆRRI VEXTIR, DÝRARA BENSÍN OG FALL MG ROVER SÉ OR- SÖK HNIGNUNARINNAR. Sala nýrra bíla í Bretlandi minnkaði í júní vegna hárra vaxta og dýrara bens- íns. 227.623 nýir bílar seldust í mánuð- inum sem er 4,8 prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Sérfræðingar telja einnig að fall bílarisans MG Rover hafi spilað stórt hlutverk í þessari minnkun samkvæmt fréttasíðu BBC, bbc.co.uk. Heildarsala á fyrstu sex mánuðum ársins var 1.23 milljónir sem er tæplega sex prósentum minna en í fyrra. Á meðan minni eftirspurn hefur verið eftir bensínbílum hefur eftirspurn eftir dísilbílum aukist en 77.049 slíkar bifreiðar voru skráðar í júní. Það er 23 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Einnig hefur bílum sem fram- leiddir eru utan Bretlands fjölgað. 83,4 prósent af öllum nýjum seldum bílum komu erlendis frá í öðrum ársfjórðungi 2005 sem er 82 prósenta hækkun. Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Partur–Spyrnan–Lyftarar Eldshöfða 10 s. 585 2500 og 567 8757 TRIO G O L F H J Ó L MEST SELDU BÍLARNIR Í BRETLANDI Í JÚNÍ: Ford Focus - 12.389 bílar seldir Vauxhall Astra - 10.590 bílar seldir Vauxhall Corsa - 9.692 bílar seldir Renault Megane - 8.893 bílar seldir Ford Fiesta - 8.443 bílar seldir Fall bílaframleiðandans MG Rover hafði gríðarleg áhrif á atvinnulífið í Bretlandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.