Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 29
Teppi kr. 6.900 Hekluð kanína kr. 3.290 Bolir Sumir halda að sumarfötin nýtist ekki í haust og vetur en það er rangt. Á útsölum um þessar mundir er fullt af fallegum bolum sem eiga svo sannarlega eftir að lifa – hvort sem það er í ræktinni, vinnunni eða á djamminu.[ ] Fyrr á árinu opnaði á Skólavörðustígnum lítil barnafataverslun í eigu þeirra Birnu Melsted og Þórdísar Lilju Árnadóttur og heitir Hnokkar og hnátur. Þær stöllur leggja áherslu á að bjóða upp á hágæðafatnað fyrir smáfólkið og vörurnar kaupa þær að mestu inn frá Frakklandi, Danmörku, Hollandi og Bretlandi. Stærstu merkin þeirra eru franska merkið Catimini og Katvig sem kemur frá Danmörku. Katvig hefur fest sig ótrúlega fljótt í sessi en það fór af stað fyrir einungis tveimur árum og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum eigendanna. Uppistaðan af fatnaðinum eru bómullarbol- ir, buxur, samfellur og kjólar sem eru til allan ársins hring en svo er einnig framleidd sumar- og vetrarlína á hverju ári. Fyrir utan barnafatnaðinn er ýmis- legt fleira í boði í Hnokkum og hnátum eins og lúxuskerrur fyrir ungbörnin, handgerð leik- föng, teppi, töskur og skartgripir. Með haustinu eru svo væntanleg- ar ýmsar nýjungar, þar á meðal ungbarnafatnaður frá hátísku- merkjunum Kookai, Donnu Karan og Burberry. Útsalan stendur sem hæst þessa dagana í versluninni og nú er veittur 20% aukaafslátt- ur af flestum flíkunum svo af- sláttur er allt upp í 70% af völd- um vörum. Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn Nelly hefur skrifað undir samning hjá íþróttarisanum Reebok til þess að þróa línu sem samanstendur af fötum, skóm og fylgihlutum fyrir fyrirtækið. Nelly hefur verið mjög vinsæll í rappsenunni en bætist nú í hóp 50 Cent og Jay-Z í íþróttafata- bransanum. Sala á línunni hefst um jólin í ár en þá verður skólínan að- eins seld. Fötin og fylgihlutirnir fara á sölu næsta vor en nafn línunnar verður afhjúpað um nú jólin. Vörur fyrir konur verða ef til vill kynntar síðar þótt það sé ekki fastákveðið. RAPPARINN NELLY HEFUR SKRIFAÐ UNDIR ARÐVÆNLEGAN SAMNING VIÐ ÍÞRÓTTAVÖRUFRAMLEIÐANDANN REEBOK. Nelly er geysivinsæll rappari sem margir líta upp til. Mussa kr. 2.585 + 20% afsl. Bolur kr. 1.240 og buxur kr. 690 Toppur og pils kr. 2.840 og kr. 4.890 + 20% afsl Bolur, gallabuxur og derhúfa kr. 1.995, kr. 3.980, kr. 1.390 + 20% afsl. Náttgalli kr. 2.790 Brúnröndótt samfella og gammosíur kr. 1.890 og 1.680 lokkar kr. 1.250 hálsmen kr. 1.220 hringur kr. 1.150 Skór kr. 6.230 + 20 % afsl. Skór kr. 6.230 + 20 % afsl. Stjörnurnar vestan hafs virðast ekki vera stjörnur með stjörnum nema þær komi á laggirnar sinni eigin tískulínu. Stjörnur eins og 50 Cent, Sean „P. Diddy“ Combs og Jennifer Lopez hafa þénað vel á þessu uppátæki og nýjasta stjarnan í hópnum er sjálf ofur- bomban Pamela Anderson. Pamela hefur sett á markaðinn aukahlutalínu og í henni eru alls kyns töskur og glingur. Pamela er mikill dýravinur og því notar hún eingöngu gervileður í vörur sínar. Sala línunnar hefur farið vel af stað og eru tískugúrúar mjög undrandi yfir því hve smekkleg línan er þar sem Pamela sjálf vill helst alltaf vera léttklædd og frjálsleg. Hægt er að skoða línuna og panta á heimasíðu Pamelu, clubpam.com. Í línunni er fullt af flottum og glitrandi aukahlutum. Pamela hannar skart Baywatch-bomban hefur fylgt í fótspor margra stjarna í Hollywood með sinni eigin tískulínu. Nelly og Reebok í sömu sæng FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY 40-75% afsláttur Áður Nú Brjóstahaldari 3.990 kr 1.197 kr G-strengur 1.790 kr 537 kr Sundbolur 6.990 kr 3.495 kr Pantið skólafötin núna. Föt og fleira fyrir börnin Hnokkar og hnátur er barnafataverslun sem opnaði á Skólavörðustíg fyrr í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.