Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 31

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 31
Ferðaskrifstofan GB ferðir býður upp á þrettán tíu daga skíðaferðir til skíðaparadísarinnar Aspen næsta vetur. Sala er hafin á skíða- pössunum og eins og fyrri ár bjóða GB ferðir viðskiptavinum sínum upp á verulegan afslátt á skíðapössum, eða allt að fjörutíu prósent. Flogið er á hverjum mánudegi frá 19. desember til 16. apríl en þá loka fjöllin í Aspen. Gist er á glæsihótelinu Aspen Meadows sem er fyrir löngu orðið frægt þar í bæ. Ferðavenjur Íslendinga eru að breytast. Fólk notar nú allt árið til ferðalaga og vetrarferðir í sólina eru orðnar vinsælar. Ferðaskrif- stofurnar hafa upp á margt að bjóða og þótt internetið og lágfar- gjaldaflugfélögin geri mönnum kleift að skipuleggja sína eigin ferð hafa ferðaskrifstofurnar sjaldan orðið varar við jafn mikla uppsveiflu og núna. Sólarlandaferðir hafa alltaf verið vinsælar meðal sólþyrstra Íslendinga og margt er í boði fyrir þá sem vilja fá sól á kroppinn yfir veturinn. Sumarferðir einbeita sér að ferðum til Kanaríeyja og nýir áfangastaðir á eyjunum hafa bæst við flóruna. Til dæmis Lanz- arote og Tenerife. Þótt sólarlanda- ferðirnar séu vinsælar hafa þær breyst. Á árum áður voru þriggja vikna sólarlandaferðir algengar en nú fara flestir í viku eða hálfan mánuð. Þá er einnig algengt að fólk geymi viku af sumarfríinu sínu og skelli sér í sólina um miðjan vetur, til dæmis í nóvem- ber eða desember. Hjá Úrval-Útsýn hefur sala á Kanaríferðum aukist um 50 pró- sent síðastliðið ár og þar á bæ segja menn að gríðarleg sprengja hafi orðið í ferðalögum. Fólk fari mikið í vikuferðir í sólina og þær ferðir séu oft bókaðar með stuttum fyrirvara. Þótt afslöppun í sólinni sé alltaf vinsæl eru alltaf einhverjir sem vilja meiri ævintýri. Ferða- skrifstofan Prima Embla hefur um árabil boðið upp á vinsælar ævintýraferðir til framandi landa. Nú er nær uppselt í allar ferðir vetrarins en áætlað er að fara til Kína, Ástralíu, Ekvador og Galapagos-eyja svo fátt eitt sé nefnt. Meðalaldurinn í þessum ferðum fer lækkandi og ungt fólk virðist í auknum mæli leyfa sér þann lúxus að fara til framandi landa án þess að þurfa að skipu- leggja allt sjálft. Þemaferðir eru einnig vinsælar hjá Prima Emblu og það er eitthvað sem farið er að bera meira á í ferðabransanum. Í haust verður til dæmis farið til Feneyja á grímudansleik með Stuðmönnum og orðið er nær upp- selt í ferð til Normandí þar sem saga seinni heimsstyrjaldarinnar verður rakin með fyrsta flokks leiðsögumönnum. Heimsferðir bjóða upp á ýmsar nýjungar í vetur enda keyptu þær á dögunum tvær norrænar ferða- skrifstofur. Meðal nýjunga hjá Heimsferðum má nefna vikulegar ferðir til Kúbu í mars og apríl. Kúba er vinsæll áfangastaður um þessar mundir og ætlar ferða- skrifstofan Úrval-Útsýn einnig að bjóða upp á ferðir til Kúbu. Borgarferðirnar standa alltaf fyrir sínu og þótt London og Kaupmannahöfn séu alltaf vin- sælar hafa nýir áfangastaðir bæst við. Ljubljana í Slóveníu er til dæmis vinsæl og sömu sögu er að segja af Kraká, Prag og Búdapest. Það er því ljóst að ferðaglaðir Ís- lendingar hafa um margt að velja ef þeir vilja leggjast í ferðalög í vetur. Verðið er líka betra en oft áður sem er mikill kostur. Kort Þegar komið er á nýjan áfangastað er alltaf góð regla að byrja á því að fá sér kort af svæðinu. Með því að skoða kortið og leggja kennileiti á minnið á maður auðveldara með að átta sig á umhverfinu og sjá hvernig landið liggur.[ ] FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 Kúba er skemmtilegur áfangastaður með iðandi mannlífi, heillandi menningu og stór- brotnu landslagi. Heimsferðir og Úrval-Útsýn bjóða í vetur upp á vikulegt flug til Kúbu sem er nýjung hér á landi. Breyttar ferðavenjur og nýir áfangastaðir Íslendingar fara oftar til útlanda en áður en ferðirnar eru styttri. Áfangastöðum fjölgar og ævintýraferðir til framandi slóða verða líka sífellt vinsælli. Lanzarote er nýr áfangastaður Sumarferða á Kanaríeyjum. Sólarlandaferðirnar eru alltaf vinsælar og það verður algengara að fólk geymi eina viku af sumarfríinu og skelli sér í sólina að vetri til. Það færist í aukana að Íslendingar bregði sér til framandi landa. Ferðaskrifstofan Prima Embla býður upp á spennandi ævintýraferðir með íslenskri fararstjórn. Afsláttur á skíðapössum í Aspen GB ferðir bjóða upp á skíðaferðir til Aspen allan næsta vetur. Það er alls ekki slæmt að skíða í Aspen á veturna. Sögusetrið á Hvolsfelli hefur upp á margt að bjóða fyrir gesti og gangandi. Njálusýningin stendur alltaf fyrir sínu og nú er Kaupfé- lagssafnið einnig til húsa á sama stað en þar má skoða sögu versl- unar á Suðurlandi á síðustu öld. Alla sunnudaga í sumar hefur reiðskólinn Þyrill staðið fyrir skemmtilegum hestaferðum á Njáluslóðir í samstarfi við Sögu- setrið á Hvolsvelli. Í þessum ferð- um er boðið upp á morgunverðar- hlaðborð og farið í léttan reiðtúr um Njáluslóðir sem endar með grillveislu. Að lokum er haldið á sögusetrið og hlýtt á fyrirlestur um Njálu. Fyrir þá sem ekki treysta sér á bak þá eru fyrir- lestrarnir á sögusetrinu öllum opnir og tilvalið að skreppa á Hvolsvöll og hlýða á skemmtileg- an fyrirlestur með sunnudags- kaffinu. Fyrirlestrarnir fara fram í söguskálanum sem er innréttað- ur í anda þjóðveldisaldarinnar og þar skapast skemmtileg stemn- ing. Næstkomandi sunnudag ætlar Kristján Jóhann Jónsson að tala um óþverra og illmenni í Njálu. Guðni Ágústsson og Sverrir Her- mannsson láta svo í sér heyra næstu sunnudaga þar á eftir. Á sunnudögum geta gestir Sögusetursins á Hvolsvelli hlýtt á skemmtilega fyrirlestra um Njálu. Njála með kaffinu Á Sögusetrinu á Hvolsvelli kennir ýmissa grasa. Þar er bæði Njálusýning og kaupfélagssýning og á sunnudögum geta gestir hlýtt á fyrirlestra um Njálu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.